Hált er á þjóðvegum landsins og varð áreksturinn nærri Dalvíkurafleggjaranum um eittleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í gær komu bílarnir úr gagnstæðri átt.
Ökumenn beggja bíla og farþegi voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, tjáir Mbl.is að töluverð slys hafi orðið á fólki, sérstaklega öðrum ökumanninum.