Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Birkir slær leikjamet Rúnars

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birkir Bjarnason leikur landsleik númer 105 í dag og verður þar með einn á toppnum yfir flesta landsleiki fyrir Íslands hönd.
Birkir Bjarnason leikur landsleik númer 105 í dag og verður þar með einn á toppnum yfir flesta landsleiki fyrir Íslands hönd. Vísir/Vilhelm

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið út hvaða ellefu leikmenn byrja gegn Norður-Makedóníu í lokaleik liðsins í undankeppni HM 2022.

Eins og gegn Rúmenum á fimmtudaginn er það Elías Rafn Ólafsson sem stendur vaktina í íslenska markinu fyrir aftan þá Brynjar Inga Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson.

Guðmundur Þórarinsson og Birkir Már Sævarsson koma inn í bakverðina fyrir þá Alfons Sampsted og Ara Frey Skúlason.

Stefán Teitur Þórðarson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Birkir Bjarnason mynda saman þriggja manna miðju, en Birkir er að spila landsleik númer 105 og verður þar með leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi.

Albert Guðmundsson og Jón Dagur Þorsteinsson eru á köntunum og Sveinn Aron Guðjohnsen er einn í fremstu víglínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×