Sitja fyrstu kaupendur í súpunni? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 12. nóvember 2021 08:00 Íbúðaverð hefur hækkað um 15% undanfarið ár. Mikil eftirspurn er á íbúðamarkaði um þessar mundir sem framboðið annar ekki. Ein helsta ástæða fyrir þessari miklu eftirspurn er að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í kjölfar COVID faraldursins sem varð til þess að vextir á húsnæðislánum urðu töluvert hagstæðari en við höfum áður vanist hér á landi og þar af leiðandi jókst greiðslugeta kaupenda. Auk þess virðast ýmsir aðrir þættir tengdir breyttri hegðun í faraldrinum ýta undir eftirspurn á íbúðamarkaði hér eins og víða erlendis. Síðustu ár hafa íbúðir á landsbyggðinni hækkað hraðar í verði en íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Í faraldrinum varð breyting þar á og um þessar mundir hafa verðhækkanir að mestu verið drifnar áfram af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega sérbýli. Á síðastliðnu ári hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 19% að nafnvirði og fjölbýli um 14%. Þegar íbúðaverð hækkar talsvert umfram laun eins og raunin hefur verið uppi á síðkastið getur orðið enn erfiðara fyrir fólk koma sér inn á markaðinn. Það er nefnilega svo að margir eru á leigumarkaði af illri nauðsyn. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vilja 90% leigjenda fremur búa í eigin húsnæði en í leiguhúsnæði. Húseigendur sjá verðmæti eigna sinna hækka en þau sem standa utan markaðarins og hyggja á íbúðakaup sjá drauminn mögulega fjarlægjast. Hlutfall fyrstu kaupenda aldrei hærra Þrátt fyrir þessar miklu hækkanir eru fjölmargir þó að kaupa sína fyrstu íbúð þessa dagana. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er hlutfall fyrstu kaupenda 33% það sem af er ári og hefur aldrei verið hærra. Þetta þýðir að þrátt fyrir íbúðaverðshækkanir að undanförnu eru fyrstu kaupendur að ná að koma sér á markaðinn. En hvernig getur staðið á þessu, samhliða hækkandi verði? Helsta ástæðan er einfaldlega sú að þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi hækkað vexti frá því í vor eru vextir enn mun lægri en á árum áður. Þetta hefur orðið til þess að auka greiðslugetu fyrstu kaupenda eins og annarra og vegið upp á móti íbúðaverðshækkunum og rúmlega það. En mun það alltaf vera staðan? Vextir koma til með að hækka Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði. Bankinn hefur hækkað stýrivexti ásamt því að herða á reglum um hámarks veðsetningarhlutfall og greiðslubyrði. Þessar aðgerðir eiga að róa íbúðamarkaðinn og koma í veg fyrir óhóflega skuldsetningu. Stýrivextir hafa hækkað í þrígang á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir að hækkunarferli vaxta muni halda áfram nú þegar hagkerfið réttir úr kútnum. Þetta mun koma til með að hafa bein áhrif á húsnæðislán almennings. Ljóst er að ef að vextir verða aftur á svipuðum stað og fyrir faraldur og ef íbúðaverð fer að róast gæti orðið mjög erfitt fyrir verðandi fyrstu kaupendur að kaupa sér íbúð. Munu þeir þurfa að stíga inn í jafn dýran eða enn dýrari íbúðamarkað og nú er raunin, en með talsvert hærri vöxtum? Það gæti reynst erfið staða fyrir marga. Meira er um að fólk sé að kaupa sína fyrstu eign þessa dagana en áður og það hlýtur að teljast jákvætt, enda viljum við að fólk hafi raunverulega valkosti varðandi búsetu hér á landi. Stjórnvöld hafa í gegnum tíðina hjálpað fyrstu kaupendum inn á markaðinn með ýmsum aðgerðum. Stóra spurningin er hvort stjórnvöld þurfi jafnvel að hjálpa fyrstu kaupendum enn frekar þegar frá líður. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Húsnæðismál Fjármál heimilisins Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Íbúðaverð hefur hækkað um 15% undanfarið ár. Mikil eftirspurn er á íbúðamarkaði um þessar mundir sem framboðið annar ekki. Ein helsta ástæða fyrir þessari miklu eftirspurn er að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í kjölfar COVID faraldursins sem varð til þess að vextir á húsnæðislánum urðu töluvert hagstæðari en við höfum áður vanist hér á landi og þar af leiðandi jókst greiðslugeta kaupenda. Auk þess virðast ýmsir aðrir þættir tengdir breyttri hegðun í faraldrinum ýta undir eftirspurn á íbúðamarkaði hér eins og víða erlendis. Síðustu ár hafa íbúðir á landsbyggðinni hækkað hraðar í verði en íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Í faraldrinum varð breyting þar á og um þessar mundir hafa verðhækkanir að mestu verið drifnar áfram af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega sérbýli. Á síðastliðnu ári hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 19% að nafnvirði og fjölbýli um 14%. Þegar íbúðaverð hækkar talsvert umfram laun eins og raunin hefur verið uppi á síðkastið getur orðið enn erfiðara fyrir fólk koma sér inn á markaðinn. Það er nefnilega svo að margir eru á leigumarkaði af illri nauðsyn. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vilja 90% leigjenda fremur búa í eigin húsnæði en í leiguhúsnæði. Húseigendur sjá verðmæti eigna sinna hækka en þau sem standa utan markaðarins og hyggja á íbúðakaup sjá drauminn mögulega fjarlægjast. Hlutfall fyrstu kaupenda aldrei hærra Þrátt fyrir þessar miklu hækkanir eru fjölmargir þó að kaupa sína fyrstu íbúð þessa dagana. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er hlutfall fyrstu kaupenda 33% það sem af er ári og hefur aldrei verið hærra. Þetta þýðir að þrátt fyrir íbúðaverðshækkanir að undanförnu eru fyrstu kaupendur að ná að koma sér á markaðinn. En hvernig getur staðið á þessu, samhliða hækkandi verði? Helsta ástæðan er einfaldlega sú að þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi hækkað vexti frá því í vor eru vextir enn mun lægri en á árum áður. Þetta hefur orðið til þess að auka greiðslugetu fyrstu kaupenda eins og annarra og vegið upp á móti íbúðaverðshækkunum og rúmlega það. En mun það alltaf vera staðan? Vextir koma til með að hækka Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði. Bankinn hefur hækkað stýrivexti ásamt því að herða á reglum um hámarks veðsetningarhlutfall og greiðslubyrði. Þessar aðgerðir eiga að róa íbúðamarkaðinn og koma í veg fyrir óhóflega skuldsetningu. Stýrivextir hafa hækkað í þrígang á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir að hækkunarferli vaxta muni halda áfram nú þegar hagkerfið réttir úr kútnum. Þetta mun koma til með að hafa bein áhrif á húsnæðislán almennings. Ljóst er að ef að vextir verða aftur á svipuðum stað og fyrir faraldur og ef íbúðaverð fer að róast gæti orðið mjög erfitt fyrir verðandi fyrstu kaupendur að kaupa sér íbúð. Munu þeir þurfa að stíga inn í jafn dýran eða enn dýrari íbúðamarkað og nú er raunin, en með talsvert hærri vöxtum? Það gæti reynst erfið staða fyrir marga. Meira er um að fólk sé að kaupa sína fyrstu eign þessa dagana en áður og það hlýtur að teljast jákvætt, enda viljum við að fólk hafi raunverulega valkosti varðandi búsetu hér á landi. Stjórnvöld hafa í gegnum tíðina hjálpað fyrstu kaupendum inn á markaðinn með ýmsum aðgerðum. Stóra spurningin er hvort stjórnvöld þurfi jafnvel að hjálpa fyrstu kaupendum enn frekar þegar frá líður. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun