Birkir Bjarnason: Mjög stórt bæði fyrir mig og mína fjölskyldu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. nóvember 2021 22:12 Birkir Bjarnason jafnaði leikjamet Rúnars Kristinssonar í kvöld. Matthew Pearce/Icon Sportswire via Getty Images Birkir Bjarnason jafnaði í kvöld leikjamet Rúnars Kristinssonar er hann lék landsleik númer 104 í markalausu jafntefli gegn Rúmenum. Hann segir þetta stóra stund fyrir sig og sína fjölskyldu, en bendir þó á að hann sé ekki nógu sáttur með úrslit kvöldsins. „Þetta er mjög stórt fyrir bæði mig og mín fjölskyldu, “ sagði Birkir Bjarnason í leikslok. „Vonandi get ég bara haldið áfram og fengið enn þá fleiri leiki.“ Hann segist ekki hafa búist við þessum áfanga þegar hann var að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu, og enn fremur að hann hafi lítið pælt í þessu meti fyrr en hann var farinn að nálgast hundrað leiki. „Ég get nú ekki sagt það. Ég hef nú bara aldrei pælt mikið í þessu fyrr en maður var rétt að skríða yfir hundrað leiki.“ „Þannig að þetta hefur aldrei verið neitt markmið eða eitthvað svoleiðis. Það er bara ótrúlegur plús að hafa komist hingað.“ Margir nýjir leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu, en þrátt fyrir það segist Birkir ekki ganga sáttur frá borði með úrslit kvöldsins. „Nei, ég get nú ekki sagt það. Við sköpum okkur mikið af góðum færum og erum oft mjög nálægt því að skapa færi. En svona allt í allt þá var þetta erfiður leikur og erfiður völlur. Jafntefli er fínt en ég held að við séum allir svekktir með að ná ekki í þessi þrjú stig.“ „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og reyna að bæta okkar leik. Mér finnst við hafa spilað ágætis leik og við höldum bara áfram að byggja ofan á það sem við erum búnir að vera að byggja upp í þónokkurn tíma. Ég held að þetta líti bara vel út upp á framhaldið.“ Birkir er eins og gefur að skilja einn af reynsluboltum liðsins. Hann er orðinn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi og bar fyrirliðabandið í kvöld. En finnur hann fyrir aukinni ábyrgð þegar kemur að því að leiða íslenska liðið inn í nýja tíma? „Já, augljóslega geri ég það. En það eru margir ótrúlega ungir og efnilegir strákar og þetta eru fullt af strákum sem vilja læra. Þeir eru ótrúlega viljugir til að halda áfram og vilja virkilega ná árangri fyrir landsliðið. Þetta er bara gaman að vera í þessu og að reyna að hjálpa þessum yngri.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
„Þetta er mjög stórt fyrir bæði mig og mín fjölskyldu, “ sagði Birkir Bjarnason í leikslok. „Vonandi get ég bara haldið áfram og fengið enn þá fleiri leiki.“ Hann segist ekki hafa búist við þessum áfanga þegar hann var að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu, og enn fremur að hann hafi lítið pælt í þessu meti fyrr en hann var farinn að nálgast hundrað leiki. „Ég get nú ekki sagt það. Ég hef nú bara aldrei pælt mikið í þessu fyrr en maður var rétt að skríða yfir hundrað leiki.“ „Þannig að þetta hefur aldrei verið neitt markmið eða eitthvað svoleiðis. Það er bara ótrúlegur plús að hafa komist hingað.“ Margir nýjir leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu, en þrátt fyrir það segist Birkir ekki ganga sáttur frá borði með úrslit kvöldsins. „Nei, ég get nú ekki sagt það. Við sköpum okkur mikið af góðum færum og erum oft mjög nálægt því að skapa færi. En svona allt í allt þá var þetta erfiður leikur og erfiður völlur. Jafntefli er fínt en ég held að við séum allir svekktir með að ná ekki í þessi þrjú stig.“ „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og reyna að bæta okkar leik. Mér finnst við hafa spilað ágætis leik og við höldum bara áfram að byggja ofan á það sem við erum búnir að vera að byggja upp í þónokkurn tíma. Ég held að þetta líti bara vel út upp á framhaldið.“ Birkir er eins og gefur að skilja einn af reynsluboltum liðsins. Hann er orðinn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi og bar fyrirliðabandið í kvöld. En finnur hann fyrir aukinni ábyrgð þegar kemur að því að leiða íslenska liðið inn í nýja tíma? „Já, augljóslega geri ég það. En það eru margir ótrúlega ungir og efnilegir strákar og þetta eru fullt af strákum sem vilja læra. Þeir eru ótrúlega viljugir til að halda áfram og vilja virkilega ná árangri fyrir landsliðið. Þetta er bara gaman að vera í þessu og að reyna að hjálpa þessum yngri.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira