Sitja fyrstu kaupendur í súpunni? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 12. nóvember 2021 08:00 Íbúðaverð hefur hækkað um 15% undanfarið ár. Mikil eftirspurn er á íbúðamarkaði um þessar mundir sem framboðið annar ekki. Ein helsta ástæða fyrir þessari miklu eftirspurn er að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í kjölfar COVID faraldursins sem varð til þess að vextir á húsnæðislánum urðu töluvert hagstæðari en við höfum áður vanist hér á landi og þar af leiðandi jókst greiðslugeta kaupenda. Auk þess virðast ýmsir aðrir þættir tengdir breyttri hegðun í faraldrinum ýta undir eftirspurn á íbúðamarkaði hér eins og víða erlendis. Síðustu ár hafa íbúðir á landsbyggðinni hækkað hraðar í verði en íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Í faraldrinum varð breyting þar á og um þessar mundir hafa verðhækkanir að mestu verið drifnar áfram af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega sérbýli. Á síðastliðnu ári hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 19% að nafnvirði og fjölbýli um 14%. Þegar íbúðaverð hækkar talsvert umfram laun eins og raunin hefur verið uppi á síðkastið getur orðið enn erfiðara fyrir fólk koma sér inn á markaðinn. Það er nefnilega svo að margir eru á leigumarkaði af illri nauðsyn. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vilja 90% leigjenda fremur búa í eigin húsnæði en í leiguhúsnæði. Húseigendur sjá verðmæti eigna sinna hækka en þau sem standa utan markaðarins og hyggja á íbúðakaup sjá drauminn mögulega fjarlægjast. Hlutfall fyrstu kaupenda aldrei hærra Þrátt fyrir þessar miklu hækkanir eru fjölmargir þó að kaupa sína fyrstu íbúð þessa dagana. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er hlutfall fyrstu kaupenda 33% það sem af er ári og hefur aldrei verið hærra. Þetta þýðir að þrátt fyrir íbúðaverðshækkanir að undanförnu eru fyrstu kaupendur að ná að koma sér á markaðinn. En hvernig getur staðið á þessu, samhliða hækkandi verði? Helsta ástæðan er einfaldlega sú að þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi hækkað vexti frá því í vor eru vextir enn mun lægri en á árum áður. Þetta hefur orðið til þess að auka greiðslugetu fyrstu kaupenda eins og annarra og vegið upp á móti íbúðaverðshækkunum og rúmlega það. En mun það alltaf vera staðan? Vextir koma til með að hækka Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði. Bankinn hefur hækkað stýrivexti ásamt því að herða á reglum um hámarks veðsetningarhlutfall og greiðslubyrði. Þessar aðgerðir eiga að róa íbúðamarkaðinn og koma í veg fyrir óhóflega skuldsetningu. Stýrivextir hafa hækkað í þrígang á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir að hækkunarferli vaxta muni halda áfram nú þegar hagkerfið réttir úr kútnum. Þetta mun koma til með að hafa bein áhrif á húsnæðislán almennings. Ljóst er að ef að vextir verða aftur á svipuðum stað og fyrir faraldur og ef íbúðaverð fer að róast gæti orðið mjög erfitt fyrir verðandi fyrstu kaupendur að kaupa sér íbúð. Munu þeir þurfa að stíga inn í jafn dýran eða enn dýrari íbúðamarkað og nú er raunin, en með talsvert hærri vöxtum? Það gæti reynst erfið staða fyrir marga. Meira er um að fólk sé að kaupa sína fyrstu eign þessa dagana en áður og það hlýtur að teljast jákvætt, enda viljum við að fólk hafi raunverulega valkosti varðandi búsetu hér á landi. Stjórnvöld hafa í gegnum tíðina hjálpað fyrstu kaupendum inn á markaðinn með ýmsum aðgerðum. Stóra spurningin er hvort stjórnvöld þurfi jafnvel að hjálpa fyrstu kaupendum enn frekar þegar frá líður. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Húsnæðismál Fjármál heimilisins Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Íbúðaverð hefur hækkað um 15% undanfarið ár. Mikil eftirspurn er á íbúðamarkaði um þessar mundir sem framboðið annar ekki. Ein helsta ástæða fyrir þessari miklu eftirspurn er að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í kjölfar COVID faraldursins sem varð til þess að vextir á húsnæðislánum urðu töluvert hagstæðari en við höfum áður vanist hér á landi og þar af leiðandi jókst greiðslugeta kaupenda. Auk þess virðast ýmsir aðrir þættir tengdir breyttri hegðun í faraldrinum ýta undir eftirspurn á íbúðamarkaði hér eins og víða erlendis. Síðustu ár hafa íbúðir á landsbyggðinni hækkað hraðar í verði en íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Í faraldrinum varð breyting þar á og um þessar mundir hafa verðhækkanir að mestu verið drifnar áfram af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega sérbýli. Á síðastliðnu ári hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 19% að nafnvirði og fjölbýli um 14%. Þegar íbúðaverð hækkar talsvert umfram laun eins og raunin hefur verið uppi á síðkastið getur orðið enn erfiðara fyrir fólk koma sér inn á markaðinn. Það er nefnilega svo að margir eru á leigumarkaði af illri nauðsyn. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vilja 90% leigjenda fremur búa í eigin húsnæði en í leiguhúsnæði. Húseigendur sjá verðmæti eigna sinna hækka en þau sem standa utan markaðarins og hyggja á íbúðakaup sjá drauminn mögulega fjarlægjast. Hlutfall fyrstu kaupenda aldrei hærra Þrátt fyrir þessar miklu hækkanir eru fjölmargir þó að kaupa sína fyrstu íbúð þessa dagana. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er hlutfall fyrstu kaupenda 33% það sem af er ári og hefur aldrei verið hærra. Þetta þýðir að þrátt fyrir íbúðaverðshækkanir að undanförnu eru fyrstu kaupendur að ná að koma sér á markaðinn. En hvernig getur staðið á þessu, samhliða hækkandi verði? Helsta ástæðan er einfaldlega sú að þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi hækkað vexti frá því í vor eru vextir enn mun lægri en á árum áður. Þetta hefur orðið til þess að auka greiðslugetu fyrstu kaupenda eins og annarra og vegið upp á móti íbúðaverðshækkunum og rúmlega það. En mun það alltaf vera staðan? Vextir koma til með að hækka Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði. Bankinn hefur hækkað stýrivexti ásamt því að herða á reglum um hámarks veðsetningarhlutfall og greiðslubyrði. Þessar aðgerðir eiga að róa íbúðamarkaðinn og koma í veg fyrir óhóflega skuldsetningu. Stýrivextir hafa hækkað í þrígang á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir að hækkunarferli vaxta muni halda áfram nú þegar hagkerfið réttir úr kútnum. Þetta mun koma til með að hafa bein áhrif á húsnæðislán almennings. Ljóst er að ef að vextir verða aftur á svipuðum stað og fyrir faraldur og ef íbúðaverð fer að róast gæti orðið mjög erfitt fyrir verðandi fyrstu kaupendur að kaupa sér íbúð. Munu þeir þurfa að stíga inn í jafn dýran eða enn dýrari íbúðamarkað og nú er raunin, en með talsvert hærri vöxtum? Það gæti reynst erfið staða fyrir marga. Meira er um að fólk sé að kaupa sína fyrstu eign þessa dagana en áður og það hlýtur að teljast jákvætt, enda viljum við að fólk hafi raunverulega valkosti varðandi búsetu hér á landi. Stjórnvöld hafa í gegnum tíðina hjálpað fyrstu kaupendum inn á markaðinn með ýmsum aðgerðum. Stóra spurningin er hvort stjórnvöld þurfi jafnvel að hjálpa fyrstu kaupendum enn frekar þegar frá líður. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun