Vill að Livramento fái meiri vernd frá dómurum deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2021 18:00 Tino Livramento liggur kylliflatur eftir að Anwar El Ghazi braut á honum í leik Southampton og Aston Villa skömmu fyrir landsleikjahlé. Robin Jones/Getty Images Tino Livramento, hægri bakvörður Southampton, er einn af þeim leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem er hvað oftast brotið á. Ralph Hasenhüttl, þjálfari liðsins, segir að Livramento verði að fá meiri vernd frá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar. Hinn 19 ára gamli Livramento gekk í raðir Southampton fyrir tímabilið frá Chelsea þar sem Lundúnaliðið er með fjölda hægri bakvarða á sínum snærum. Livramento fór beint í byrjunarlið Southampton og hefur staðið sig með prýði. Það kemur hins vegar verulega á óvart – nema eflaust stuðningsfólk Southampton – að Livramento sé einn af þeim leikmönnum sem er hvað oftast brotið á af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Þurfti hann til að mynda að draga sig úr hópi U-21 árs landsliðs Englands nú á dögunum vegna meiðsla. The Athletic greinir frá og í grein þeirra tekur Þjóðverjinn Hasenhüttl fram að hann vilji sjá dómara deildarinnar vernda sinn mann betur. „Hann er mjög fljótur, með og án bolta. Þegar hann gefur boltann þá er eina leiðin til að stöðva hann að brjóta á honum því annars er hann horfinn,“ sagði Hasenhüttl í viðtali fyrir leik Southampton og Norwich City um helgina. Ralph Hasenhuttl believes Livramento needs more protection from Premier League referees.The 19-year-old had to withdraw from England Under-21 duty after being repeatedly felled during #SaintsFC's 1-0 win over #AVFCMore from @dansheldonsport https://t.co/7lrRjyifyd— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 19, 2021 „Hann hefur verið einn af okkar betri leikmönnum og við verðum að nota hann eins mikið og mögulegt er. Það er góðs viti að hann er líflegur og það sé erfitt að stöðva hann. Svo lengi sem hann er ekki meiddur er þetta í lagi en við verðum að hugsa vel um hann. Dómarar deildarinnar mættu gera slíkt hið sama, í síðasta leik hefði leikmaður mótherjanna átt að fjúka út af eftir hálftíma leik eftir að hafa brotið á Livramento.“ „Þeir (dómarar ensku úrvalsdeildarinnar) verða að hafa augun opin í aðstæðum sem þessum. Ég hef ekki áhyggjur af honum samt þar sem hann hefur hæfileikana og vill fara einn á einn. Það er það sem ég vill sjá,“ sagði Hasenhüttl að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Livramento gekk í raðir Southampton fyrir tímabilið frá Chelsea þar sem Lundúnaliðið er með fjölda hægri bakvarða á sínum snærum. Livramento fór beint í byrjunarlið Southampton og hefur staðið sig með prýði. Það kemur hins vegar verulega á óvart – nema eflaust stuðningsfólk Southampton – að Livramento sé einn af þeim leikmönnum sem er hvað oftast brotið á af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Þurfti hann til að mynda að draga sig úr hópi U-21 árs landsliðs Englands nú á dögunum vegna meiðsla. The Athletic greinir frá og í grein þeirra tekur Þjóðverjinn Hasenhüttl fram að hann vilji sjá dómara deildarinnar vernda sinn mann betur. „Hann er mjög fljótur, með og án bolta. Þegar hann gefur boltann þá er eina leiðin til að stöðva hann að brjóta á honum því annars er hann horfinn,“ sagði Hasenhüttl í viðtali fyrir leik Southampton og Norwich City um helgina. Ralph Hasenhuttl believes Livramento needs more protection from Premier League referees.The 19-year-old had to withdraw from England Under-21 duty after being repeatedly felled during #SaintsFC's 1-0 win over #AVFCMore from @dansheldonsport https://t.co/7lrRjyifyd— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 19, 2021 „Hann hefur verið einn af okkar betri leikmönnum og við verðum að nota hann eins mikið og mögulegt er. Það er góðs viti að hann er líflegur og það sé erfitt að stöðva hann. Svo lengi sem hann er ekki meiddur er þetta í lagi en við verðum að hugsa vel um hann. Dómarar deildarinnar mættu gera slíkt hið sama, í síðasta leik hefði leikmaður mótherjanna átt að fjúka út af eftir hálftíma leik eftir að hafa brotið á Livramento.“ „Þeir (dómarar ensku úrvalsdeildarinnar) verða að hafa augun opin í aðstæðum sem þessum. Ég hef ekki áhyggjur af honum samt þar sem hann hefur hæfileikana og vill fara einn á einn. Það er það sem ég vill sjá,“ sagði Hasenhüttl að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira