England skoraði tíu og tryggði sæti sitt á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2021 21:35 Harry Kane skoraði fjögur í kvöld. Danilo Di Giovanni/Getty Images San Marínó er lélegasta landslið heims samkvæmt FIFA-listanum. Það sannaðist í kvöld er England vann 10-0 sigur á Ólympíuleikvanginum í San Marínó og tryggði sér sæti á HM í Katar árið 2022. Harry Kane skoraði fjögur mörk og er nú aðeins fimm mörkum frá því að jafna Wayne Rooney sem markahæsti landsliðsmaður í sögu Englands. Harry Maguire opnaði markareikning Englands strax á sjöttu mínútu. Eftir stundarfjórðung varð Filippo Fabbri fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Harry Kane skoraði þriðja mark Englands úr vítaspyrnu á 27. mínútu. Kane bætti við fjórða marki Englands á 32. mínútu og fullkomnaði þrennu sína á 39. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Kane skoraði sitt fjórða og Englands sjötta mark skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Emile Smith Rowe scores his first England goal in his first England start pic.twitter.com/L9KCp0vUPS— B/R Football (@brfootball) November 15, 2021 Emile Smith-Rowe skoraði í sínum fyrsta A-landsleik á 58. mínútu og tíu mínútum síðar fékk Dante Carlos Rossi sitt annað gula spjald í liði San Marínó. Það nýttu Englendingar sér heldur betur. Tyrone Mings skoraði mínútu síðar og á 71. mínútu kom Jude Bellingham knettinum í netið en markið var dæmt af eftir að hafa verið skorað af myndbandsdómara leiksins. Á 78. mínútu skoraði Tammy Abraham níunda mark Englands og mínútu síðar hafði Bukayo Saka komið knettinum í netið. Staðan orðin 10-0 Englandi í vil og reyndust það lokatölur. -0 pic.twitter.com/MVIjrW2mwD— B/R Football (@brfootball) November 15, 2021 England vinnur þar með I-riðil undankeppninnar með 26 stig að loknum 10 leikjum. Pólland tapaði óvænt 1-2 fyrir Ungverjalandi í kvöld og endar í 2. sæti með 20 stig. HM 2022 í Katar
San Marínó er lélegasta landslið heims samkvæmt FIFA-listanum. Það sannaðist í kvöld er England vann 10-0 sigur á Ólympíuleikvanginum í San Marínó og tryggði sér sæti á HM í Katar árið 2022. Harry Kane skoraði fjögur mörk og er nú aðeins fimm mörkum frá því að jafna Wayne Rooney sem markahæsti landsliðsmaður í sögu Englands. Harry Maguire opnaði markareikning Englands strax á sjöttu mínútu. Eftir stundarfjórðung varð Filippo Fabbri fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Harry Kane skoraði þriðja mark Englands úr vítaspyrnu á 27. mínútu. Kane bætti við fjórða marki Englands á 32. mínútu og fullkomnaði þrennu sína á 39. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Kane skoraði sitt fjórða og Englands sjötta mark skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Emile Smith Rowe scores his first England goal in his first England start pic.twitter.com/L9KCp0vUPS— B/R Football (@brfootball) November 15, 2021 Emile Smith-Rowe skoraði í sínum fyrsta A-landsleik á 58. mínútu og tíu mínútum síðar fékk Dante Carlos Rossi sitt annað gula spjald í liði San Marínó. Það nýttu Englendingar sér heldur betur. Tyrone Mings skoraði mínútu síðar og á 71. mínútu kom Jude Bellingham knettinum í netið en markið var dæmt af eftir að hafa verið skorað af myndbandsdómara leiksins. Á 78. mínútu skoraði Tammy Abraham níunda mark Englands og mínútu síðar hafði Bukayo Saka komið knettinum í netið. Staðan orðin 10-0 Englandi í vil og reyndust það lokatölur. -0 pic.twitter.com/MVIjrW2mwD— B/R Football (@brfootball) November 15, 2021 England vinnur þar með I-riðil undankeppninnar með 26 stig að loknum 10 leikjum. Pólland tapaði óvænt 1-2 fyrir Ungverjalandi í kvöld og endar í 2. sæti með 20 stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti