Samkvæmt heimildum mbl.is er smitið í herbúðum Valsmanna. Ef marka má þær upplýsingar er einn leikmaður Vals smitaður og er sá leikmaður kominn í einangrun og allir aðrir leikmenn liðsins komnir í sóttkví.
Þá hefur leik Vals U og Kórdrengja sem átti að fara fram í næst efstu deild í dag einnig verið frestað, en fjöldi leikmanna Vals U voru á skýrslu hjá aðalliðinu í síðasta leik, og samgangur á milli liðanna mikill.