Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 0-0 | Stig gegn Rúmenum sem þurfa nú hjálp Íslendinga Sindri Sverrisson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 11. nóvember 2021 21:37 Sveinn Aron Guðjohnsen í baráttunni við Vlad Chiriches í Búkarest í kvöld. EPA-EFE/Robert Ghement Ísland setti stórt strik í reikninginn hjá Rúmenum í undankeppni HM karla í fótbolta þegar liðin gerðu markalaust jafntefli á áhorfendalausum leikvangi í Búkarest í kvöld. Ianis Hagi átti stórhættulegt stangarskot undir lok leiks en annars er ekki hægt að segja annað en að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn niðurstaða og frammistaða íslenska liðsins jákvætt skref fram á við. Von Íslands um að komast á HM var hins vegar endanlega úr sögunni fyrr í kvöld, þegar Norður-Makedónía vann stórsigur á Armeníu, og liðið lýkur keppni á sunnudaginn með leik við Norður-Makedóníu á útivelli. Norður-Makedóníumenn eru með 15 stig í 2. sæti J-riðilsins, sem gefur þátttökurétt í umspili, en Rúmenía er með 14 stig og þarf því að treysta á aðstoð frá Íslendingum á sunnudaginn til að ná 2. sætinu. Armenía er með 12 stig og Ísland í 5. sæti með 9 stig og á því möguleika á að komast upp fyrir Armeníu sem mætir toppliði Þýskalands á sunnudaginn. Ísak Bergmann Jóhannesson og Ianis Hagi í baráttunni.EPA-EFE/Robert Ghement Fengu góð færi eftir fallbyssukúlur Stefáns og horn Ísland átti ágæta kafla í leiknum en skapaði sér fyrst og fremst mjög álitleg færi eftir föst leikatriði. Stefán Teitur Þórðarson hélt sæti sínu á miðjunni og býður upp á flugbeitt vopn með löngum innköstum sínum. Tvö slík innköst sköpuðu mikla hættu undir lok fyrri hálfleiks. Albert Guðmundsson náði skoti sem fór naumlega framhjá markinu og Birkir Bjarnason, sem jafnaði leikjamet Rúnars Kristinssonar með sínum 104. A-landsleik, átti svo skot sem Rúmenum rétt tókst að kasta sér fyrir. Brynjar Ingi Bjarnason fékk hálfgert dauðafæri eftir hornspyrnu snemma leiks og Sveinn Aron Guðjohnsen, sem fékk tækifæri í fremstu víglínu, átti skalla úr frábæru færi eftir hornspyrnu í seinni hálfleik en skallinn var of laus. Í sama mund virtist brotið á Daníel Leó Grétarssyni en engin vítaspyrna var dæmd. Fumlaust hjá þríeykinu gegn mönnum sem börðust fyrir HM-sæti Rúmena virtist alltaf vanta herslumuninn til að komast í góð færi en sóknir þeirra strönduðu oftar en ekki á góðu miðvarðapari Íslands sem þeir Brynjar Ingi og Daníel Leó mynduðu. Ef að boltinn hrökk inn fyrir vörnina var Elías Rafn Ólafsson afar vel með á nótunum og fljótur að ná til hans. Hafa ber í huga að Rúmenar voru með HM-farseðil í huga og lögðu allt í sölurnar í leiknum, svo frammistaða íslenska liðsins og ekki síst þríeykisins aftast á vellinum verður að teljast virkilega góð. Albert Guðmundsson komst nokkrum sinnum í álitlega stöðu en vantaði herslumuninn til að eitthvað kæmi út úr því.EPA-EFE/Robert Ghement Íslandi gekk ekki nógu vel að færa lið sitt fram völlinn en þegar það tókst komu oft spennandi hlutir út úr því, þó að mesta hættan hafi eins og fyrr segist skapast eftir föst leikatriði. Heimamenn áttu sínar bestu mínútur undir lok leiks þegar Hagi náði stangarskotinu og Nicusor Bancu átti skemmtilegt hælskot sem Elías með alla sína sentímetra lenti þó ekki í vandræðum með. Lofar góðu fyrir framhaldið hjá ungu liði Reyndir leikmenn afþökkuðu sæti í landsliðshópnum fyrir þessa síðustu tvo leiki í undankeppninni, ofan á þær miklu breytingar sem orðið hafa á hópnum undanfarna mánuði. Meðalaldur liðsins sem spilaði stærstan hluta leiksins í kvöld var því um 24 ár. Frammistaðan var svo sannarlega eitthvað til að byggja á og ef á eftir fylgir góður leikur í Skopje á sunnudaginn gefur það ákveðin fyrirheit um að þrátt fyrir allt geti Íslendingar gert sér vonir um að komast upp úr öldudal og bítast um sæti á Evrópumótinu 2024. HM 2022 í Katar
Ísland setti stórt strik í reikninginn hjá Rúmenum í undankeppni HM karla í fótbolta þegar liðin gerðu markalaust jafntefli á áhorfendalausum leikvangi í Búkarest í kvöld. Ianis Hagi átti stórhættulegt stangarskot undir lok leiks en annars er ekki hægt að segja annað en að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn niðurstaða og frammistaða íslenska liðsins jákvætt skref fram á við. Von Íslands um að komast á HM var hins vegar endanlega úr sögunni fyrr í kvöld, þegar Norður-Makedónía vann stórsigur á Armeníu, og liðið lýkur keppni á sunnudaginn með leik við Norður-Makedóníu á útivelli. Norður-Makedóníumenn eru með 15 stig í 2. sæti J-riðilsins, sem gefur þátttökurétt í umspili, en Rúmenía er með 14 stig og þarf því að treysta á aðstoð frá Íslendingum á sunnudaginn til að ná 2. sætinu. Armenía er með 12 stig og Ísland í 5. sæti með 9 stig og á því möguleika á að komast upp fyrir Armeníu sem mætir toppliði Þýskalands á sunnudaginn. Ísak Bergmann Jóhannesson og Ianis Hagi í baráttunni.EPA-EFE/Robert Ghement Fengu góð færi eftir fallbyssukúlur Stefáns og horn Ísland átti ágæta kafla í leiknum en skapaði sér fyrst og fremst mjög álitleg færi eftir föst leikatriði. Stefán Teitur Þórðarson hélt sæti sínu á miðjunni og býður upp á flugbeitt vopn með löngum innköstum sínum. Tvö slík innköst sköpuðu mikla hættu undir lok fyrri hálfleiks. Albert Guðmundsson náði skoti sem fór naumlega framhjá markinu og Birkir Bjarnason, sem jafnaði leikjamet Rúnars Kristinssonar með sínum 104. A-landsleik, átti svo skot sem Rúmenum rétt tókst að kasta sér fyrir. Brynjar Ingi Bjarnason fékk hálfgert dauðafæri eftir hornspyrnu snemma leiks og Sveinn Aron Guðjohnsen, sem fékk tækifæri í fremstu víglínu, átti skalla úr frábæru færi eftir hornspyrnu í seinni hálfleik en skallinn var of laus. Í sama mund virtist brotið á Daníel Leó Grétarssyni en engin vítaspyrna var dæmd. Fumlaust hjá þríeykinu gegn mönnum sem börðust fyrir HM-sæti Rúmena virtist alltaf vanta herslumuninn til að komast í góð færi en sóknir þeirra strönduðu oftar en ekki á góðu miðvarðapari Íslands sem þeir Brynjar Ingi og Daníel Leó mynduðu. Ef að boltinn hrökk inn fyrir vörnina var Elías Rafn Ólafsson afar vel með á nótunum og fljótur að ná til hans. Hafa ber í huga að Rúmenar voru með HM-farseðil í huga og lögðu allt í sölurnar í leiknum, svo frammistaða íslenska liðsins og ekki síst þríeykisins aftast á vellinum verður að teljast virkilega góð. Albert Guðmundsson komst nokkrum sinnum í álitlega stöðu en vantaði herslumuninn til að eitthvað kæmi út úr því.EPA-EFE/Robert Ghement Íslandi gekk ekki nógu vel að færa lið sitt fram völlinn en þegar það tókst komu oft spennandi hlutir út úr því, þó að mesta hættan hafi eins og fyrr segist skapast eftir föst leikatriði. Heimamenn áttu sínar bestu mínútur undir lok leiks þegar Hagi náði stangarskotinu og Nicusor Bancu átti skemmtilegt hælskot sem Elías með alla sína sentímetra lenti þó ekki í vandræðum með. Lofar góðu fyrir framhaldið hjá ungu liði Reyndir leikmenn afþökkuðu sæti í landsliðshópnum fyrir þessa síðustu tvo leiki í undankeppninni, ofan á þær miklu breytingar sem orðið hafa á hópnum undanfarna mánuði. Meðalaldur liðsins sem spilaði stærstan hluta leiksins í kvöld var því um 24 ár. Frammistaðan var svo sannarlega eitthvað til að byggja á og ef á eftir fylgir góður leikur í Skopje á sunnudaginn gefur það ákveðin fyrirheit um að þrátt fyrir allt geti Íslendingar gert sér vonir um að komast upp úr öldudal og bítast um sæti á Evrópumótinu 2024.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti