Hertar aðgerðir kynntar í dag Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. nóvember 2021 07:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun væntanlega tilkynna um hertar aðgerðir innanlands í dag til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga. Ráðherranefnd um sóttvarnamál sem í sitja formenn stjórnarflokkanna, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra kemur saman á fjarfundi með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fleiri embættismönnum fyrir ríkisstjórnarfundinn. Þar fer Þórólfur yfir tillögur og rökstuðning í minnisblaði um hertar aðgerðir sem hann sendi heilbrigðisráðherra seinni partinn í gær. Búast má við að í væntanlegum aðgerðum felist enn meiri samkomutakmarkanir en tóku gildi á miðvikudag. Horfa má á Svandísi kynna nýju aðgerðirnar í spilaranum hér fyrir neðan og lesa um þær hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ráðherranefnd um sóttvarnamál sem í sitja formenn stjórnarflokkanna, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra kemur saman á fjarfundi með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fleiri embættismönnum fyrir ríkisstjórnarfundinn. Þar fer Þórólfur yfir tillögur og rökstuðning í minnisblaði um hertar aðgerðir sem hann sendi heilbrigðisráðherra seinni partinn í gær. Búast má við að í væntanlegum aðgerðum felist enn meiri samkomutakmarkanir en tóku gildi á miðvikudag. Horfa má á Svandísi kynna nýju aðgerðirnar í spilaranum hér fyrir neðan og lesa um þær hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. 10. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. 10. nóvember 2021 09:46