„Þetta er hárrétt niðurstaða“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. nóvember 2021 12:30 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir dóminn í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar hafa verið vel rökstuddann. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Jón Baldvin var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en Carmen sakaði Jón um að hafa strokið rass hennar á heimili hans á Spáni í júní 2018. Var hún þá stödd ásamt móður sinni í matarboði á vegum Jóns Baldvins. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er vísað til þess að vitnisburður Laufeyjar, móður Carmenar, hafi verið óstöðugur og lýsing hennar af atvikum málsins ekki í samræmi við vitnisburð Carmenar. Neitun Jóns Baldvins fengi aftur á móti stoð í vitnisburði Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, og nágrannakonu þeirra. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara, segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með. „Héraðssaksóknari taldi málið sterkt, þegar að ákvörðun var tekin um að gefa út ákæru í málinu og það var ekkert sérstakt sem breyttist við meðferð málsins fyrir dómi að því leiti,“ segir Dröfn en hún getur ekki sagt til um hvort málinu verði áfrýjað. „Þetta er alla vega ekki í samræmi við það eins og ákæruvaldið lagði upp með málið en við eigum eftir að fara bara betur yfir niðurstöðu dómsins og á endanum er það ríkissaksóknari sem tekur ákvörðun um áfrýjun,“ segir Dröfn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins, segir að það hafi verið rétt niðurstaða að sýkna. „Þetta er hárrétt niðurstaða, dómurinn er vel rökstuddur og lögfræðilega réttur,“ segir Vilhjálmur. Ákæruvaldið hefur nú fjórar vikur til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar en Vilhjálmur telur ólíklegt að svo verði. „Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það en miðað við það hvernig dómurinn er úr garði gerður, réttur dómur og vel rökstuddur, að þá tel ég það ólíklegt,“ segir Vilhjálmur. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Jón Baldvin var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en Carmen sakaði Jón um að hafa strokið rass hennar á heimili hans á Spáni í júní 2018. Var hún þá stödd ásamt móður sinni í matarboði á vegum Jóns Baldvins. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er vísað til þess að vitnisburður Laufeyjar, móður Carmenar, hafi verið óstöðugur og lýsing hennar af atvikum málsins ekki í samræmi við vitnisburð Carmenar. Neitun Jóns Baldvins fengi aftur á móti stoð í vitnisburði Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, og nágrannakonu þeirra. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara, segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með. „Héraðssaksóknari taldi málið sterkt, þegar að ákvörðun var tekin um að gefa út ákæru í málinu og það var ekkert sérstakt sem breyttist við meðferð málsins fyrir dómi að því leiti,“ segir Dröfn en hún getur ekki sagt til um hvort málinu verði áfrýjað. „Þetta er alla vega ekki í samræmi við það eins og ákæruvaldið lagði upp með málið en við eigum eftir að fara bara betur yfir niðurstöðu dómsins og á endanum er það ríkissaksóknari sem tekur ákvörðun um áfrýjun,“ segir Dröfn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins, segir að það hafi verið rétt niðurstaða að sýkna. „Þetta er hárrétt niðurstaða, dómurinn er vel rökstuddur og lögfræðilega réttur,“ segir Vilhjálmur. Ákæruvaldið hefur nú fjórar vikur til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar en Vilhjálmur telur ólíklegt að svo verði. „Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það en miðað við það hvernig dómurinn er úr garði gerður, réttur dómur og vel rökstuddur, að þá tel ég það ólíklegt,“ segir Vilhjálmur.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37
Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00
Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10