„Þetta er hárrétt niðurstaða“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. nóvember 2021 12:30 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir dóminn í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar hafa verið vel rökstuddann. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Jón Baldvin var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en Carmen sakaði Jón um að hafa strokið rass hennar á heimili hans á Spáni í júní 2018. Var hún þá stödd ásamt móður sinni í matarboði á vegum Jóns Baldvins. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er vísað til þess að vitnisburður Laufeyjar, móður Carmenar, hafi verið óstöðugur og lýsing hennar af atvikum málsins ekki í samræmi við vitnisburð Carmenar. Neitun Jóns Baldvins fengi aftur á móti stoð í vitnisburði Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, og nágrannakonu þeirra. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara, segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með. „Héraðssaksóknari taldi málið sterkt, þegar að ákvörðun var tekin um að gefa út ákæru í málinu og það var ekkert sérstakt sem breyttist við meðferð málsins fyrir dómi að því leiti,“ segir Dröfn en hún getur ekki sagt til um hvort málinu verði áfrýjað. „Þetta er alla vega ekki í samræmi við það eins og ákæruvaldið lagði upp með málið en við eigum eftir að fara bara betur yfir niðurstöðu dómsins og á endanum er það ríkissaksóknari sem tekur ákvörðun um áfrýjun,“ segir Dröfn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins, segir að það hafi verið rétt niðurstaða að sýkna. „Þetta er hárrétt niðurstaða, dómurinn er vel rökstuddur og lögfræðilega réttur,“ segir Vilhjálmur. Ákæruvaldið hefur nú fjórar vikur til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar en Vilhjálmur telur ólíklegt að svo verði. „Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það en miðað við það hvernig dómurinn er úr garði gerður, réttur dómur og vel rökstuddur, að þá tel ég það ólíklegt,“ segir Vilhjálmur. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ríkið sýknað að mestu í BK-44 málinu Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Jón Baldvin var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en Carmen sakaði Jón um að hafa strokið rass hennar á heimili hans á Spáni í júní 2018. Var hún þá stödd ásamt móður sinni í matarboði á vegum Jóns Baldvins. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er vísað til þess að vitnisburður Laufeyjar, móður Carmenar, hafi verið óstöðugur og lýsing hennar af atvikum málsins ekki í samræmi við vitnisburð Carmenar. Neitun Jóns Baldvins fengi aftur á móti stoð í vitnisburði Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, og nágrannakonu þeirra. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara, segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með. „Héraðssaksóknari taldi málið sterkt, þegar að ákvörðun var tekin um að gefa út ákæru í málinu og það var ekkert sérstakt sem breyttist við meðferð málsins fyrir dómi að því leiti,“ segir Dröfn en hún getur ekki sagt til um hvort málinu verði áfrýjað. „Þetta er alla vega ekki í samræmi við það eins og ákæruvaldið lagði upp með málið en við eigum eftir að fara bara betur yfir niðurstöðu dómsins og á endanum er það ríkissaksóknari sem tekur ákvörðun um áfrýjun,“ segir Dröfn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins, segir að það hafi verið rétt niðurstaða að sýkna. „Þetta er hárrétt niðurstaða, dómurinn er vel rökstuddur og lögfræðilega réttur,“ segir Vilhjálmur. Ákæruvaldið hefur nú fjórar vikur til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar en Vilhjálmur telur ólíklegt að svo verði. „Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það en miðað við það hvernig dómurinn er úr garði gerður, réttur dómur og vel rökstuddur, að þá tel ég það ólíklegt,“ segir Vilhjálmur.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ríkið sýknað að mestu í BK-44 málinu Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37
Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00
Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent