Erlent

Meina ferða­mönnum að­gang að eyju á Ítalíu vegna gos­ó­róa

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mynd af eólísku eyjunum Salina, Lipari og Vulcano, norður af Sikiley á Ítalíu.
Mynd af eólísku eyjunum Salina, Lipari og Vulcano, norður af Sikiley á Ítalíu. Getty Images

Bæjarstjóri eyjarinnar Vulcano, sem er í eyjaklasa í námunda við Sikiley á Ítalíu, hefur beðið fólk að yfirgefa ákveðið svæði á eyjunni vegna gosoróa. Um hundrað og fimmtíu manns búa á svæðinu og ferðamönnum hefur verið meinaður aðgangur að eyjunni allri.

Bæjarstjórinn, Marco Giorgianni, segir svæðið sem rýma þurfi, innihaldi mikið magn brennisteinslofttegunda, sem geti verið skaðlegt heilsu fólks. Svæðið sem rýmt hefur verið er í námunda við höfn eyjarinnar.

„Gögn sýna aukningu á lofttegundum sem valda miklum áhyggjum, enda geti lofttegundirnar verið skaðlegar fólki,“ sagði bæjarstjórinn í beinu vefstreymi á Facebook í gær. Samkvæmt yfirvöldum þar í landi hefur verið mikil aukning á gastegundum sem minnka súrefnismettun lofts, og geta þannig leitt til alvarlegra heilsufarsafleiðinga.

Eldfjall eyjarinnar hefur ekki gosið í meira en 130 ár, en óvíst er hvort von sé á gosi. Rómverjar trúðu því að eyjan smáa væri í raun strompur eldguðsins Vulcan. Yfirvöld á eyjunni fylgjast grannt með stöðu mála. Þetta kemur fram í grein Guardian.

Hér má sjá mynd af staðsetningu eyjarinnar.Google Maps



Fleiri fréttir

Sjá meira


×