Danir einum leik frá því að fara með fullt hús stiga í gegnum riðilinn 12. nóvember 2021 21:39 Danir eru í ansi góðum málum í F-riðli. Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images Danmörk vann í kvöld öruggan 3-1 sigur gegn Færeyjum í níundu og næst seinustu umferð F-riðils í undankeppni HM 2022. Danir hafa unnið alla leiki sína í riðlinum, en fengu á sig sitt fyrsta mark í kvöld. Danir byrjuðu leikinn betur og Andreas Skov Olsen braut ísinn fyrir heimamenn á 18. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við öðru marki í fyrri hálfleik og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Jacob Bruun Larsen kom inn á sem varamaður á 57. mínútu fyrir Dani og hann bætti öðru marki liðsins við sex mínútum síðar. Klaemint Olsen minnkaði muninn fyrir Færeyjinga á 89. mínútu, og varð þar með sá fyrsti til að skora gegn Dönum í þessari undankeppni. Joakim Maehle tryggði svo 3-1 sigur Danmerkur í uppnótartíma, og liðið er nú með markatöluna 30-1 eftir níu leiki, og 27 stig á toppi riðilsins. Færeyjingar eru hins vegar í neðsta sæti riðilsins með fjögur stig. HM 2022 í Katar
Danmörk vann í kvöld öruggan 3-1 sigur gegn Færeyjum í níundu og næst seinustu umferð F-riðils í undankeppni HM 2022. Danir hafa unnið alla leiki sína í riðlinum, en fengu á sig sitt fyrsta mark í kvöld. Danir byrjuðu leikinn betur og Andreas Skov Olsen braut ísinn fyrir heimamenn á 18. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við öðru marki í fyrri hálfleik og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Jacob Bruun Larsen kom inn á sem varamaður á 57. mínútu fyrir Dani og hann bætti öðru marki liðsins við sex mínútum síðar. Klaemint Olsen minnkaði muninn fyrir Færeyjinga á 89. mínútu, og varð þar með sá fyrsti til að skora gegn Dönum í þessari undankeppni. Joakim Maehle tryggði svo 3-1 sigur Danmerkur í uppnótartíma, og liðið er nú með markatöluna 30-1 eftir níu leiki, og 27 stig á toppi riðilsins. Færeyjingar eru hins vegar í neðsta sæti riðilsins með fjögur stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti