Innlent

Um­fangs­mikil lög­reglu­að­gerð í Hag­kaupum í Garða­bæ

Kolbeinn Tumi Daðason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa
Frá vettvangi við Hagkaup í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt.
Frá vettvangi við Hagkaup í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. A&Á

Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum.

Ákveðið var að loka versluninni á meðan lögregluaðgerðir stóðu yfir. Tveir voru handteknir vegna málsins og vistaðir í fangaklefa.

Þolendur voru fluttir á bráðamóttöku með sjúkrabíl en eru ekki lífshættulega slasaðir. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×