Fótbolti

Enginn Bale er Wales mætir Belgum í lokaleik E-riðils

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gareth Bale verður fjarri góðu gamni er velska landsliðið mætir því belgíska í lokaleik E-riðils í kvöld.
Gareth Bale verður fjarri góðu gamni er velska landsliðið mætir því belgíska í lokaleik E-riðils í kvöld. Visionhaus/Getty Images

Velska landsliðið í knattspyrnu verður án fyrirliða síns er liðið freistar þess að tryggja sér annað sæti E-riðils í undankeppni HM 2022 gegn efsta liði heimslista FIFA, Belgíu, í kvöld.

Gareth Bale verður ekki með velska liðinu sem tekur á móti því belgíska í lokaleik E-riðils í kvöld, en hann er að glíma við meiðsli aftan í læri.

Bale lék fyrri hálfleikinn er liðið vann öruggan 5-1 sigur gegn Hvíta-Rússlandi síðastliðinn laugardag, en það var hans hundraðasti landsleikur fyrir Wales. Eftir leik sagði hann að fyrir fram hafi verið ákveðið að taka hann af velli í hálfleik sem varrúðarráðstöfun, en hann hafði ekki leikið fótbolta í tvo mánuði fyrir leikinn.

Wales hefur nú þegar tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM með góðum árangri í Þjóðardeildinni, en tryggi þeir sér annað sæti riðilsins í kvöld fá þeir heimaleik í undanúrslitum umspilsins.

Wales hefur þriggja stiga forskot á Tékkland sem situr í öðru sæti riðilsins. Þeim nægir því stig gegn sterku liði Belga í kvöld, eða þá að Tékkar misstígi sig gegn Eistlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×