Þjálfari KA í handbolta segir Akureyrarbæ vera gjörsamlega metnaðarlausan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 08:15 Jónatan Þór Magnússon að stýra KA liðinu í leik í Olís deild karla í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Aðstöðumál handboltans á Akureyri virðast ekki vera í góðum málum ef marka má það að Jónatan Þór Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í Olís deildinni, sendi í gær bæjarstjórn Akureyrar og ráðamönnum í höfuðstað Norðurlands, tóninn, í harðorðari færslu á fésbókinni. „Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifaði Jónatan Þór en fyrirsögn pistils hans er „Metnaðarleysi“. Jónatan Þór er á því að það sé skammarlegt fyrir bæ eins og Akureyri að aðstöðuskortur skuli vera alvarleg hindrun fyrir íþróttafólk á Akureyri á öllum aldri. „FH, Haukar, HK, ÍBV, UMFA, Valur, Grótta og Stjarnan hafa öll tvo til þrjá íþróttasali í sinni aðstöðu með stórum áhorfendastúkum og flottri aðstöðu til lyftinga og geggjaðri aðstöðu fyrir áhorfendur, ársmiðahafa, fjölmiðla og fleira (auðvitað mismunandi eftir félögum) – og ekkert af þessum liðum þarf að deila keppnisgólfinu með meira en einu öðru liði (þá hinu kyninu í sömu íþrótt),“ skrifað Jónatan. Hann tekur sem dæmi búningsklefa KA-liðsins sem er í kompu sem eitt sinn var geymsla og það er meira segja engin sturta í klefanum þeirra. „Af hverju er ekki hægt að byggja almennilega upp hér fyrir íþróttir? Nota bene, þegar er byggt upp fyrir íþróttir er það ekki bara fyrir meistaraflokkinn – heldur líka þau 1300 börn sem æfa hjá KA, hvort sem það er handbolti, fótbolti, blak, júdó eða badminton,“ skrifar Jónatan. „Ef ég ber aðstöðu míns liðs saman við ÖLL önnur lið í efstu deild erum við á botninum,“ skrifar Jónatan Þór Magnússon en allan pistil hans má sjá hér fyrir neðan. Olís-deild karla KA Akureyri Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
„Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifaði Jónatan Þór en fyrirsögn pistils hans er „Metnaðarleysi“. Jónatan Þór er á því að það sé skammarlegt fyrir bæ eins og Akureyri að aðstöðuskortur skuli vera alvarleg hindrun fyrir íþróttafólk á Akureyri á öllum aldri. „FH, Haukar, HK, ÍBV, UMFA, Valur, Grótta og Stjarnan hafa öll tvo til þrjá íþróttasali í sinni aðstöðu með stórum áhorfendastúkum og flottri aðstöðu til lyftinga og geggjaðri aðstöðu fyrir áhorfendur, ársmiðahafa, fjölmiðla og fleira (auðvitað mismunandi eftir félögum) – og ekkert af þessum liðum þarf að deila keppnisgólfinu með meira en einu öðru liði (þá hinu kyninu í sömu íþrótt),“ skrifað Jónatan. Hann tekur sem dæmi búningsklefa KA-liðsins sem er í kompu sem eitt sinn var geymsla og það er meira segja engin sturta í klefanum þeirra. „Af hverju er ekki hægt að byggja almennilega upp hér fyrir íþróttir? Nota bene, þegar er byggt upp fyrir íþróttir er það ekki bara fyrir meistaraflokkinn – heldur líka þau 1300 börn sem æfa hjá KA, hvort sem það er handbolti, fótbolti, blak, júdó eða badminton,“ skrifar Jónatan. „Ef ég ber aðstöðu míns liðs saman við ÖLL önnur lið í efstu deild erum við á botninum,“ skrifar Jónatan Þór Magnússon en allan pistil hans má sjá hér fyrir neðan.
Olís-deild karla KA Akureyri Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira