Hetja Serba hljóp um á nærbuxunum eftir leik og drakk Coke „fyrir Ronaldo“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 09:01 Aleksandar Mitrovic reif sig úr að ofan þegar hann fagnaði markinu mikilvæga í Lissabon. EPA-EFE/ANTONIO COTRIM Aleksandar Mitrovic var maðurinn sem skaut Serbíu inn á HM í fyrsta sinn þegar hann skoraði sigurmark liðsins í úrslitaleik riðilsins á móti Portúgal. Portúgal nægði jafntefli en Mitrovic skoraði sigurmark Serba á 90. mínútu. Serbía hefur aldrei áður komist á heimsmeistaramótið sem sjálfstæð þjóð en Serbar voru náttúrulega hluti af Júgóslavíu sem fór margoft á HM á sínum tíma. Þetta var engu að síður risastund fyrir serbnesku þjóðina. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Serbía var ekki aðeins stigahærri en Portúgal í riðlinum heldur skoraði Aleksandar Mitrovic líka tveimur mörkum fleiri en Cristiano Ronaldo og varð um leið markahæstur í riðlinum með átta mörk. Mitrovic spilar með Fulham í ensku b-deildinni og er kominn með tuttugu mörk í sautján leikjum á þessu tímabili. Sannarlega leikmaður sem ætti að vera í betri deild. Hegðun Mitrovic eftir Portúgalsleikinn hefur einnig fengið athygli og þar þykir hann vera að að strá salti í sár Ronaldo. Hetja Serba hljóp nefnilega um á nærbuxunum eftir leik en það sem meira er að hann drakk Coke að því virðist fyrir Cristiano Ronaldo. Ronaldo fjarlægði Coke-flöskur af borðinu sínu á blaðamannafundi á EM síðasta sumar og sagði að fólk ætti að drekka vatn en ekki Coke. Mitrovic kok aftur inn á völlinn eftir að hann var kominn úr öllu nema nærbuxum og nærbol og hljóp um með serbneska fánann og fagnaði með þeim stuðningsmönnum sem voru enn á svæðinu svo lengi eftir leikinn. Það fylgir líka sögunni að þetta var ekki heima í Belgrad heldur á Leikvangi ljósanna í Lissabon í Portúgal. Það má sjá þetta hér fyrir ofan á myndbandi frá Sky Sports. HM 2022 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Serbía hefur aldrei áður komist á heimsmeistaramótið sem sjálfstæð þjóð en Serbar voru náttúrulega hluti af Júgóslavíu sem fór margoft á HM á sínum tíma. Þetta var engu að síður risastund fyrir serbnesku þjóðina. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Serbía var ekki aðeins stigahærri en Portúgal í riðlinum heldur skoraði Aleksandar Mitrovic líka tveimur mörkum fleiri en Cristiano Ronaldo og varð um leið markahæstur í riðlinum með átta mörk. Mitrovic spilar með Fulham í ensku b-deildinni og er kominn með tuttugu mörk í sautján leikjum á þessu tímabili. Sannarlega leikmaður sem ætti að vera í betri deild. Hegðun Mitrovic eftir Portúgalsleikinn hefur einnig fengið athygli og þar þykir hann vera að að strá salti í sár Ronaldo. Hetja Serba hljóp nefnilega um á nærbuxunum eftir leik en það sem meira er að hann drakk Coke að því virðist fyrir Cristiano Ronaldo. Ronaldo fjarlægði Coke-flöskur af borðinu sínu á blaðamannafundi á EM síðasta sumar og sagði að fólk ætti að drekka vatn en ekki Coke. Mitrovic kok aftur inn á völlinn eftir að hann var kominn úr öllu nema nærbuxum og nærbol og hljóp um með serbneska fánann og fagnaði með þeim stuðningsmönnum sem voru enn á svæðinu svo lengi eftir leikinn. Það fylgir líka sögunni að þetta var ekki heima í Belgrad heldur á Leikvangi ljósanna í Lissabon í Portúgal. Það má sjá þetta hér fyrir ofan á myndbandi frá Sky Sports.
HM 2022 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira