Allt bendi til þess að þriðji skammturinn stuðli að hjarðónæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2021 21:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bindur vonir við þriðja skammt bóluefnis. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segist vonast til þess að örvunarbólusetning verði til þess að hjarðónæmi gegn kórónuveirunni náist hér á landi. Þetta kom fram í máli hans í Kastljósi í kvöld. Þar benti hann á að af þeim 30 þúsund sem fengið hafa örvunarbólusetningu hafi aðeins tíu greinst með Covid. Hann benti á til samanburðar að um 4.500 manns hefðu smitast af þeim 270 til 280 þúsundum sem hafa fengið tvo bóluefnaskammta. „Við þurfum að ná hjarðónæmi, það er bara ósköp einfalt. Við þurfum að ná því fyrir alla smitsjúkdóma, ef við ætlum ekki að láta smitsjúkdóma ganga í samfélaginu í einhverjum mæli. Það er bara grunnprinsipp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að í upphafi sumars hefði verið talið að tvær sprautur dygðu til þess að byggja upp hjarðónæmi í samfélaginu. Rannsóknir þar að lútandi hafi hins vegar byggt á fyrri afbrigðum en því sem nú hefur breiðst um heiminn. Það hafi verið afbrigði sem bólusetningar dygðu betur gegn en nú er raunin. „Núna hefur það komið í ljós að tvær sprautur eru ekki alveg nógu góðar. Þær koma í veg fyrir smit hjá 50 prósent fólks en kannski 90 prósent í veg fyrir alvarleg veikindi. Þannig að, þetta er ekki nóg til að mynda hér einhvers konar hjarðónæmi,“ sagði Þórólfur. Hann segir þriðja skammt bóluefnis hafa gefið góða raun í Ísrael og komi í mun meira mæli í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Mér finnst svona allt benda til þess að við getum bundið vonir við það að skammtur númer þrjú muni búa til hjarðónæmi hérna og stoppa þetta allavega verulega af,“ sagði Þórólfur. Vinna eins hratt og unnt er Þórólfur segir að verið sé að ráðast í þriðju bólusetningu eins hratt og hægt er, en ekki er hægt að frá þriðja skammt bóluefnis fyrr en fimm mánuðum eftir að annar skammtur hefur verið gefinn. „Við erum að gera þetta eins hratt og við getum. Við erum búin að raða fólki upp í hópa eftir því hvenær það getur fengið örvunarskammtinn, eftir fimm mánuði. Það er í lok þessa árs og í byrjun þess næsta sem það ætti að takast.“ Hann segist binda vonir við að sem flestir mæti og þiggi örvunarbólusetningu, þar sem hún verndi ekki eingöngu einstaklinginn sjálfan fyrir smiti og veikindum, heldur samfélagið allt. „Þannig ættum við að geta komist út úr Covid, ef allt virkar eins og það virðist núna. En auðvitað á ýmislegt eftir að koma í ljós. Reynslan á eftir að sýna okkur hvort þetta virkar svona eða ekki. En þetta er vonin okkar núna, finnst mér,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þar benti hann á að af þeim 30 þúsund sem fengið hafa örvunarbólusetningu hafi aðeins tíu greinst með Covid. Hann benti á til samanburðar að um 4.500 manns hefðu smitast af þeim 270 til 280 þúsundum sem hafa fengið tvo bóluefnaskammta. „Við þurfum að ná hjarðónæmi, það er bara ósköp einfalt. Við þurfum að ná því fyrir alla smitsjúkdóma, ef við ætlum ekki að láta smitsjúkdóma ganga í samfélaginu í einhverjum mæli. Það er bara grunnprinsipp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að í upphafi sumars hefði verið talið að tvær sprautur dygðu til þess að byggja upp hjarðónæmi í samfélaginu. Rannsóknir þar að lútandi hafi hins vegar byggt á fyrri afbrigðum en því sem nú hefur breiðst um heiminn. Það hafi verið afbrigði sem bólusetningar dygðu betur gegn en nú er raunin. „Núna hefur það komið í ljós að tvær sprautur eru ekki alveg nógu góðar. Þær koma í veg fyrir smit hjá 50 prósent fólks en kannski 90 prósent í veg fyrir alvarleg veikindi. Þannig að, þetta er ekki nóg til að mynda hér einhvers konar hjarðónæmi,“ sagði Þórólfur. Hann segir þriðja skammt bóluefnis hafa gefið góða raun í Ísrael og komi í mun meira mæli í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Mér finnst svona allt benda til þess að við getum bundið vonir við það að skammtur númer þrjú muni búa til hjarðónæmi hérna og stoppa þetta allavega verulega af,“ sagði Þórólfur. Vinna eins hratt og unnt er Þórólfur segir að verið sé að ráðast í þriðju bólusetningu eins hratt og hægt er, en ekki er hægt að frá þriðja skammt bóluefnis fyrr en fimm mánuðum eftir að annar skammtur hefur verið gefinn. „Við erum að gera þetta eins hratt og við getum. Við erum búin að raða fólki upp í hópa eftir því hvenær það getur fengið örvunarskammtinn, eftir fimm mánuði. Það er í lok þessa árs og í byrjun þess næsta sem það ætti að takast.“ Hann segist binda vonir við að sem flestir mæti og þiggi örvunarbólusetningu, þar sem hún verndi ekki eingöngu einstaklinginn sjálfan fyrir smiti og veikindum, heldur samfélagið allt. „Þannig ættum við að geta komist út úr Covid, ef allt virkar eins og það virðist núna. En auðvitað á ýmislegt eftir að koma í ljós. Reynslan á eftir að sýna okkur hvort þetta virkar svona eða ekki. En þetta er vonin okkar núna, finnst mér,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08