Innlent

Þessar tak­markanir tóku gildi á mið­nætti

Atli Ísleifsson skrifar
Samkvæmt nýjum reglum verður heimilt að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns.
Samkvæmt nýjum reglum verður heimilt að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Vísir/Hanna

Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á föstudaginn hertar innanlandsaðgerðir vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. 

Strax aðfararnótt laugardagsins var grímuskyldu aftur komið á þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægðarreglu en aðrar þær takmarkanir sem kynntar voru tóku gildi nú á miðnætti.

  • Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns: Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu (tekur gildi frá og með 10. nóvember).
  • Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu (tekur gildi frá og með 10. nóvember). Sérstök heimild gildir áfram fyrir skólaskemmtunum í framhaldsskólum með notkun hraðprófa.
  • Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar: Opnunartími styttist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 og rýma staðina fyrir miðnætti. Tekin verður upp að nýju skráningarskylda gesta og skulu vínveitingar bornar til sitjandi gesta (tekur gildi frá og með 10. nóvember).

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×