Óskar Örn: „KR á stóran sess í mínu hjarta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 19:31 Óskar Örn Hauksson segir það hafa verið eitt af því erfiðasta sem hann hefur gert að yfirgefa KR. Mynd/Skjáskot Óskar Örn Hauksson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Stjörnuna og mun því leika með Garðarbæjarliðinu á komandi leiktíð í Pepsi Max deild karla eftir 15 ára veru hjá KR. Óskar segir að þetta hafi verið ein erfiðasta ákvörðun sem hann hefur tekið. „Ég held að þetta hafi bara tekið eðlilegan tíma. Það var að mörgu að hyggja og þetta varð bara niðurstaðan eftir mikla umhugsun,“ sagði Óskar Örn í samtali við Stöð 2, aðspurður að því hvort að samningaferlið við Stjörnuna hafi tekið langan tíma. Hann segir það hafa verið erfitt að kveðja KR eftir öll þessi ár hjá félaginu. „Já, það er bara með því erfiðara sem ég hef gert.“ „Ég er bara stoltur af því að geta valið á milli tveggja góðra liða. Valið var mitt og ég bara stend og fell með því.“ En hvað var það sem heillaði Óskar við Stjörnuna? „Í fyrsta lagi vildu þeir bara mikið fá mig. Ég þekki Gústa og spilaði með honum fyrsta tímabilið mitt með KR þannig að við förum langt aftur. Ég þekki Jökul sem er með honum og svo er bara kraftur í mönnum þarna í kring og aðstaðan tip-top.“ „Þeir eru að fara í flottustu höll á landinu og það er allt til alls og góður grunnur þarna fyrir. Þannig að ég held að það sé góður grunnur fyrir því að gera gott mót.“ Eins og áður segir skrifaði Óskar undir tveggja ára samning við Garðarbæjarliðið, en það þýðir að hann verður orðinn 39 ára þegar samningur hans rennur út. Hann segist þó vera í góðu standi og að aldur sé í raun bara tala. „Jú, það er bara mjög gott. Ég held að bara til vitnis um það þá gat ég valið á milli þessara tveggja öflugu liða. Ég er bara í toppstandi og ætla bara að sýna það næsta sumar.“ „Ég var nú bara að lesa frétt um að Dani Alves sé á leið aftur í Barcelona, hann er að verða fertugur eða eitthvað,“ sagði Óskar léttur. „Þannig að þetta er bara orðið breytt. Í fyrsta lagi finnst mér bara gaman í fótbolta og ég held að maður fari bara langt á því. Svo þarf maður bara að hugsa um sig og nenna því. Þá getur maður held ég spilað helvíti lengi.“ Að lokum ítrekaði Óskar það að hann skilur við sitt gamla félag með söknuð í hjarta, og enn fremur að engin leiðindi hafi orðið þegar hann tók þessa ákvörðun. „Já það er klárt. KR á bara stóran sess í mínu hjarta og þetta er bara búið að vera erfitt.“ „Ég fer bara í góðu og allir sáttir og góðir vinir.“ Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Óskar Örn Hauksson Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
„Ég held að þetta hafi bara tekið eðlilegan tíma. Það var að mörgu að hyggja og þetta varð bara niðurstaðan eftir mikla umhugsun,“ sagði Óskar Örn í samtali við Stöð 2, aðspurður að því hvort að samningaferlið við Stjörnuna hafi tekið langan tíma. Hann segir það hafa verið erfitt að kveðja KR eftir öll þessi ár hjá félaginu. „Já, það er bara með því erfiðara sem ég hef gert.“ „Ég er bara stoltur af því að geta valið á milli tveggja góðra liða. Valið var mitt og ég bara stend og fell með því.“ En hvað var það sem heillaði Óskar við Stjörnuna? „Í fyrsta lagi vildu þeir bara mikið fá mig. Ég þekki Gústa og spilaði með honum fyrsta tímabilið mitt með KR þannig að við förum langt aftur. Ég þekki Jökul sem er með honum og svo er bara kraftur í mönnum þarna í kring og aðstaðan tip-top.“ „Þeir eru að fara í flottustu höll á landinu og það er allt til alls og góður grunnur þarna fyrir. Þannig að ég held að það sé góður grunnur fyrir því að gera gott mót.“ Eins og áður segir skrifaði Óskar undir tveggja ára samning við Garðarbæjarliðið, en það þýðir að hann verður orðinn 39 ára þegar samningur hans rennur út. Hann segist þó vera í góðu standi og að aldur sé í raun bara tala. „Jú, það er bara mjög gott. Ég held að bara til vitnis um það þá gat ég valið á milli þessara tveggja öflugu liða. Ég er bara í toppstandi og ætla bara að sýna það næsta sumar.“ „Ég var nú bara að lesa frétt um að Dani Alves sé á leið aftur í Barcelona, hann er að verða fertugur eða eitthvað,“ sagði Óskar léttur. „Þannig að þetta er bara orðið breytt. Í fyrsta lagi finnst mér bara gaman í fótbolta og ég held að maður fari bara langt á því. Svo þarf maður bara að hugsa um sig og nenna því. Þá getur maður held ég spilað helvíti lengi.“ Að lokum ítrekaði Óskar það að hann skilur við sitt gamla félag með söknuð í hjarta, og enn fremur að engin leiðindi hafi orðið þegar hann tók þessa ákvörðun. „Já það er klárt. KR á bara stóran sess í mínu hjarta og þetta er bara búið að vera erfitt.“ „Ég fer bara í góðu og allir sáttir og góðir vinir.“ Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Óskar Örn Hauksson
Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira