Orkuskipti fyrir orkuskipti Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. nóvember 2021 16:00 Mikið er skrafað um virkjanir og orkuskipti og eðlilega misjafnar skoðanir í þeim efnum. Það jákvæða sem taka má úr þeirri umræðu er að flestir eru hættir að ræða um hvort eigi að fara í orkuskipti, heldur rökræða nú hvernig leysa eigi það frábæra verkefni. Hér verður þó fjallað um annarskonar orkuskipti sem sannarlega hafa liðkað fyrir framtíðarorkuskiptum og eiga enn inni talsverða möguleika. Velheppnuð hitaveituvæðing Íslands er eitthvað sem flestir tengja einungis við seinni helming síðustu aldar. Hitaveituvæðingin hefur samt sem áður haldið áfram á þessari öld þó að verkefnin hafi vissulega verið hóflegri en að sama skapi flóknari og dýrari. Hitaorkuskipti Hvað gerist við hitaveitulagningu? Þegar húsnæði tengist hitaveitu verða ákveðin orkuskipti þar sem húsið skiptir úr rafhitun yfir í jarðhita. En hvaða máli skiptir það, er ekki raforkan græn líka? Það er nú einu sinni þannig að kWst af raforku er að jafnaði talsvert dýrari en kWst af jarðhita. Það er kannski ekki skrýtið þar sem kWst af raforku má nýta í mun fleiri og nytsamari verkefni en hitun. Það er t.d. snúið að nýta heitt vatn í stað bensíns á bíla en mjög auðvelt og jafnframt skynsamlegt að nota raforku í slík orkuskipti. Það skemmtilega við jarðhitavæðingu húsnæðis, sem áður var kynnt með rafmagni, er að raforkan sem áður fór í hitun er nú laus til nýrra verkefna t.d. orkuskipta í samgöngum. Því miður er ekki mögulegt að skipta út allri rafhitun fyrir jarðhita þar sem jarðhita er sumstaðar hreinlega ekki að finna eða þá að byggð er ekki nógu þétt til að standa undir lagningu veitu. Á þessum stöðum er þó hægt að fara í annars konar orkuskipti í formi varmadælna sem geta auðveldlega helmingað raforkunotkun með nýtingu umhverfishita. Hvað hefur ríkið gert og hverju hefur það skilað? Ef skoðaðar eru framkvæmdir frá árinu 2000 kemur ýmislegt í ljós. Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda og í raun forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Þessar GWst hafa því losnað í aðra vinnu t.d. orkuskipti í samgöngum. 110 GWst er jafnmikil raforka og tæplega 50 þúsund rafbílar nota á ári en í dag eru bara 10 þúsund slíkir á götunum. Hjá Orkusetri er þetta kallað virkjun innan kerfis þar sem þessi lausa raforka verður til við orkuskipti í húshitun en ekki með nýrri virkjun. Varmadælur Raforka losnar ekki bara við nýtingu jarðvarma því að varmadælur hafa komið sterkar inn á undanförnum árum. Ríkið styrkti til dæmis veglega uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt 40 GWst. Ríkið ákvað árið 2009 að bjóða upp á eingreiðslur til einstaklinga vegna varmadælu uppsetningar og árið 2014 voru svo sett lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum á varmadælum fyrir heimili. Þetta hefur skilað um 10 GWst af raforkusparnaði og því hafa varmadælur nú þegar losað um 50 GWst á ári af verðmætri raforku. Þetta er jafnmikið og um 25 þúsund rafbílar nota. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessi lúmsku orkuskipti geta því á endanum losað yfir 250 GWst árlega af raforku sem samsvarar notkun um 100 þúsund rafbíla. Það eru víða tækifæri í orkuskiptum og bættri orkunýtni. Á næstu árum þurfum við að grípa öll þessi tækifæri til að skapa skárri veröld. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Mikið er skrafað um virkjanir og orkuskipti og eðlilega misjafnar skoðanir í þeim efnum. Það jákvæða sem taka má úr þeirri umræðu er að flestir eru hættir að ræða um hvort eigi að fara í orkuskipti, heldur rökræða nú hvernig leysa eigi það frábæra verkefni. Hér verður þó fjallað um annarskonar orkuskipti sem sannarlega hafa liðkað fyrir framtíðarorkuskiptum og eiga enn inni talsverða möguleika. Velheppnuð hitaveituvæðing Íslands er eitthvað sem flestir tengja einungis við seinni helming síðustu aldar. Hitaveituvæðingin hefur samt sem áður haldið áfram á þessari öld þó að verkefnin hafi vissulega verið hóflegri en að sama skapi flóknari og dýrari. Hitaorkuskipti Hvað gerist við hitaveitulagningu? Þegar húsnæði tengist hitaveitu verða ákveðin orkuskipti þar sem húsið skiptir úr rafhitun yfir í jarðhita. En hvaða máli skiptir það, er ekki raforkan græn líka? Það er nú einu sinni þannig að kWst af raforku er að jafnaði talsvert dýrari en kWst af jarðhita. Það er kannski ekki skrýtið þar sem kWst af raforku má nýta í mun fleiri og nytsamari verkefni en hitun. Það er t.d. snúið að nýta heitt vatn í stað bensíns á bíla en mjög auðvelt og jafnframt skynsamlegt að nota raforku í slík orkuskipti. Það skemmtilega við jarðhitavæðingu húsnæðis, sem áður var kynnt með rafmagni, er að raforkan sem áður fór í hitun er nú laus til nýrra verkefna t.d. orkuskipta í samgöngum. Því miður er ekki mögulegt að skipta út allri rafhitun fyrir jarðhita þar sem jarðhita er sumstaðar hreinlega ekki að finna eða þá að byggð er ekki nógu þétt til að standa undir lagningu veitu. Á þessum stöðum er þó hægt að fara í annars konar orkuskipti í formi varmadælna sem geta auðveldlega helmingað raforkunotkun með nýtingu umhverfishita. Hvað hefur ríkið gert og hverju hefur það skilað? Ef skoðaðar eru framkvæmdir frá árinu 2000 kemur ýmislegt í ljós. Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda og í raun forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Þessar GWst hafa því losnað í aðra vinnu t.d. orkuskipti í samgöngum. 110 GWst er jafnmikil raforka og tæplega 50 þúsund rafbílar nota á ári en í dag eru bara 10 þúsund slíkir á götunum. Hjá Orkusetri er þetta kallað virkjun innan kerfis þar sem þessi lausa raforka verður til við orkuskipti í húshitun en ekki með nýrri virkjun. Varmadælur Raforka losnar ekki bara við nýtingu jarðvarma því að varmadælur hafa komið sterkar inn á undanförnum árum. Ríkið styrkti til dæmis veglega uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt 40 GWst. Ríkið ákvað árið 2009 að bjóða upp á eingreiðslur til einstaklinga vegna varmadælu uppsetningar og árið 2014 voru svo sett lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum á varmadælum fyrir heimili. Þetta hefur skilað um 10 GWst af raforkusparnaði og því hafa varmadælur nú þegar losað um 50 GWst á ári af verðmætri raforku. Þetta er jafnmikið og um 25 þúsund rafbílar nota. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessi lúmsku orkuskipti geta því á endanum losað yfir 250 GWst árlega af raforku sem samsvarar notkun um 100 þúsund rafbíla. Það eru víða tækifæri í orkuskiptum og bættri orkunýtni. Á næstu árum þurfum við að grípa öll þessi tækifæri til að skapa skárri veröld. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar