Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifð leigufélag Sigrún Árnadóttir skrifar 11. nóvember 2021 14:44 Í tilefni af aðsendri grein Gunnars Smára Egilssonar sem birtist á visi.is fyrr í vikunni um starfsemi Félagsbústaða sé ég mig knúna til að koma mikilvægum upplýsingum um starfsemina á framfæri og leiðrétta rangfærslur eða misskilning sem fram kemur í skrifum Gunnars Smára. Það er gott og vel að fjalla um félagslegt leiguhúsnæði sem er afar mikilvægt og brýnt til þess að tryggja húsnæðisöryggi. Hins vegar er slæmt þegar haldið er á lofti röngum fullyrðingum og ásökunum um að okrað sé á fólki og markmiðin snúist um að ávaxta fé fyrir borgarsjóð. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið leigufélag í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur þann tilgang einan að eiga, reka og leigja út félagslegar íbúðir. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólks með fötlun. Reykjavíkurborg fer fram með góðu fordæmi og gerir í sinni húsnæðisáætlun ráð fyrir að 5% alls íbúðarhúsnæðis sé félagslegt leiguhúsnæði. Félagsbústöðum hefur gengið nokkuð vel að halda í við þessi markmið og eru nú með um 3000 íbúðir í útleigu. Tekjuafgangur Félagsbústaða fer í greiðslur lána Gunnar Smári telur að Félagsbústaðir hafi svigrúm til þess að lækka leigu að meðaltali um 30 þúsund krónur á mánuði og bendir máli sínu til stuðnings á ársreikning síðasta árs sem sýnir að tekjuafgangur fyrir matsbreytingar og verðbætur langtímalána nemi rúmum einum milljarði króna. Ef þessum milljarði væri ekki til að dreifa gætu Félagsbústaðir ekki staðið í skilum með afborgnir langtímalána sem á þessu sama ári námu rúmlega 950 milljónum króna. Það kynni ekki góðri lukku að stýra ef Félagsbústaðir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar og myndi í raun ógna húsnæðisöryggi leigjendanna. Félagsbústaðir leitast við að halda leiguverði stöðugu og viðráðanlegu á sama tíma og félagið þarf að standa undir kostnaði við rekstur, viðhald og fjölgun íbúða. Leiguverð Félagsbústaða er um 25%-30% lægra en leiguverð þinglýstra leigusamninga nú í haust hér í Reykjavík. Þjónustu- og viðhorfskönnun sem MMR framkvæmdi fyrr á þessu ári meðal leigjenda Félagsbústaða sýnir að 72% aðspurðra telja að leiguverðið hjá Félagsbústöðum sé hagstætt og mikill fjöldi nefnir húsnæðisöryggi sem einn af kostum þess að leigja af Félagsbústöðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af aðsendri grein Gunnars Smára Egilssonar sem birtist á visi.is fyrr í vikunni um starfsemi Félagsbústaða sé ég mig knúna til að koma mikilvægum upplýsingum um starfsemina á framfæri og leiðrétta rangfærslur eða misskilning sem fram kemur í skrifum Gunnars Smára. Það er gott og vel að fjalla um félagslegt leiguhúsnæði sem er afar mikilvægt og brýnt til þess að tryggja húsnæðisöryggi. Hins vegar er slæmt þegar haldið er á lofti röngum fullyrðingum og ásökunum um að okrað sé á fólki og markmiðin snúist um að ávaxta fé fyrir borgarsjóð. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið leigufélag í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur þann tilgang einan að eiga, reka og leigja út félagslegar íbúðir. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólks með fötlun. Reykjavíkurborg fer fram með góðu fordæmi og gerir í sinni húsnæðisáætlun ráð fyrir að 5% alls íbúðarhúsnæðis sé félagslegt leiguhúsnæði. Félagsbústöðum hefur gengið nokkuð vel að halda í við þessi markmið og eru nú með um 3000 íbúðir í útleigu. Tekjuafgangur Félagsbústaða fer í greiðslur lána Gunnar Smári telur að Félagsbústaðir hafi svigrúm til þess að lækka leigu að meðaltali um 30 þúsund krónur á mánuði og bendir máli sínu til stuðnings á ársreikning síðasta árs sem sýnir að tekjuafgangur fyrir matsbreytingar og verðbætur langtímalána nemi rúmum einum milljarði króna. Ef þessum milljarði væri ekki til að dreifa gætu Félagsbústaðir ekki staðið í skilum með afborgnir langtímalána sem á þessu sama ári námu rúmlega 950 milljónum króna. Það kynni ekki góðri lukku að stýra ef Félagsbústaðir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar og myndi í raun ógna húsnæðisöryggi leigjendanna. Félagsbústaðir leitast við að halda leiguverði stöðugu og viðráðanlegu á sama tíma og félagið þarf að standa undir kostnaði við rekstur, viðhald og fjölgun íbúða. Leiguverð Félagsbústaða er um 25%-30% lægra en leiguverð þinglýstra leigusamninga nú í haust hér í Reykjavík. Þjónustu- og viðhorfskönnun sem MMR framkvæmdi fyrr á þessu ári meðal leigjenda Félagsbústaða sýnir að 72% aðspurðra telja að leiguverðið hjá Félagsbústöðum sé hagstætt og mikill fjöldi nefnir húsnæðisöryggi sem einn af kostum þess að leigja af Félagsbústöðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun