„Áhugavert að heyra karlkyns forstjóra tala á þennan hátt“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 07:00 Áslaug Gunnarsdóttir starfar sem Senior Manager hjá Saxo Bank í Kaupmannahöfn. Þar er hún ábyrg fyrir að meta og greina eiginfjárþörf bankans og ráðleggja yfirstjórn bankans í öllu því viðkemur. Þegar Saxo Bank réðist í það verkefni að reyna að fjölga konum á upplýsingatæknisviði hafði Áslaug samband við Advania, sem miðlaði af sinni reynslu. Áslaug segir það hafa verið ótrúlega áhrifaríkt að heyra hvernig Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, ræðir um mikilvægi jafnréttis í atvinnulífinu. Ungar og öflugar athafnakonur sem starfa á eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlandanna hafa tengt saman íslensk fyrirtæki og erlend til að miðla af reynslu Íslendinga af jafnréttismálum í atvinnulífinu. „Ég hafði frétt í gegnum mentor minn hjá Kötlu Nordic að Advania á Íslandi hafi lengi unnið að þessum málum og einmitt þurft að takast á við svipaða áskorun til að fá fleiri konur inní tæknistörf,“ segir Áslaug Gunnarsdóttir aðspurð um það hvernig það kom til að Saxo Bank í Kaupmannahöfn leitaði ráða hjá Advania á Íslandi um aðgerðir til að fjölga konum innandyra hjá sér. „Viðtökurnar voru mjög jákvæðar, en eftir á að hyggja sá ég eftir að hafa ekki fengið enn fleiri frá okkur á fundinn og hlusta á Ægi og Þóru segja frá þessum ótrúlega flottu hlutum sem þau hafa unnið að á síðustu árum,“ segir Áslaug. Í dag og í gær segir Atvinnulífið frá Kötlukonum á Norðurlöndunum, íslenskum áhrifakonum sem margar starfa hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlandanna og hafa meðal annars sótt í reynslubrunn íslenskra fyrirtækja þegar kemur að verkefnum eins og jafnréttismálum. Þegar hugmyndin vaknaði Áslaug er í ábyrgðarmiklu starfi hjá Saxo Bank í Kaupmannahöfn. Þegar hún heyrði af því að bankinn ætlaði í verkefni til að auka hlut kvenna innan sem utan bankans, sýndi hún frumkvæði og bað um að fá að taka þátt. Hún leiddi síðan saman Saxo Bank og Advania og nú vinnur Saxo Bank að því að fjölga konum á upplýsingatæknisviði með reynslu Advania að leiðarljósi. Áslaug er ein af stórnarkonum KÖTLU Nordic, félags ungra og öflugra athafnakvenna á Norðurlöndunum. Áslaug er með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. frá Copenhagen Business School í Applied Economic sand Finance. Áslaug starfar sem Senior Manager hjá Saxo Bank í Kaupmannahöfn. Til Danmerkur flutti hún árið 2013 þegar hún fór í meistaranám. Sama ár fór hún í nemastarf hjá Saxo Bank, en Saxo Bank er alþjóðlegur fjárfestingarbanki. Eftir nám, var hún ráðin í fullt starf og hefur starfað þar síðan. Hjá Saxo Bank hefur Áslaug sinnt því starfi síðastliðin tvö ár að starfa í teymi innan áhættustýringar bankans þar sem hún er ábyrg fyrir að meta og greina eiginfjárþörf bankans og ráðleggja yfirstjórn bankans í öllu sem því viðkemur. En hvers vegna datt þér í hug að leiða Saxo Bank og Advania saman? „Í byrjun þessa árs ákvað Saxo Bank að auka fókus á jafnréttismál innan bankans og var sett af stað stórt verkefni þvert á bankann til að skoða þessi mál á markvissan og skýran hátt,“ segir Áslaug. Verkefnið náði bæði til kynjajafnréttis innan bankans og utan. Til dæmis í ráðningum og stöðuhækkunum en eins því að reyna að fjölga kvenkyns viðskiptavinum og fá fleiri konur til að fjárfesta. Áslaug sýndi frumkvæði og sóttist eftir því að taka þátt. Síðan þá, hefur hún unnið að þeim hluta verkefnisins sem snýr að kynjajafnrétti og þátttöku, sem á ensku kallast „divisersity and inclusion.“ „Innan bankans sem hefur verið áhugavert ferli,“ segir Áslaug. Áhrifaríkt að hlusta á karlkyns forstjóra ræða um jafnrétti Þar sem Saxo Bank er fjármálatæknifyrirtæki starfa þar mjög margir í upplýsingatækni. Sami vandi virðist þó vera í Danmörku og á Íslandi: Það reynist oft erfitt að fá konur í tæknigeirann. Áslaug vissi hins vegar að á Íslandi hefði ýmislegt verið gert til að laða að konur. Í framhaldi af því að fá upplýsingar um að Advania væri eitt þeirra, hafði hún samband við Advania. „Þau hjá Advania voru áhugasöm um að miðla sinni reynslu og settum við upp fund með forstjóra Advania, Ægi Má Þórissyni og Þóru Rut Jónsdóttur, sjálfbærnisérfræðing hjá þeim sem og yfirmann ráðninga hjá Saxo Bank,“ segir Áslaug og bætir við: Þau sögðu okkur frá reynslu sinni í þessu málum sem var mjög áhugavert og þá sérstaklega áhugavert að heyra karlkyns forstjóra tala á þennan hátt um þessi mál sem var virkilega áhrifaríkt.“ Á fundinum komu Ægir Már og Þóra með skýr dæmi um verkefni sem Advania hafði unnið að til að fjölga konum í tæknistörfum. Aðgerðir Advania til Saxo Bank En eitt er að heyra af góðum hugmyndum, annað er að koma þeim í framkvæmd. Það jákvæða var þó að viðtökur innan Saxo Bank voru mjög góðar og segir Áslaug að áheyrendum fundarins með Ægi Þór og Þóru hafi hreinlega fundist árangur Advania aðdáunarverður. Er nú svo komið að starfshópurinn innan jafnréttisverkefnisins hjá Saxo Bank vinnur nú að því að jafna hlut kvenna í upplýsingatæknihluta bankans, með reynslu Advania að leiðarljósi. Ég tel víst að Ísland hafi margt fram á að færa í þessum málum, meira en fólk á Íslandi kannski gerir sér grein fyrir. Mín upplifun er sú að umræða og samfélagið í heild sé nokkrum árum á undan Norðurlöndunum, og reynsla fyrirtækja heima geti komið öðrum fyrirtækjum erlendis til góðs,“ segir Áslaug og vísar þar til umræðu um það hvers vegna jafnrétti er mikilvægt, hvað hefur reynst vel og hvernig er best að nálagst þessi mál. Þá segir Áslaug MeToo bylgjur líka hafa haft áhrif, til að mynda öflug MeToo bylgja í Danmörku í fyrra. „Það hefur mikið gerst bara á síðustu tveimur árum í Danmörku í kjölfarið á MeToo bylgju sem reið yfir í ágúst 2020 og hefur umræðan þroskast talsvert síðan þá. Það er því gott að geta sótt í tengingar heima fyrir og miðlað reynslu frá Íslandi hingað.“ Jafnréttismál Starfsframi Tækni Íslendingar erlendis Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01 Ómetanlegt að geta þegið ráð frá sterkum leiðtogum „Fræðslan nýttist mér beint inn í mín störf hjá Men&Mice þar sem ég fékk snemma tækifæri til að þróast í starfi og þar kom reynslan úr stjórnarstarfi félagsins ekki síður að góðum notum. Enn fremur gaf UAK mér sterkt tengslanet, sem hefur leitt af sér ýmis tækifæri sem ég efa að hefðu annars staðið mér til boða,“ segir Sigyn Jónsdóttir, VP of Customer Care hjá Men & Mice um það hvernig henni fannst félagsskapurinn UAK, Ungar athafnakonur, nýtast sér með beinum hætti á sinni framabraut. 24. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég hafði frétt í gegnum mentor minn hjá Kötlu Nordic að Advania á Íslandi hafi lengi unnið að þessum málum og einmitt þurft að takast á við svipaða áskorun til að fá fleiri konur inní tæknistörf,“ segir Áslaug Gunnarsdóttir aðspurð um það hvernig það kom til að Saxo Bank í Kaupmannahöfn leitaði ráða hjá Advania á Íslandi um aðgerðir til að fjölga konum innandyra hjá sér. „Viðtökurnar voru mjög jákvæðar, en eftir á að hyggja sá ég eftir að hafa ekki fengið enn fleiri frá okkur á fundinn og hlusta á Ægi og Þóru segja frá þessum ótrúlega flottu hlutum sem þau hafa unnið að á síðustu árum,“ segir Áslaug. Í dag og í gær segir Atvinnulífið frá Kötlukonum á Norðurlöndunum, íslenskum áhrifakonum sem margar starfa hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlandanna og hafa meðal annars sótt í reynslubrunn íslenskra fyrirtækja þegar kemur að verkefnum eins og jafnréttismálum. Þegar hugmyndin vaknaði Áslaug er í ábyrgðarmiklu starfi hjá Saxo Bank í Kaupmannahöfn. Þegar hún heyrði af því að bankinn ætlaði í verkefni til að auka hlut kvenna innan sem utan bankans, sýndi hún frumkvæði og bað um að fá að taka þátt. Hún leiddi síðan saman Saxo Bank og Advania og nú vinnur Saxo Bank að því að fjölga konum á upplýsingatæknisviði með reynslu Advania að leiðarljósi. Áslaug er ein af stórnarkonum KÖTLU Nordic, félags ungra og öflugra athafnakvenna á Norðurlöndunum. Áslaug er með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. frá Copenhagen Business School í Applied Economic sand Finance. Áslaug starfar sem Senior Manager hjá Saxo Bank í Kaupmannahöfn. Til Danmerkur flutti hún árið 2013 þegar hún fór í meistaranám. Sama ár fór hún í nemastarf hjá Saxo Bank, en Saxo Bank er alþjóðlegur fjárfestingarbanki. Eftir nám, var hún ráðin í fullt starf og hefur starfað þar síðan. Hjá Saxo Bank hefur Áslaug sinnt því starfi síðastliðin tvö ár að starfa í teymi innan áhættustýringar bankans þar sem hún er ábyrg fyrir að meta og greina eiginfjárþörf bankans og ráðleggja yfirstjórn bankans í öllu sem því viðkemur. En hvers vegna datt þér í hug að leiða Saxo Bank og Advania saman? „Í byrjun þessa árs ákvað Saxo Bank að auka fókus á jafnréttismál innan bankans og var sett af stað stórt verkefni þvert á bankann til að skoða þessi mál á markvissan og skýran hátt,“ segir Áslaug. Verkefnið náði bæði til kynjajafnréttis innan bankans og utan. Til dæmis í ráðningum og stöðuhækkunum en eins því að reyna að fjölga kvenkyns viðskiptavinum og fá fleiri konur til að fjárfesta. Áslaug sýndi frumkvæði og sóttist eftir því að taka þátt. Síðan þá, hefur hún unnið að þeim hluta verkefnisins sem snýr að kynjajafnrétti og þátttöku, sem á ensku kallast „divisersity and inclusion.“ „Innan bankans sem hefur verið áhugavert ferli,“ segir Áslaug. Áhrifaríkt að hlusta á karlkyns forstjóra ræða um jafnrétti Þar sem Saxo Bank er fjármálatæknifyrirtæki starfa þar mjög margir í upplýsingatækni. Sami vandi virðist þó vera í Danmörku og á Íslandi: Það reynist oft erfitt að fá konur í tæknigeirann. Áslaug vissi hins vegar að á Íslandi hefði ýmislegt verið gert til að laða að konur. Í framhaldi af því að fá upplýsingar um að Advania væri eitt þeirra, hafði hún samband við Advania. „Þau hjá Advania voru áhugasöm um að miðla sinni reynslu og settum við upp fund með forstjóra Advania, Ægi Má Þórissyni og Þóru Rut Jónsdóttur, sjálfbærnisérfræðing hjá þeim sem og yfirmann ráðninga hjá Saxo Bank,“ segir Áslaug og bætir við: Þau sögðu okkur frá reynslu sinni í þessu málum sem var mjög áhugavert og þá sérstaklega áhugavert að heyra karlkyns forstjóra tala á þennan hátt um þessi mál sem var virkilega áhrifaríkt.“ Á fundinum komu Ægir Már og Þóra með skýr dæmi um verkefni sem Advania hafði unnið að til að fjölga konum í tæknistörfum. Aðgerðir Advania til Saxo Bank En eitt er að heyra af góðum hugmyndum, annað er að koma þeim í framkvæmd. Það jákvæða var þó að viðtökur innan Saxo Bank voru mjög góðar og segir Áslaug að áheyrendum fundarins með Ægi Þór og Þóru hafi hreinlega fundist árangur Advania aðdáunarverður. Er nú svo komið að starfshópurinn innan jafnréttisverkefnisins hjá Saxo Bank vinnur nú að því að jafna hlut kvenna í upplýsingatæknihluta bankans, með reynslu Advania að leiðarljósi. Ég tel víst að Ísland hafi margt fram á að færa í þessum málum, meira en fólk á Íslandi kannski gerir sér grein fyrir. Mín upplifun er sú að umræða og samfélagið í heild sé nokkrum árum á undan Norðurlöndunum, og reynsla fyrirtækja heima geti komið öðrum fyrirtækjum erlendis til góðs,“ segir Áslaug og vísar þar til umræðu um það hvers vegna jafnrétti er mikilvægt, hvað hefur reynst vel og hvernig er best að nálagst þessi mál. Þá segir Áslaug MeToo bylgjur líka hafa haft áhrif, til að mynda öflug MeToo bylgja í Danmörku í fyrra. „Það hefur mikið gerst bara á síðustu tveimur árum í Danmörku í kjölfarið á MeToo bylgju sem reið yfir í ágúst 2020 og hefur umræðan þroskast talsvert síðan þá. Það er því gott að geta sótt í tengingar heima fyrir og miðlað reynslu frá Íslandi hingað.“
Jafnréttismál Starfsframi Tækni Íslendingar erlendis Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01 Ómetanlegt að geta þegið ráð frá sterkum leiðtogum „Fræðslan nýttist mér beint inn í mín störf hjá Men&Mice þar sem ég fékk snemma tækifæri til að þróast í starfi og þar kom reynslan úr stjórnarstarfi félagsins ekki síður að góðum notum. Enn fremur gaf UAK mér sterkt tengslanet, sem hefur leitt af sér ýmis tækifæri sem ég efa að hefðu annars staðið mér til boða,“ segir Sigyn Jónsdóttir, VP of Customer Care hjá Men & Mice um það hvernig henni fannst félagsskapurinn UAK, Ungar athafnakonur, nýtast sér með beinum hætti á sinni framabraut. 24. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00
Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00
Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01
Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01
Ómetanlegt að geta þegið ráð frá sterkum leiðtogum „Fræðslan nýttist mér beint inn í mín störf hjá Men&Mice þar sem ég fékk snemma tækifæri til að þróast í starfi og þar kom reynslan úr stjórnarstarfi félagsins ekki síður að góðum notum. Enn fremur gaf UAK mér sterkt tengslanet, sem hefur leitt af sér ýmis tækifæri sem ég efa að hefðu annars staðið mér til boða,“ segir Sigyn Jónsdóttir, VP of Customer Care hjá Men & Mice um það hvernig henni fannst félagsskapurinn UAK, Ungar athafnakonur, nýtast sér með beinum hætti á sinni framabraut. 24. febrúar 2021 07:01