Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 07:00 Kötlukonur í Kaupmannahöfn, fv.: Jóhanna Edwald, Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir og Sonja Sófusdóttir. Jóhanna, Eva og Sonja eru þrjár af sjötíu ungum athafnakonum í félaginu KATLA Nordic en margar af þeim félagskonum starfa á eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlandanna og eru í stöðum þar sem þær geta haft áhrif. Eva Sigurbjörg á von á barni í desember. Í Kaupmannahöfn er starfrækt félagið KATLA Nordic en í því félagi eru íslenskar konur sem margar vinna hjá stærstu og eftirsóknarverðustu vinnustöðum á Norðurlöndum. Mörg þessara fyrirtækja eru alþjóðleg. „Sem dæmi, þá eru Kötlukonur með starfsreynslu úr sjö af tíu eftirsóknaverðustu vinnustöðum að loknu viðskiptanámi í Danmörku,” segir Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir, ein stjórnarkvenna KÖTLU Nordic. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er sagt frá íslenskum konum á framabraut á Norðurlöndunum og dæmi um verkefni sem þær hafa staðið að erlendis til að miðla af reynslu íslenskra fyrirtækja á sviði jafnréttismála. Konur ekki fyrr en á blaðsíðu 10 í viðskiptablöðunum KATLA Nordic var stofnað í íslenska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn í febrúar 2020. Undirbúningur að stofnun félagsins hafði þá staðið yfir í nokkra mánuði. Félagið er fyrir ungar íslenskar athafnakonur á Norðurlöndunum, en flestar af þeim sjötíu sem nú eru í félaginu, starfa í Danmörku. „Katla Nordic var stofnað til að virkja þann mikla kraft sem býr í ungum íslenskum konum í atvinnulífinu á Norðurlöndunum. Þegar við fluttum erlendis áttuðum við okkur á því að margt af því sem við vorum vanar frá Íslandi er skemmra á veg komið og konur minna sýnilegar,“ segir Jóhanna Edwald, stjórnarkona í KÖTLU Nordic. Sem dæmi þá kom nýlega fram könnun sem sýndi fram á að í 70% tilvika þá kemur ekki ein kona fyrir í dönskum viðskiptablöðum fyrr en á síðu 10, þótt fimmti hver stjórnandi stórra fyrirtækja sé kona og fjórði hver stofnandi nýs fyrirtækis sé kona,“ segir Sonja Sófusdóttir, sem einnig situr í stjórn félagsins. Íslenskar konur með áhrif Eva Sigurbjörg er 32 ára og hefur meira og minna búið í Kaupmannahöfn frá árinu 2015. Eva er með meistaragráðu í Corporate Finance og Management Accounting og BI frá Háskólanum í Reykjavík. Jóhanna er 30 ára og hefur búið í Kaupmannahöfn síðan 2015. Hún er með B.A. og M.L. í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk lögmannsréttinda. Sonja er 33 ára og hefur búið í Kaupmannahöfn síðan 2018. Hún er með M.Sc. í Accounting, Finance and Management Control frá Lund University í Svíþjóð. Eva og Sonja eru báðar teymisstjórar hjá Deloitte í Kaupmannahöfn en Jóhanna er aðallögfræðingur og í framkvæmdastjórn fyrirtækis sem heitir TwentyThree. Alls eru stjórnarkonur félagsins átta talsins. Flestar þeirra eru um þrítugt og með menntun á sviði hagfræði, markaðsmála, viðskiptafræði og lögfræði svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Evu, Jóhönnu og Sonju eru meðlimir hópsins þó konur úr ólíkum greinum atvinnulífsins. Og oft áhrifakonur í sínu starfi. „Margar sitja í nefndum eða verkefnahópum sem hafa umboð til að hrinda úrbótaverkefnum af stað og gera breytingar á til að mynda ráðningaferlum, öflun væntanlegra umsækjenda og öðrum ferlabætingum sem nauðsynlegar eru til að fá fjölbreyttari prófíla,” segir Sonja. Til að komast í félagið er sótt um og umsóknir metnar í upphafi árs. „Það hafa verið teknir inn meðlimir í upphafi hvers starfsárs og þá er forsenda þáttöku áhugu á faglegri umræðu og auknum fjölbreytileika í á vinnumarkaði auk þess að hafa haldbæra reynslu að loknu námi til þess að deila með meðlimum,” segir Jóhanna. Í dag er miðað við að félagskonur séu „ungar” athafnakonur en Eva, Jóhanna og Sonja segja félagið allt eins gera ráð fyrir að að aldursamsetning muni breytast með tímanum. Við gerum ráð fyrir náttúrulegri endurnýjun í hópnum, ekki síst vegna þess að margar kjósa að snúa heim eftir ákveðinn tíma erlendis og taka þá með sér þá þekkingu og tengsl sem þær öðlast innan Kötlu til viðbótar við þá reynslu sem þær hafa öðlast af eigin námi og starfi,” segir Eva og bætir við: „Tíminn mun svo leiða í ljós hvort það verði kraftur fyrir stofnum yngri deildar sem kemur saman á sömu forsendum og við sem eldri verðum orðnar gerðum en við sjáum fyrir okkar að halda hópinn okkar áfram.” Stjórnarkonur KÖTLU Nordic á góðri stundu. Efri röð: Guðrún Ólöf Olsen, Sunneva Sverrisdóttir, Rebekka Rut Gunnarsdóttir, Áslaug Gunnarsdóttir, Birgitta Sigurðardóttir. Neðri röð: Jóhanna Edwald, Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir og Sonja Sófusdóttir. Markmið og mentorar Eva, Jóhanna og Sonja segja markmið félagsins vera að efla íslenskar konur enn frekar erlendis. Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum sem efla tengslamyndun og veita innblástur. Bæði frá utanaðkomandi fyrirlesurum og frá eigin meðlimum. „Í kjölfar viðburða og erinda sem höfum við svo hvatt hver aðra í praktískum skrefum á ferlinum eins og launaviðræðum, stöðuhækkunum og að sækja á nýjan vettvang,” segir Jóhanna. „Við hvetjum einnig hver aðra að beita sér á sínu sviði og ögra þeim fyrirtækjum sem við vinnum hjá í átt að því að efla fjölbreytileika bæði hjá starfsfólkinu sjálfu en ekki síst að sá kúltúr sem mætir nýjum starfsmönnum sé opinn og aðgengilegur,” segir Eva. „Við deilum svo góðum reynslusögum innan hópsins og lærum af hver annarri, en það er frábært þegar við sjáum strax að það sem við erum að taka fyrir er að nýtast,” segir Sonja. Sem dæmi um viðburði framundan er heimsókn í danska þinghúsið, fyrirtækjaheimsóknir, umræðuhittingar og leiðtogadagur í Kaupmannahöfn. Á þeim degi munu félagskonur taka heilan dag í innblástur, þjálfun og almenna skemmtun. En félagið leitar einnig til íslenskra kvenna og í reynslubrunn atvinnulífsins á Íslandi „Til að koma fjölbreytileika á dagskrá og ögra þeim normum sem eru oft viðhöfð hafa félagskonur mætt í viðtöl, pallborðsumræður, haldið kynningar, tengt saman fólk úr atvinnulífinu á Íslandi og farið af stað með verkefni styðja við og ýta undir fjölbreytni,” segir Sonja. Þá eru ellefu þekktar konur áhrifakonur í atvinnulífinu mentorar KÖTLU Nordic. Þessar konur eru: Ásta Fjeldsteð framkvæmdastjóri Krónunnar Elín Elísabet Torfadóttir líffræðingur og tölvunarfræðingur sem starfar hjá Spotify í Stokkhólmi Svanildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Helga Valfells framkvæmdastjóri Crowberry Capital Birna Einarsdóttir forstjóri Íslandsbanka Katrín Olga Jóhannesdóttir stjórnarkona í ýmsum íslenskum félögum Þórey Vilhjálmsdóttir eigandi Empower Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi Kara Connect Kristrún Tinna Gunnarsdóttir forstöðumaður stefnumótunar hjá Íslandsbanka og einn af höfundum Hvítbókarinnar Kristín Hrönn Guðmundsdóttir sem er forstöðumaður á sviði Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Við fórum af stað með mentorprógramið í samstarfi við Köru Connect og öfluga leiðtoga úr íslensku atvinnulífi með það að markmiði að læra af reynslumeiri konum og mynda tengsl við íslenskt atvinnulíf,” segir Eva. „Mentorarnir hafa verið mjög tilbúnar að gefa af sér og sterk tengsl hafa myndast auk tækifæra. Oftar en ekki finna mentorar og kötlukonur sem hafa verið í sambandi leið til þess að hittast í Reykjavík eða Kaupmannahöfn til viðbótar við fjarfundina,” segir Sonja. „Allar félagskonur geta sótt um en við höfum skipulagt tvær umferðir á hverju ári,” segir Jóhanna. Þá hafa Kötlukonur sótt í reynslubrunn íslenskra fyrirtækja með sérstökum verkefnum. Í Atvinnulífinu á morgun verður sagt frá einu slíku verkefni þar sem Kötlukona í banka í Kaupmannahöfn, vann að jafnréttisverkefni með íslensku stórfyrirtæki. Jafnréttismál Íslendingar erlendis Starfsframi Tengdar fréttir Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. 28. október 2021 07:00 Launamunur mestur í karllægum starfsstéttum „Fljótt á litið virðist þetta mjög tengt hve störfin eru kynbundin, í skrifstofuhópnum eru konur í miklum meirihluta og þar er jöfnuðurinn meiri en því hærra sem hlutfall karla er í starfsstéttinni þá eykst ójöfnuðurinn meiri,“ segir Víðir Ragnarsson, forstöðumaður ráðgjafar hjá PayAnalytics um niðurstöður nýrrar rannsóknar á launamunum kynjanna. 13. október 2021 07:02 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum. 11. nóvember 2020 12:22 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Mörg þessara fyrirtækja eru alþjóðleg. „Sem dæmi, þá eru Kötlukonur með starfsreynslu úr sjö af tíu eftirsóknaverðustu vinnustöðum að loknu viðskiptanámi í Danmörku,” segir Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir, ein stjórnarkvenna KÖTLU Nordic. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er sagt frá íslenskum konum á framabraut á Norðurlöndunum og dæmi um verkefni sem þær hafa staðið að erlendis til að miðla af reynslu íslenskra fyrirtækja á sviði jafnréttismála. Konur ekki fyrr en á blaðsíðu 10 í viðskiptablöðunum KATLA Nordic var stofnað í íslenska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn í febrúar 2020. Undirbúningur að stofnun félagsins hafði þá staðið yfir í nokkra mánuði. Félagið er fyrir ungar íslenskar athafnakonur á Norðurlöndunum, en flestar af þeim sjötíu sem nú eru í félaginu, starfa í Danmörku. „Katla Nordic var stofnað til að virkja þann mikla kraft sem býr í ungum íslenskum konum í atvinnulífinu á Norðurlöndunum. Þegar við fluttum erlendis áttuðum við okkur á því að margt af því sem við vorum vanar frá Íslandi er skemmra á veg komið og konur minna sýnilegar,“ segir Jóhanna Edwald, stjórnarkona í KÖTLU Nordic. Sem dæmi þá kom nýlega fram könnun sem sýndi fram á að í 70% tilvika þá kemur ekki ein kona fyrir í dönskum viðskiptablöðum fyrr en á síðu 10, þótt fimmti hver stjórnandi stórra fyrirtækja sé kona og fjórði hver stofnandi nýs fyrirtækis sé kona,“ segir Sonja Sófusdóttir, sem einnig situr í stjórn félagsins. Íslenskar konur með áhrif Eva Sigurbjörg er 32 ára og hefur meira og minna búið í Kaupmannahöfn frá árinu 2015. Eva er með meistaragráðu í Corporate Finance og Management Accounting og BI frá Háskólanum