Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íþróttadeild Vísis skrifar 14. nóvember 2021 19:30 Brynjar Ingi Bjarnason í baráttunni í leiknum á móti Norður-Makedóníu í kvöld. EPA-EFE/NAKE BATEV Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu endaði undankeppni HM 2022 á 3-1 tapi í Norður-Makedóníu í kvöld. Íslensku strákarnir gerðu vel í að jafna metin en misstu frá sér leikinn í seinni hálfleiknum. Möguleikarnir um aðra endurkomu runnu út í sandinn eftir að Ísak Bergmann Jóhannesson fékk rauða spjaldið. Leikurinn var stórt próf fyrir íslenska liðið sem þurfti ekki að hafa áhyggjur af áhorfendum í Rúmeníu en léku nú fyrir framan blóðheita og æsta stuðningsmenn heimaliðsins sem gáfu tóninn fyrir leik með því að blása og flauta á íslenska þjóðsönginn. Já þetta var vissulega ekki sama „verndaða umhverfið“ og á leikvanginum í Búkarest og það voru erfiðir kaflar í leiknum þar sem ákefð heimamanna kom íslenska liðinu í vandræði. Íslenska liðið var alltof varkárt í fyrri hálfleiknum en gerði vel í byrjun seinni hálfleiks. Liðið tók meiri áhættu í seinni hálfleiknum sem því miður gekk ekki upp og heimamenn náðu sigrinum sem þeir þurftu til að komast í umspilið. Kappsemi og klaufagangur Ísaks Bergmann Jóhannessonar kom íslenska liðinu illa því leikurinn fór endanlega þegar hann fékk rauða spjaldið og heimamenn skoruðu síðan þriðja markið ekki svo löngu síðar. Elías Rafn Ólafsson hefur ekki gert mörg mistök í fyrstu landsleikjum sínum en hefði aldrei átt að fá á sig markið í upphafi leiks sem breyttu svo miklu um hvernig þessi leikur þróaðist. Einkunnagjöf Íslands fyrir leik Norður Makedóníu og Íslands: Byrjunarlið: Elías Rafn Ólafsson, markvörður 5 Átti án efa að gera betur í fyrsta markinu þar sem skotið kom úr þröngu færi þótt að það hafi verið fast. Slapp líka með skrekkinn í marki sem var dæmt af heimamönnum í fyrri hálfleiknum vegna rangstöðu. Varði nokkrum sinnum vel og greip vel inn í. Gat lítið gert í þriðja markinu. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Fékk að koma inn í byrjunarliðið í kveðjuleik sínum fyrir landsliðið. Leit út eins og maður sem hafði ekki spilað í mánuð og fyrstu tuttugu mínútur voru honum sérstaklega erfiðar. Varð heilt yfir ekki í takti í þessum leik og oftar en ekki nokkrum skrefum á eftir. Leiðinlegur endir á frábærum landsliðsferli. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 7 Enn á ný besti leikmaður Íslands. Var rétt staðsettur sem fyrr í miðri vörninni og mjög skynsamur í sínu uppspili. Mjög öflugur í loftinu eins og áður og lagði upp jöfnunarmarkið eftir að hafa unnið skallabolta í teignum. Hefur stimplað sig inn og er orðinn leiðtogi íslensku varnarinnar. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6 Fylgdi eftir góðri frammistöðu á móti Rúmeníu með ágætum leik í kvöld. Baráttuglaður og gaf lítið eftir í sínum einvígum. Fórnaði sér sem fyrr fyrir málstaðinn og komst fyrir nokkur skot Makedóníumanna. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 5 Grimmur í návígi og ágætur á boltanum. Stóð sig sæmilega og byggði ofan á fína frammistöðu sína á móti Rúmeníu. Fékk ekki sömu pressu og bakvörðurinn hinum megin og lenti því ekki oft í miklum vandræðum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 5 Bætti leikjametið en hefur oftast spilað betur í hinum 104 landsleikjunum. Fyrri hálfleikurinn var slakur hjá honum en sá seinni mun betri. Sýndi það er skap í honum þegar hann fékk gula spjaldið fyrir litlar sakir. Kom mjög aftarlega til að fá boltann í byrjun sem var furðulegt því boltinn gekk of hægt í gegnum hann. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 5 Tók til sín í leiknum og var að reyna bæði að pressa boltann og bjóða sig. Átti frábæra fyrirgjöf í jöfnunarmarkinu. Varð hins vegar sekur um klaufaleg brot aftur og aftur og það er eitthvað sem hann verður að fara að laga. Kostaði hann tvö gul spjöld og þar með rautt spjald. Eftir það fór hann með leikinn fyrir íslenska liðið. Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður 5 Gerði engin stór mistök en komst jafnframt lítið í boltann. Sofnaði á verðinum í fyrsta markinu. Hefur verið fastamaður í liðinu að undanförnu en þarf að gera mun meira til að halda því hlutverki áfram. Albert Guðmundsson, hægri kantmaður 5 Fékk ekki ákjósanlegar stöður til að búa eitthvað til. Oftast langt frá markinu og umkringdum Makedóníumönnum. Hélt boltanum ágætlega en var ekki á þeim stöðum sem við viljum sjá hann. Þarf svo mikið að komast meira í boltann inn á miðjunni til að nýta betur hæfileika sína. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður 6 Var ekki alveg eins mikið í boltanum og á móti Rúmeníu og það kom ekki nógu mikið út úr honum í fyrri hálfleiknum. Hann var fljótur að breyta því með því að jafna metin í upphafi seinni hálfleiks þegar hann var mun grimmari. Stal markinu kannski af fyrirliðanum en markið var mikilvægt fyrir hann upp á framhaldið. Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji 4 Alltof einangraður frammi eins og í síðasta leik. Gekk misvel að halda boltanum og er ekki að valda þessari stöðu einn upp á topp. Þarf annað hvort að fá mann með sér upp á topp eða við þurfum annan leikmann í þessa stöðu. Gerir ekki nógu vel í þau örfáu skipti sem hann fær boltann á síðasta þriðjungnum. Varamenn: Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Svein Aron á 72. mínútu 5 Fékk meiri tíma en í síðustu landsleikjum og því miður var alltof langur tími af því manni færri. Sýndi nokkra ágæta spretti en náði aldrei að koma sér í þá stöðu sem hann er bestur í.Þórir Jóhann Helgason kom inn á fyrir Stefán Teit á 72. mínútu 5 Líkt og með Andra Lucas þá náði hann ekki að koma sér almennilega inn í leikinn á meðan liðin voru með jafnmarga menn. Arnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Jón Dag á 77. mínútu Spilaði of lítið Var varla kominn inn á völlinn þegar við misstum Ísak af velli með rautt spjald Aron Elís Þrándarson kom inn á fyrir Guðmund á 86. mínútu Spilaði of lítið Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Albert á 86. mínútu Spilaði of lítið HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu endaði undankeppni HM 2022 á 3-1 tapi í Norður-Makedóníu í kvöld. Íslensku strákarnir gerðu vel í að jafna metin en misstu frá sér leikinn í seinni hálfleiknum. Möguleikarnir um aðra endurkomu runnu út í sandinn eftir að Ísak Bergmann Jóhannesson fékk rauða spjaldið. Leikurinn var stórt próf fyrir íslenska liðið sem þurfti ekki að hafa áhyggjur af áhorfendum í Rúmeníu en léku nú fyrir framan blóðheita og æsta stuðningsmenn heimaliðsins sem gáfu tóninn fyrir leik með því að blása og flauta á íslenska þjóðsönginn. Já þetta var vissulega ekki sama „verndaða umhverfið“ og á leikvanginum í Búkarest og það voru erfiðir kaflar í leiknum þar sem ákefð heimamanna kom íslenska liðinu í vandræði. Íslenska liðið var alltof varkárt í fyrri hálfleiknum en gerði vel í byrjun seinni hálfleiks. Liðið tók meiri áhættu í seinni hálfleiknum sem því miður gekk ekki upp og heimamenn náðu sigrinum sem þeir þurftu til að komast í umspilið. Kappsemi og klaufagangur Ísaks Bergmann Jóhannessonar kom íslenska liðinu illa því leikurinn fór endanlega þegar hann fékk rauða spjaldið og heimamenn skoruðu síðan þriðja markið ekki svo löngu síðar. Elías Rafn Ólafsson hefur ekki gert mörg mistök í fyrstu landsleikjum sínum en hefði aldrei átt að fá á sig markið í upphafi leiks sem breyttu svo miklu um hvernig þessi leikur þróaðist. Einkunnagjöf Íslands fyrir leik Norður Makedóníu og Íslands: Byrjunarlið: Elías Rafn Ólafsson, markvörður 5 Átti án efa að gera betur í fyrsta markinu þar sem skotið kom úr þröngu færi þótt að það hafi verið fast. Slapp líka með skrekkinn í marki sem var dæmt af heimamönnum í fyrri hálfleiknum vegna rangstöðu. Varði nokkrum sinnum vel og greip vel inn í. Gat lítið gert í þriðja markinu. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Fékk að koma inn í byrjunarliðið í kveðjuleik sínum fyrir landsliðið. Leit út eins og maður sem hafði ekki spilað í mánuð og fyrstu tuttugu mínútur voru honum sérstaklega erfiðar. Varð heilt yfir ekki í takti í þessum leik og oftar en ekki nokkrum skrefum á eftir. Leiðinlegur endir á frábærum landsliðsferli. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 7 Enn á ný besti leikmaður Íslands. Var rétt staðsettur sem fyrr í miðri vörninni og mjög skynsamur í sínu uppspili. Mjög öflugur í loftinu eins og áður og lagði upp jöfnunarmarkið eftir að hafa unnið skallabolta í teignum. Hefur stimplað sig inn og er orðinn leiðtogi íslensku varnarinnar. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6 Fylgdi eftir góðri frammistöðu á móti Rúmeníu með ágætum leik í kvöld. Baráttuglaður og gaf lítið eftir í sínum einvígum. Fórnaði sér sem fyrr fyrir málstaðinn og komst fyrir nokkur skot Makedóníumanna. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 5 Grimmur í návígi og ágætur á boltanum. Stóð sig sæmilega og byggði ofan á fína frammistöðu sína á móti Rúmeníu. Fékk ekki sömu pressu og bakvörðurinn hinum megin og lenti því ekki oft í miklum vandræðum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 5 Bætti leikjametið en hefur oftast spilað betur í hinum 104 landsleikjunum. Fyrri hálfleikurinn var slakur hjá honum en sá seinni mun betri. Sýndi það er skap í honum þegar hann fékk gula spjaldið fyrir litlar sakir. Kom mjög aftarlega til að fá boltann í byrjun sem var furðulegt því boltinn gekk of hægt í gegnum hann. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 5 Tók til sín í leiknum og var að reyna bæði að pressa boltann og bjóða sig. Átti frábæra fyrirgjöf í jöfnunarmarkinu. Varð hins vegar sekur um klaufaleg brot aftur og aftur og það er eitthvað sem hann verður að fara að laga. Kostaði hann tvö gul spjöld og þar með rautt spjald. Eftir það fór hann með leikinn fyrir íslenska liðið. Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður 5 Gerði engin stór mistök en komst jafnframt lítið í boltann. Sofnaði á verðinum í fyrsta markinu. Hefur verið fastamaður í liðinu að undanförnu en þarf að gera mun meira til að halda því hlutverki áfram. Albert Guðmundsson, hægri kantmaður 5 Fékk ekki ákjósanlegar stöður til að búa eitthvað til. Oftast langt frá markinu og umkringdum Makedóníumönnum. Hélt boltanum ágætlega en var ekki á þeim stöðum sem við viljum sjá hann. Þarf svo mikið að komast meira í boltann inn á miðjunni til að nýta betur hæfileika sína. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður 6 Var ekki alveg eins mikið í boltanum og á móti Rúmeníu og það kom ekki nógu mikið út úr honum í fyrri hálfleiknum. Hann var fljótur að breyta því með því að jafna metin í upphafi seinni hálfleiks þegar hann var mun grimmari. Stal markinu kannski af fyrirliðanum en markið var mikilvægt fyrir hann upp á framhaldið. Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji 4 Alltof einangraður frammi eins og í síðasta leik. Gekk misvel að halda boltanum og er ekki að valda þessari stöðu einn upp á topp. Þarf annað hvort að fá mann með sér upp á topp eða við þurfum annan leikmann í þessa stöðu. Gerir ekki nógu vel í þau örfáu skipti sem hann fær boltann á síðasta þriðjungnum. Varamenn: Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Svein Aron á 72. mínútu 5 Fékk meiri tíma en í síðustu landsleikjum og því miður var alltof langur tími af því manni færri. Sýndi nokkra ágæta spretti en náði aldrei að koma sér í þá stöðu sem hann er bestur í.Þórir Jóhann Helgason kom inn á fyrir Stefán Teit á 72. mínútu 5 Líkt og með Andra Lucas þá náði hann ekki að koma sér almennilega inn í leikinn á meðan liðin voru með jafnmarga menn. Arnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Jón Dag á 77. mínútu Spilaði of lítið Var varla kominn inn á völlinn þegar við misstum Ísak af velli með rautt spjald Aron Elís Þrándarson kom inn á fyrir Guðmund á 86. mínútu Spilaði of lítið Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Albert á 86. mínútu Spilaði of lítið
HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira