Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2021 14:33 Mikael Anderson lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Arnar Þór Viðarsson í vináttulandsleikjum gegn Póllandi og Færeyjum í sumar. Hann var einnig í U21-landsliði Arnars en gaf þá ekki kost á sér í leik gegn Ítalíu fyrir ári síðan. Getty/Mateusz Slodkowski Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. Mikael skoraði í 3-0 sigri AGF gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn. Hann hefur verið í byrjunarliði AGF í síðustu tveimur leikjum en er þrátt fyrir það að glíma við meiðsli í hné. Mikael var í landsliðshópnum í október og lék síðustu tíu mínúturnar í 1-1 jafntefli við Armeníu. Hann er hins vegar ekki í hópnum sem mætir Rúmeníu á fimmtudag og Norður-Makedóníu á sunnudaginn, í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. „Mikael er í sömu stöðu og í október, í veseni með hnéð sitt. Þetta eru álagsmeiðsli og hann er ekki, rétt eins og í október, 100 prósent til að taka þátt í verkefninu. Það tekur hann langan tíma að ná sér á milli leikja. Við erum því með aðra, fríska leikmenn inni í hópnum núna sem eru 100 prósent. Það er ástæðan varðandi Mikael í þessum glugga,“ segir Arnar sem ræddi við fjölmiðla á fjarfundi frá Búkarest í dag. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði Midtjylland á sunnudaginn.Getty/Lars Ronbog Þjálfarinn gefur aðspurður ekki mikið fyrir ágiskanir sem heyrst munu hafa í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um það að Mikael sé erfiður í samskiptum: „Mikael er alls ekki erfiður í samskiptum. Í rauninni hef ég ekki lent í neinum sem er erfiður í samskiptum. Mikael er mjög hreinskilinn og ég held að það séu kannski ekki margir þannig í fótboltanum því leikmenn eru oft aldir upp við að það megi aldrei segja of mikið, að þeir eigi að láta lítið fara fyrir sér og þar fram eftir götunum. Þið hafið alveg séð það að hann er alveg til í að setja inn færslu á Twitter eða Instagram um hvað honum finnst, en það hefur alls ekkert með það að gera að hann sé eitthvað erfiður í samskiptum. Hann er mjög heiðarlegur í samskiptum. Hann veit nákvæmlega hvernig staðan á sínum líkama er og það er mjög jákvætt að menn séu heiðarlegir og opnir varðandi það við þjálfarana,“ segir Arnar. Heyrði fljótlega í Mikael og því máli er lokið Fyrir ári síðan gaf Mikael ekki kost á sér í leik með U21-landsliðinu gegn Ítalíu, eftir að Erik Hamrén taldi sig ekki hafa not fyrir hann í leikjum með A-landsliðinu. Arnar var þá þjálfari U21-landsliðsins og sagði við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á þessum tíma að hann væri „alls ekki“ sammála því að ákvörðun Mikaels væri góð en kvaðst þó skilja hana. Arnar endurtók í dag að hann gæti alveg skilið afstöðu Mikaels þó að hann væri ekki sammála henni, og að málið hefði ekkert að gera með það af hverju Mikael væri ekki með núna: „Hann bjóst við því ef ég man rétt að vera bara valinn í A-landsliðið [fyrir ári síðan]. Hann var á þannig stað hjá sínu félagsliði þá að hann taldi það ekki gott að vera að koma í U21-landsliðið. Frá þjálfarahliðinni séð þá get ég ekki verið sammála því að leikmenn komi ekki, en við skiljum oft þeirra hlið. Ég held að ég hafi nú fljótlega heyrt í Mikka eftir þetta og því máli var bara lokið. Það er oft ágætt að menn þurfi ekki að vera sammála,“ segir Arnar. HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira
Mikael skoraði í 3-0 sigri AGF gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn. Hann hefur verið í byrjunarliði AGF í síðustu tveimur leikjum en er þrátt fyrir það að glíma við meiðsli í hné. Mikael var í landsliðshópnum í október og lék síðustu tíu mínúturnar í 1-1 jafntefli við Armeníu. Hann er hins vegar ekki í hópnum sem mætir Rúmeníu á fimmtudag og Norður-Makedóníu á sunnudaginn, í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. „Mikael er í sömu stöðu og í október, í veseni með hnéð sitt. Þetta eru álagsmeiðsli og hann er ekki, rétt eins og í október, 100 prósent til að taka þátt í verkefninu. Það tekur hann langan tíma að ná sér á milli leikja. Við erum því með aðra, fríska leikmenn inni í hópnum núna sem eru 100 prósent. Það er ástæðan varðandi Mikael í þessum glugga,“ segir Arnar sem ræddi við fjölmiðla á fjarfundi frá Búkarest í dag. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði Midtjylland á sunnudaginn.Getty/Lars Ronbog Þjálfarinn gefur aðspurður ekki mikið fyrir ágiskanir sem heyrst munu hafa í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um það að Mikael sé erfiður í samskiptum: „Mikael er alls ekki erfiður í samskiptum. Í rauninni hef ég ekki lent í neinum sem er erfiður í samskiptum. Mikael er mjög hreinskilinn og ég held að það séu kannski ekki margir þannig í fótboltanum því leikmenn eru oft aldir upp við að það megi aldrei segja of mikið, að þeir eigi að láta lítið fara fyrir sér og þar fram eftir götunum. Þið hafið alveg séð það að hann er alveg til í að setja inn færslu á Twitter eða Instagram um hvað honum finnst, en það hefur alls ekkert með það að gera að hann sé eitthvað erfiður í samskiptum. Hann er mjög heiðarlegur í samskiptum. Hann veit nákvæmlega hvernig staðan á sínum líkama er og það er mjög jákvætt að menn séu heiðarlegir og opnir varðandi það við þjálfarana,“ segir Arnar. Heyrði fljótlega í Mikael og því máli er lokið Fyrir ári síðan gaf Mikael ekki kost á sér í leik með U21-landsliðinu gegn Ítalíu, eftir að Erik Hamrén taldi sig ekki hafa not fyrir hann í leikjum með A-landsliðinu. Arnar var þá þjálfari U21-landsliðsins og sagði við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á þessum tíma að hann væri „alls ekki“ sammála því að ákvörðun Mikaels væri góð en kvaðst þó skilja hana. Arnar endurtók í dag að hann gæti alveg skilið afstöðu Mikaels þó að hann væri ekki sammála henni, og að málið hefði ekkert að gera með það af hverju Mikael væri ekki með núna: „Hann bjóst við því ef ég man rétt að vera bara valinn í A-landsliðið [fyrir ári síðan]. Hann var á þannig stað hjá sínu félagsliði þá að hann taldi það ekki gott að vera að koma í U21-landsliðið. Frá þjálfarahliðinni séð þá get ég ekki verið sammála því að leikmenn komi ekki, en við skiljum oft þeirra hlið. Ég held að ég hafi nú fljótlega heyrt í Mikka eftir þetta og því máli var bara lokið. Það er oft ágætt að menn þurfi ekki að vera sammála,“ segir Arnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira