Fótbolti

Byrjunarlið Íslands gegn Rúmenum: Birkir jafnar leikjamet Rúnars

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birkir Bjarnason leikur landsleik númer 104 í kvöld.
Birkir Bjarnason leikur landsleik númer 104 í kvöld. Vísir/Jónína Guðbjörg

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið þá ellefu leikmenn sem byrja leik liðsins gegn Rúmenum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 

Elías Rafn Ólafsson stendur vaktina í marki íslenska liðsins og fyrir framan hann eru Daníel Leó Grétarsson og Brynjar Ingi Bjarnason saman í miðvörðunum.

Ari Freyr Skúlason er í vinstri bakverði og hægra meginn er Alfons Sampsted sem hefur verið að gera góða hluti með norska liðinu Bodø/Glimt.

Birkir Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson mynda saman þriggja manna miðju og úti á köntunum eru þeir Albert Guðmundsson og Jón Dagur Þorsteinsson. Sveinn Aron Guðjohnsen er svo einn uppi á topp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×