í Reykjavík. Jóhanna er 30 ára og hefur búið í Kaupmannahöfn síðan 2015. Hún er með B.A. og M.L. í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk lögmannsréttinda. Sonja er 33 ára og hefur búið í Kaupmannahöfn síðan 2018. Hún er með M.Sc. í Accounting, Finance and Management Control frá Lund University í Svíþjóð. Eva og Sonja eru báðar teymisstjórar hjá Deloitte í Kaupmannahöfn en Jóhanna er aðallögfræðingur og í framkvæmdastjórn fyrirtækis sem heitir TwentyThree. Alls eru stjórnarkonur félagsins átta talsins. Flestar þeirra eru um þrítugt og með menntun á sviði hagfræði, markaðsmála, viðskiptafræði og lögfræði svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Evu, Jóhönnu og Sonju eru meðlimir hópsins þó konur úr ólíkum greinum atvinnulífsins. Og oft áhrifakonur í sínu starfi. „Margar sitja í nefndum eða verkefnahópum sem hafa umboð til að hrinda úrbótaverkefnum af stað og gera breytingar á til að mynda ráðningaferlum, öflun væntanlegra umsækjenda og öðrum ferlabætingum sem nauðsynlegar eru til að fá fjölbreyttari prófíla,” segir Sonja. Til að komast í félagið er sótt um og umsóknir metnar í upphafi árs. „Það hafa verið teknir inn meðlimir í upphafi hvers starfsárs og þá er forsenda þáttöku áhugu á faglegri umræðu og auknum fjölbreytileika í á vinnumarkaði auk þess að hafa haldbæra reynslu að loknu námi til þess að deila með meðlimum,” segir Jóhanna. Í dag er miðað við að félagskonur séu „ungar” athafnakonur en Eva, Jóhanna og Sonja segja félagið allt eins gera ráð fyrir að að aldursamsetning muni breytast með tímanum. Við gerum ráð fyrir náttúrulegri endurnýjun í hópnum, ekki síst vegna þess að margar kjósa að snúa heim eftir ákveðinn tíma erlendis og taka þá með sér þá þekkingu og tengsl sem þær öðlast innan Kötlu til viðbótar við þá reynslu sem þær hafa öðlast af eigin námi og starfi,” segir Eva og bætir við: „Tíminn mun svo leiða í ljós hvort það verði kraftur fyrir stofnum yngri deildar sem kemur saman á sömu forsendum og við sem eldri verðum orðnar gerðum en við sjáum fyrir okkar að halda hópinn okkar áfram.” Stjórnarkonur KÖTLU Nordic á góðri stundu. Efri röð: Guðrún Ólöf Olsen, Sunneva Sverrisdóttir, Rebekka Rut Gunnarsdóttir, Áslaug Gunnarsdóttir, Birgitta Sigurðardóttir. Neðri röð: Jóhanna Edwald, Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir og Sonja Sófusdóttir. Markmið og mentorar Eva, Jóhanna og Sonja segja markmið félagsins vera að efla íslenskar konur enn frekar erlendis. Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum sem efla tengslamyndun og veita innblástur. Bæði frá utanaðkomandi fyrirlesurum og frá eigin meðlimum. „Í kjölfar viðburða og erinda sem höfum við svo hvatt hver aðra í praktískum skrefum á ferlinum eins og launaviðræðum, stöðuhækkunum og að sækja á nýjan vettvang,” segir Jóhanna. „Við hvetjum einnig hver aðra að beita sér á sínu sviði og ögra þeim fyrirtækjum sem við vinnum hjá í átt að því að efla fjölbreytileika bæði hjá starfsfólkinu sjálfu en ekki síst að sá kúltúr sem mætir nýjum starfsmönnum sé opinn og aðgengilegur,” segir Eva. „Við deilum svo góðum reynslusögum innan hópsins og lærum af hver annarri, en það er frábært þegar við sjáum strax að það sem við erum að taka fyrir er að nýtast,” segir Sonja. Sem dæmi um viðburði framundan er heimsókn í danska þinghúsið, fyrirtækjaheimsóknir, umræðuhittingar og leiðtogadagur í Kaupmannahöfn. Á