Íslandi barst liðsauki frá Sviss í deilunni gegn Iceland Foods Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2021 09:00 Sviss styður Ísland gegn Iceland Foods. Vísir Svissnesk samtök sem hafa það hlutverk að vernda orðspor þarlendrar framleiðslu hafa komið Íslandi til stuðnings í deilunni við bresku verslunarkeðjuna Iceland Foods. Framkvæmdastjóri samtakanna telur líklegt að deilan muni á endanum fara fyrir Evrópudómstólinn. Líkt og greint hefur verið frá á Vísi er áralangri deilu Íslands og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um vörumerkið Iceland ekki lokið. Ísland hafði betur gegn Iceland Foods fyrir tveimur árum síðan þegar skráning Iceland Foods á vörumerkinu var úrskurðuð ógild. Verslunarkeðjan áfrýjaði þeim úrskurði en nánar má lesa um forsögu málsins hér. Kærunefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins vísaði málinu áfram til fjölskipaðrar kærunefndar stofnunarinnar sem þarf nú að taka afstöðu til fjórtán almennra grundvallarspurninga sem tengjast skráningu ríkjaheitis sem vörumerkis. Í málsmeðferðinni fyrir fjölskipaðri áfrýjunarnefnd gafst ótengdum aðilum sem telja sig hafa hagsmuni af niðurstöðu málsins kostur á að leggja fram svokallað amicus curie bréf. Ísland fékk upplýsingar um að Sviss myndi leggja fram gögn til stuðnings kröfu Íslands, en Sviss berst einnig fyrir sama hagsmunamáli á alþjóðavettvangi. Slíkt bréf barst frá samtökunum Swissness Enforcement. Að samtökunum standa svissneskir hagsmunaðilar á borð við Samtök svissneskra úraframleiðenda, samtök svissneskra súkkulaðiframleiðenda og ýmis önnur samtök, auk þess sem að utanríkisráðuneyti Sviss er samstarfsaðili samtakanna. Algjört grundvallaratriði fyrir svissneskt efnahagslíf Í samtali við Vísi segir David Stärkle, framkvæmdastjóri samtakanna, að hagsmunaaðilar og yfirvöld í Sviss telji sig eiga mikla hagsmuni undir því að ríkjaheiti njóti verndar og að ekki sé hægt að skrá þau sem vörumerki, að minnsta kosti ekki án leyfis viðkomandi ríkis eða takmarkana. Samtökin hafa það að markmiði að berjast gegn því að ótengd fyrirtæki tengi vörur sínar og þjónustu við Sviss án leyfis. Fáar vörur hafa á sér jafn gott orðspor og svissnesk úr á borð við þau sem koma frá svissneska úraframleiðandanum Rolex. Margir tengja svissnesk úr við gæði og það er það sem Swissness Enforcement reynir að vernda.John Keeble/Getty Images. „Við komum inn í þetta mál því að þetta er algjört grundvallaratriði í okkar huga. Svissneski fáninn og önnur merki njóta ágætrar verndar um víða veröld en ríkjaheitið ekki. Það er í raun ekki varið á heimsvísu,“ segir Stärkle. Hagsmunir Íslands og Sviss fari saman Segir hann að hagsmunir Sviss og Íslands fari saman í þessu máli enda séu ríkin tvö um margt lík. „Þetta eru tiltölulega lítil ríki, byggja mikið á útflutningi og njóta góðs orðsporðs innan Evrópusambandsins, orðspor fyrir að búa til gæðavörur og þjónustu. Það er sem við eigum sameiginlegt,“ segir Stärkle. Segir hann að mikilvægt sé fyrir þessi ríki og fyrirtæki innan þess að vernda orðsporið og hafa stjórn á því hverjir geti tengt sig við þetta orðspor með því til dæmis að nota ríkjaheitin í heiti á vörum og þjónustu. Þetta kemur glögglega fram í stuðningsbréfi stofnunarinnar sem sent var til fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar Hugverkastofu Evrópusambandsins. Margir sem vilji sneið af ostinum án þess að leggja neitt til framleiðslunnar Þar kemur fram að strangar reglur gildi innan Sviss um hvaða viðmið og reglur gildi til þess að fyrirtæki geti auglýst vörur sínar með tengingu við svissneska ríkjaheitið. Telur stofnunin mikilvægt að slíkar reglur gildi á alþjóðavísu. Svissneskir ostar eru einnig dæmi um gæðaframleiðslu sem samtökin vilja vernda.Gunter Fischer/Education Images/Universal Images Group via Getty „Það er gríðarlegt markaðslegt gildi falið í mismunandi eiginleikum hvers ríkjaheitis. Ríkjaheiti sem vörumerki getur virkað sem uppspretta upplýsinga til almennings um uppruna og gæði vöru og þjónustu sem tengd eru við ákveðin ríki,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er vísað til þess að í hugum neytenda séu ákveðin ríki tákn um gæðavöru og þjónustu. Margir reyni þess vegna að tengja sig við þessi ríkjaheiti til þess að ná í sneið af ostinum, ef svo má að orði komast, án leyfis eða raunverulegrar tengingar við Sviss. Án þess að leggja eitthvað til framleiðslunnar sé áfram notast við ostagerðarlíkingar. Þetta sé hins vegar slæmt fyrir ríkin sem verði fyrir barðinu á þessu og geti haft slæm áhrif á efnahag þeirra. Í þessu samhengi má nefna það að ein af ástæða þess að Ísland fór í hart við Iceland Foods var sú að Ísland taldi að breska verslunarkeðjan hefði lagt stein í götu markaðsátaksins Inspired by Iceland, þar sem Ísland var markaðssett sem spennandi áfangastaður fyrir ferðamenn. Gerði Iceland Foods það á grundvelli vörumerkjaskráningar á vörumerkinu Iceland. Vilja að upprunalega ákvörðunin um að fella skráninguna úr gildi standi Í bréfinu lýsa svissnesku samtökin því yfir að ákvörðun Hugverkastofu Evrópusambandsins um að fella úr gildi vörumerkjaskráningu Iceland Foods á vörumerkinu Iceland eigi að standa. Telur Stärkle að mjög mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málinu og telur hann ekki ólíklegt að það muni á endanum koma til kasta Evrópudómstólsins að taka endanlega ákvörðun. „Ef dómurinn fellur Íslandi í vil ætti það að hafa fordæmisgildi fyrir Sviss. Það mun svara spurningunni hvort hægt sé að skrá ríkjaheiti sem vörumerki eða ekki og þá undir hvaða kringumstæðum það sé hægt,“ segir Stärkle. Deila Íslands og Iceland Foods Sviss Utanríkismál Tengdar fréttir Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. 17. nóvember 2021 11:28 Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá á Vísi er áralangri deilu Íslands og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um vörumerkið Iceland ekki lokið. Ísland hafði betur gegn Iceland Foods fyrir tveimur árum síðan þegar skráning Iceland Foods á vörumerkinu var úrskurðuð ógild. Verslunarkeðjan áfrýjaði þeim úrskurði en nánar má lesa um forsögu málsins hér. Kærunefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins vísaði málinu áfram til fjölskipaðrar kærunefndar stofnunarinnar sem þarf nú að taka afstöðu til fjórtán almennra grundvallarspurninga sem tengjast skráningu ríkjaheitis sem vörumerkis. Í málsmeðferðinni fyrir fjölskipaðri áfrýjunarnefnd gafst ótengdum aðilum sem telja sig hafa hagsmuni af niðurstöðu málsins kostur á að leggja fram svokallað amicus curie bréf. Ísland fékk upplýsingar um að Sviss myndi leggja fram gögn til stuðnings kröfu Íslands, en Sviss berst einnig fyrir sama hagsmunamáli á alþjóðavettvangi. Slíkt bréf barst frá samtökunum Swissness Enforcement. Að samtökunum standa svissneskir hagsmunaðilar á borð við Samtök svissneskra úraframleiðenda, samtök svissneskra súkkulaðiframleiðenda og ýmis önnur samtök, auk þess sem að utanríkisráðuneyti Sviss er samstarfsaðili samtakanna. Algjört grundvallaratriði fyrir svissneskt efnahagslíf Í samtali við Vísi segir David Stärkle, framkvæmdastjóri samtakanna, að hagsmunaaðilar og yfirvöld í Sviss telji sig eiga mikla hagsmuni undir því að ríkjaheiti njóti verndar og að ekki sé hægt að skrá þau sem vörumerki, að minnsta kosti ekki án leyfis viðkomandi ríkis eða takmarkana. Samtökin hafa það að markmiði að berjast gegn því að ótengd fyrirtæki tengi vörur sínar og þjónustu við Sviss án leyfis. Fáar vörur hafa á sér jafn gott orðspor og svissnesk úr á borð við þau sem koma frá svissneska úraframleiðandanum Rolex. Margir tengja svissnesk úr við gæði og það er það sem Swissness Enforcement reynir að vernda.John Keeble/Getty Images. „Við komum inn í þetta mál því að þetta er algjört grundvallaratriði í okkar huga. Svissneski fáninn og önnur merki njóta ágætrar verndar um víða veröld en ríkjaheitið ekki. Það er í raun ekki varið á heimsvísu,“ segir Stärkle. Hagsmunir Íslands og Sviss fari saman Segir hann að hagsmunir Sviss og Íslands fari saman í þessu máli enda séu ríkin tvö um margt lík. „Þetta eru tiltölulega lítil ríki, byggja mikið á útflutningi og njóta góðs orðsporðs innan Evrópusambandsins, orðspor fyrir að búa til gæðavörur og þjónustu. Það er sem við eigum sameiginlegt,“ segir Stärkle. Segir hann að mikilvægt sé fyrir þessi ríki og fyrirtæki innan þess að vernda orðsporið og hafa stjórn á því hverjir geti tengt sig við þetta orðspor með því til dæmis að nota ríkjaheitin í heiti á vörum og þjónustu. Þetta kemur glögglega fram í stuðningsbréfi stofnunarinnar sem sent var til fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar Hugverkastofu Evrópusambandsins. Margir sem vilji sneið af ostinum án þess að leggja neitt til framleiðslunnar Þar kemur fram að strangar reglur gildi innan Sviss um hvaða viðmið og reglur gildi til þess að fyrirtæki geti auglýst vörur sínar með tengingu við svissneska ríkjaheitið. Telur stofnunin mikilvægt að slíkar reglur gildi á alþjóðavísu. Svissneskir ostar eru einnig dæmi um gæðaframleiðslu sem samtökin vilja vernda.Gunter Fischer/Education Images/Universal Images Group via Getty „Það er gríðarlegt markaðslegt gildi falið í mismunandi eiginleikum hvers ríkjaheitis. Ríkjaheiti sem vörumerki getur virkað sem uppspretta upplýsinga til almennings um uppruna og gæði vöru og þjónustu sem tengd eru við ákveðin ríki,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er vísað til þess að í hugum neytenda séu ákveðin ríki tákn um gæðavöru og þjónustu. Margir reyni þess vegna að tengja sig við þessi ríkjaheiti til þess að ná í sneið af ostinum, ef svo má að orði komast, án leyfis eða raunverulegrar tengingar við Sviss. Án þess að leggja eitthvað til framleiðslunnar sé áfram notast við ostagerðarlíkingar. Þetta sé hins vegar slæmt fyrir ríkin sem verði fyrir barðinu á þessu og geti haft slæm áhrif á efnahag þeirra. Í þessu samhengi má nefna það að ein af ástæða þess að Ísland fór í hart við Iceland Foods var sú að Ísland taldi að breska verslunarkeðjan hefði lagt stein í götu markaðsátaksins Inspired by Iceland, þar sem Ísland var markaðssett sem spennandi áfangastaður fyrir ferðamenn. Gerði Iceland Foods það á grundvelli vörumerkjaskráningar á vörumerkinu Iceland. Vilja að upprunalega ákvörðunin um að fella skráninguna úr gildi standi Í bréfinu lýsa svissnesku samtökin því yfir að ákvörðun Hugverkastofu Evrópusambandsins um að fella úr gildi vörumerkjaskráningu Iceland Foods á vörumerkinu Iceland eigi að standa. Telur Stärkle að mjög mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málinu og telur hann ekki ólíklegt að það muni á endanum koma til kasta Evrópudómstólsins að taka endanlega ákvörðun. „Ef dómurinn fellur Íslandi í vil ætti það að hafa fordæmisgildi fyrir Sviss. Það mun svara spurningunni hvort hægt sé að skrá ríkjaheiti sem vörumerki eða ekki og þá undir hvaða kringumstæðum það sé hægt,“ segir Stärkle.
Deila Íslands og Iceland Foods Sviss Utanríkismál Tengdar fréttir Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. 17. nóvember 2021 11:28 Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira
Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. 17. nóvember 2021 11:28
Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00