Iceland lofar að senda Daníel heim heilan heilsu í þetta sinn Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2021 14:00 Daníel Leó Grétarsson fékk höfuðhögg gegn Liechtenstein í október og varð að fara af velli. Hann þurfti að taka sér vikufrí heima á Englandi áður en hann gat byrjað að auka álagið smám saman á æfingum. vísir/vilhelm Breska matvöruverslanakeðjan Iceland var fljót að bregðast við óvenjulegum fyrirmælum varðandi íslenska landsliðsmanninn Daníel Leó Grétarsson. Daníel, sem er leikmaður Blackpool í ensku B-deildinni í fótbolta, var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í október eftir að Jón Guðni Fjóluson meiddist. Daníel spilaði svo fyrstu tvo keppnisleiki sína fyrir A-landsliðið og stóð sig vel en hann kom inn á í 1-1 jafntefli við Armeníu og byrjaði svo leikinn í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein. Í seinni leiknum varð hann að fara af velli eftir hálftíma vegna höfuðmeiðsla sem héldu honum svo frá æfingum og keppni með Blackpool um skamman tíma. Daníel var þó nokkuð fljótur að jafna sig og er á ný í landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu annað kvöld og Norður-Makedóníu á sunnudaginn. „Sendum hann til baka í góðu lagi“ Blackpool sagði frá því á Twitter að Daníel væri farinn til móts við Ísland og Tom, stuðningsmaður liðsins, sendi þá skilaboð á Iceland Foods sem svaraði um hæl.Skjáskot/Twitter Blackpool greindi frá því á Twitter að Daníel væri floginn af stað til móts við íslenska landsliðið og spaugsamur stuðningsmaður, Tom, sendi þá skilaboð til Iceland-verslanakeðjunnar þess efnis að í þetta sinn yrði Daníel að koma heill heilsu heim aftur. „Við sendum hann til baka í góðu lagi bara fyrir þig Tom,“ svaraði Ben, starfsmaður Iceland og tók þátt í gríninu fyrir fyrirtækið sem er með um 200.000 fylgjendur á Twitter. Daníel, sem er 26 ára Grindvíkingur, kom til Blackpool frá Aalesund í Noregi fyrir rúmu ári síðan. Hann lék 12 deildarleiki á síðustu leiktíð þegar Blackpool vann sig upp úr C-deildinni en biður enn eftir sínu fyrsta tækifæri í næstefstu deild Englands. Daníel á nú að baki 3 A-landsleiki eftir að hafa þreytt frumraun sína í 1-0 sigri gegn Kanada í vináttulandsleik í janúar 2020. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópu er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sjá meira
Daníel, sem er leikmaður Blackpool í ensku B-deildinni í fótbolta, var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í október eftir að Jón Guðni Fjóluson meiddist. Daníel spilaði svo fyrstu tvo keppnisleiki sína fyrir A-landsliðið og stóð sig vel en hann kom inn á í 1-1 jafntefli við Armeníu og byrjaði svo leikinn í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein. Í seinni leiknum varð hann að fara af velli eftir hálftíma vegna höfuðmeiðsla sem héldu honum svo frá æfingum og keppni með Blackpool um skamman tíma. Daníel var þó nokkuð fljótur að jafna sig og er á ný í landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu annað kvöld og Norður-Makedóníu á sunnudaginn. „Sendum hann til baka í góðu lagi“ Blackpool sagði frá því á Twitter að Daníel væri farinn til móts við Ísland og Tom, stuðningsmaður liðsins, sendi þá skilaboð á Iceland Foods sem svaraði um hæl.Skjáskot/Twitter Blackpool greindi frá því á Twitter að Daníel væri floginn af stað til móts við íslenska landsliðið og spaugsamur stuðningsmaður, Tom, sendi þá skilaboð til Iceland-verslanakeðjunnar þess efnis að í þetta sinn yrði Daníel að koma heill heilsu heim aftur. „Við sendum hann til baka í góðu lagi bara fyrir þig Tom,“ svaraði Ben, starfsmaður Iceland og tók þátt í gríninu fyrir fyrirtækið sem er með um 200.000 fylgjendur á Twitter. Daníel, sem er 26 ára Grindvíkingur, kom til Blackpool frá Aalesund í Noregi fyrir rúmu ári síðan. Hann lék 12 deildarleiki á síðustu leiktíð þegar Blackpool vann sig upp úr C-deildinni en biður enn eftir sínu fyrsta tækifæri í næstefstu deild Englands. Daníel á nú að baki 3 A-landsleiki eftir að hafa þreytt frumraun sína í 1-0 sigri gegn Kanada í vináttulandsleik í janúar 2020.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópu er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sjá meira
Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópu er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00