þeim degi munu félagskonur taka heilan dag í innblástur, þjálfun og almenna skemmtun. En félagið leitar einnig til íslenskra kvenna og í reynslubrunn atvinnulífsins á Íslandi „Til að koma fjölbreytileika á dagskrá og ögra þeim normum sem eru oft viðhöfð hafa félagskonur mætt í viðtöl, pallborðsumræður, haldið kynningar, tengt saman fólk úr atvinnulífinu á Íslandi og farið af stað með verkefni styðja við og ýta undir fjölbreytni,” segir Sonja. Þá eru ellefu þekktar konur áhrifakonur í atvinnulífinu mentorar KÖTLU Nordic. Þessar konur eru: Ásta Fjeldsteð framkvæmdastjóri Krónunnar Elín Elísabet Torfadóttir líffræðingur og tölvunarfræðingur sem starfar hjá Spotify í Stokkhólmi Svanildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Helga Valfells framkvæmdastjóri Crowberry Capital Birna Einarsdóttir forstjóri Íslandsbanka Katrín Olga Jóhannesdóttir stjórnarkona í ýmsum íslenskum félögum Þórey Vilhjálmsdóttir eigandi Empower Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi Kara Connect Kristrún Tinna Gunnarsdóttir forstöðumaður stefnumótunar hjá Íslandsbanka og einn af höfundum Hvítbókarinnar Kristín Hrönn Guðmundsdóttir sem er forstöðumaður á sviði Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Við fórum af stað með mentorprógramið í samstarfi við Köru Connect og öfluga leiðtoga úr íslensku atvinnulífi með það að markmiði að læra af reynslumeiri konum og mynda tengsl við íslenskt atvinnulíf,” segir Eva. „Mentorarnir hafa verið mjög tilbúnar að gefa af sér og sterk tengsl hafa myndast auk tækifæra. Oftar en ekki finna mentorar og kötlukonur sem hafa verið í sambandi leið til þess að hittast í Reykjavík eða Kaupmannahöfn til viðbótar við fjarfundina,” segir Sonja. „Allar félagskonur geta sótt um en við höfum skipulagt tvær umferðir á hverju ári,” segir Jóhanna. Þá hafa Kötlukonur sótt í reynslubrunn íslenskra fyrirtækja með sérstökum verkefnum. Í Atvinnulífinu á morgun verður sagt frá einu slíku verkefni þar sem Kötlukona í banka í Kaupmannahöfn, vann að jafnréttisverkefni með íslensku stórfyrirtæki.
Jafnréttismál Íslendingar erlendis Starfsframi Tengdar fréttir Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. 28. október 2021 07:00 Launamunur mestur í karllægum starfsstéttum „Fljótt á litið virðist þetta mjög tengt hve störfin eru kynbundin, í skrifstofuhópnum eru konur í miklum meirihluta og þar er jöfnuðurinn meiri en því hærra sem hlutfall karla er í starfsstéttinni þá eykst ójöfnuðurinn meiri,“ segir Víðir Ragnarsson, forstöðumaður ráðgjafar hjá PayAnalytics um niðurstöður nýrrar rannsóknar á launamunum kynjanna. 13. október 2021 07:02 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum. 11. nóvember 2020 12:22 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00
Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. 28. október 2021 07:00
Launamunur mestur í karllægum starfsstéttum „Fljótt á litið virðist þetta mjög tengt hve störfin eru kynbundin, í skrifstofuhópnum eru konur í miklum meirihluta og þar er jöfnuðurinn meiri en því hærra sem hlutfall karla er í starfsstéttinni þá eykst ójöfnuðurinn meiri,“ segir Víðir Ragnarsson, forstöðumaður ráðgjafar hjá PayAnalytics um niðurstöður nýrrar rannsóknar á launamunum kynjanna. 13. október 2021 07:02
Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01
Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum. 11. nóvember 2020 12:22