Ég er fullviss um að íslenska landsliðið verður mjög gott aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2021 07:01 Arnar Þór Viðarsson er spenntur fyrir komandi tímum hjá íslenska landsliðinu. EPA-EFE/Friedemann Vogel Arnar Þór Viðarsson ræddi við blaðamenn eftir leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Þó Ísland hafi tapað 3-1 þá er Arnar Þór bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsins. „Það sem tekur nú við er einfaldlega að halda áfram að greina árið. Við erum búnir að vera að því undanfarnar vikur. Eftir október gluggann fórum við í ítarlega greiningarvinnu, með gögn, tölfræði, hlaupatölur og myndbönd af leikjunum sem við höfum spilað.“ „Munum taka þessa tvo leiki inn í þá greiningu núna og gera upp árið alveg eins og ég hef alltaf gert sem þjálfari. Hvort sem það er eftir tímabil eða ár þá greini ég okkar og mína vinnu.“ „Það sem situr eftir er að allir eru svekktir að hafa ekki ráðist á annað sætið í þessum riðli en ég geri mér fulla grein fyrir af hverju það er og ég held að fólk viti það alveg heima. Það sem situr eftir hjá mér er sá staður sem við erum á, ég veit hvaða stað við erum á akkúrat núna. Ég er stoltur af þeim skrefum sem þetta lið hefur tekið síðan í lok ágúst.“ „Leikirnir í Rúmeníu og Norður-Makedóníu voru erfiðir sem munu gera okkur mikið betur búna til að sækja úrslit í svona leikjum innan skamms. Það er jákvætt að leikmenn eru að fá heila leiki í svona aðstæðum sem eru mikilvægt veganesti í reynslubankann. Það situr eftir hjá mér og það er mjög jákvætt.“ „Svo held ég bara ótrauður áfram ég veit alveg hvar þetta endar. Ég hef sagt það áður, ég er fullviss um að íslenska landsliðið verður mjög gott aftur. Hvort sem það sé eftir eitt, tvö eða fimm ár.“ „Við eigum marga leikmenn inni fyrir næsta ár. Það eru margir reyndir og frábærir leikmenn sem eru búnir að vera meiddir allt árið sem við eigum inni. Við munum verða mjög gott landslið aftur, það þarf bara að vinna þá vinnu og koma sér þangað. Það er langtíma verkefni, það gerist ekki á einni nóttu,“ sagði Arnar Þór Viðarsson um framtíð íslenska landsliðsins. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. 14. nóvember 2021 19:00 Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. 14. nóvember 2021 19:30 Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 14. nóvember 2021 20:30 Var ekki glaður að leik loknum og segir að Ísland stefni á að gera betur í næstu undankeppni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ræddi við blaðamenn að loknu 3-1 tapi Íslands í Skopje í Norður-Makedóníu. Hann var ósáttur með tapið og sagði Ísland hafa ætlað sér að berjast um annað sætið. 14. nóvember 2021 20:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
„Það sem tekur nú við er einfaldlega að halda áfram að greina árið. Við erum búnir að vera að því undanfarnar vikur. Eftir október gluggann fórum við í ítarlega greiningarvinnu, með gögn, tölfræði, hlaupatölur og myndbönd af leikjunum sem við höfum spilað.“ „Munum taka þessa tvo leiki inn í þá greiningu núna og gera upp árið alveg eins og ég hef alltaf gert sem þjálfari. Hvort sem það er eftir tímabil eða ár þá greini ég okkar og mína vinnu.“ „Það sem situr eftir er að allir eru svekktir að hafa ekki ráðist á annað sætið í þessum riðli en ég geri mér fulla grein fyrir af hverju það er og ég held að fólk viti það alveg heima. Það sem situr eftir hjá mér er sá staður sem við erum á, ég veit hvaða stað við erum á akkúrat núna. Ég er stoltur af þeim skrefum sem þetta lið hefur tekið síðan í lok ágúst.“ „Leikirnir í Rúmeníu og Norður-Makedóníu voru erfiðir sem munu gera okkur mikið betur búna til að sækja úrslit í svona leikjum innan skamms. Það er jákvætt að leikmenn eru að fá heila leiki í svona aðstæðum sem eru mikilvægt veganesti í reynslubankann. Það situr eftir hjá mér og það er mjög jákvætt.“ „Svo held ég bara ótrauður áfram ég veit alveg hvar þetta endar. Ég hef sagt það áður, ég er fullviss um að íslenska landsliðið verður mjög gott aftur. Hvort sem það sé eftir eitt, tvö eða fimm ár.“ „Við eigum marga leikmenn inni fyrir næsta ár. Það eru margir reyndir og frábærir leikmenn sem eru búnir að vera meiddir allt árið sem við eigum inni. Við munum verða mjög gott landslið aftur, það þarf bara að vinna þá vinnu og koma sér þangað. Það er langtíma verkefni, það gerist ekki á einni nóttu,“ sagði Arnar Þór Viðarsson um framtíð íslenska landsliðsins.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. 14. nóvember 2021 19:00 Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. 14. nóvember 2021 19:30 Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 14. nóvember 2021 20:30 Var ekki glaður að leik loknum og segir að Ísland stefni á að gera betur í næstu undankeppni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ræddi við blaðamenn að loknu 3-1 tapi Íslands í Skopje í Norður-Makedóníu. Hann var ósáttur með tapið og sagði Ísland hafa ætlað sér að berjast um annað sætið. 14. nóvember 2021 20:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. 14. nóvember 2021 19:00
Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. 14. nóvember 2021 19:30
Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 14. nóvember 2021 20:30
Var ekki glaður að leik loknum og segir að Ísland stefni á að gera betur í næstu undankeppni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ræddi við blaðamenn að loknu 3-1 tapi Íslands í Skopje í Norður-Makedóníu. Hann var ósáttur með tapið og sagði Ísland hafa ætlað sér að berjast um annað sætið. 14. nóvember 2021 20:45