Chelsea og Lyon með stórsigra í stórleikjum dagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 22:45 Ada Hegeberg er loks komin á ról eftir erfið meiðsli sem hafa haldið henni frá keppni í meira en eitt og hálft ár. Hún skoraði tvívegis í kvöld. Gunnar Hoffsten/Getty Images Tveir stórleikir fóru fram í ensku og frönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Englandsmeistarar Chelsea pökkuðu Manchester City saman og sömu sögu er að segja af stöllum Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon sem völtuðu yfir Frakklandsmeistara PSG. Chelsea sótti Manchester City heim í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Það tók Englandsmeistarana aðeins tvær mínútur að komast yfir en þar var að verki Jessie Fleming. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sam Kerr svo annað mark gestanna og staðan 0-2 í hálfleik. Ef það var högg fyrir Man City þá var mark Francesca Kirby í upphafi síðari hálfleiks rothögg. Staðan orðin 3-0 Chelsea í vil og ljóst hvoru megin sigurinn myndi enda. Magdalena Eriksson fullkomnaði frábæran leik Chelsea skömmu síðar með fjórða marki liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea vann þægilegan 4-0 sigur á erfiðum útivelli. Goodnight, Blues. #CFCW pic.twitter.com/2rQE6AvTDY— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 14, 2021 Með sigrinum fer Chelsea upp í 18 stig að loknum sjö umferðum. Situr liðið í öðru sæti með stigi minna en topplið Arsenal. Manchester City er í 9. sæti með sjö stig. Í Frakklandi tók Lyon á móti Frakklandsmeisturum París Saint-Germain. Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Eftir stundarfjórðung fékk heimaliðið vítaspyrnu. Catarina Macario fór á punktinn og kom Lyon í 1-0. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, hin hollenska Danielle van de Donk með markið. Um miðbik fyrri hálfleik fékk Ashley Lawrence beint rautt spjald í liði PSG og ljóst að gestirnir voru í brattri brekku það sem lifði leiks. Mörkin í fyrri hálfleik urðu ekki fleiri og staðan því 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Hin unga Melvine Malard kom Lyon í 3-0 snemma í síðari hálfleik og Damaris Berta Egurrola Wienke gerði út um leikinn með fjórða markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Amanda Ilestedt minnkaði muninn fyrir gestina áður en Ada Hegerberg – sem kom inn af bekk Lyon – skoraði tvívegis og tryggði Lyon magnaðan 6-1 sigur. Quelle belle soirée #OLPSG pic.twitter.com/N35TqO0jLy— OL Féminin (@OLfeminin) November 14, 2021 Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Chelsea sótti Manchester City heim í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Það tók Englandsmeistarana aðeins tvær mínútur að komast yfir en þar var að verki Jessie Fleming. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sam Kerr svo annað mark gestanna og staðan 0-2 í hálfleik. Ef það var högg fyrir Man City þá var mark Francesca Kirby í upphafi síðari hálfleiks rothögg. Staðan orðin 3-0 Chelsea í vil og ljóst hvoru megin sigurinn myndi enda. Magdalena Eriksson fullkomnaði frábæran leik Chelsea skömmu síðar með fjórða marki liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea vann þægilegan 4-0 sigur á erfiðum útivelli. Goodnight, Blues. #CFCW pic.twitter.com/2rQE6AvTDY— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 14, 2021 Með sigrinum fer Chelsea upp í 18 stig að loknum sjö umferðum. Situr liðið í öðru sæti með stigi minna en topplið Arsenal. Manchester City er í 9. sæti með sjö stig. Í Frakklandi tók Lyon á móti Frakklandsmeisturum París Saint-Germain. Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Eftir stundarfjórðung fékk heimaliðið vítaspyrnu. Catarina Macario fór á punktinn og kom Lyon í 1-0. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, hin hollenska Danielle van de Donk með markið. Um miðbik fyrri hálfleik fékk Ashley Lawrence beint rautt spjald í liði PSG og ljóst að gestirnir voru í brattri brekku það sem lifði leiks. Mörkin í fyrri hálfleik urðu ekki fleiri og staðan því 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Hin unga Melvine Malard kom Lyon í 3-0 snemma í síðari hálfleik og Damaris Berta Egurrola Wienke gerði út um leikinn með fjórða markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Amanda Ilestedt minnkaði muninn fyrir gestina áður en Ada Hegerberg – sem kom inn af bekk Lyon – skoraði tvívegis og tryggði Lyon magnaðan 6-1 sigur. Quelle belle soirée #OLPSG pic.twitter.com/N35TqO0jLy— OL Féminin (@OLfeminin) November 14, 2021
Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira