Fótbolti

Hákon Rafn kallaður inn í hópinn í staðin fyrir Patrik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið kallaður inn í A-landsliðshópinn í staðin fyrir Patrik Sigurð Gunnarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið kallaður inn í A-landsliðshópinn í staðin fyrir Patrik Sigurð Gunnarsson. Vísir/HAG

Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn eftir að Patrik Sigurðuru Gunnarsson, markvörður Viking, þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Frá þessu er greint á Twitter-síðu KSÍ, en Hákon stóð vaktina í marki U21-árs landsliðs Íslands í öruggum 3-0 sigri liðsins gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2023 fyrr í dag.

Í stað Hákons hefur Brynjar Atli Bragason, markvörður úr Breiðablik, verið kallaður inn í hóp U21-árs liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×