Garðar lenti í einelti í Búlgaríu: Sitja í klefanum, benda á mann og hlæja Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 09:01 Garðar Gunnlaugsson í leik með Val árið 2019. Lengstan hluta ferilsins lék markahrókurinn þó með ÍA þar sem hann er uppalinn. Garðar hefur síðustu tvö sumur leikið með Kára í 2. deild. vísir/vilhelm Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, greindi frá því í viðtali um helgina að á árum sínum hjá CSKA Sofiu í Búlgaríu hefði hann lent í einelti af hálfu liðsfélaga. Garðar opnaði sig um þetta í þættinum Kynstrin öll, á RÚV, þar sem hann ræddi við Snærós Sindradóttur meðal annars um „klefakúltúrinn“ í fótboltanum, sem talsvert hefur verið til umræðu síðustu mánuði, í tengslum við umræðu um kynbundið ofbeldi. Garðar segir að þó að karlaklefarnir séu frábærir á margan hátt, og hafi að sínu viti eflaust bjargað mörgum mannslífum sem öruggur staður fyrir karlmenn til að tala saman, þá skapist þar einnig stundum skaðleg umræða í garð hins kynsins. „Sérstaklega í Austur-Evrópu þá er þetta miklu verra en nokkru sinni hérna heima,“ sagði Garðar. Hann var á mála hjá CSKA Sofiu og bjó ásamt þáverandi konu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, í höfuðborg Búlgaríu frá ágúst 2008 og fram í ársbyrjun 2010. Segir búlgarska karlmenn rosalega gamaldags í hugsun „Ég lenti sjálfur í einelti þar, í klefanum, og hef svo sem ekki opnað mig neitt um það út á við. Búlgarar, sérstaklega karlmenn, eru með rosalega gamaldags hugsun hvað varðar kvenmenn og rasisma. Minnihlutahópar eiga þar mjög erfitt, sérstaklega ef þú ert útlendingur og þeir vita að þú ert að þéna meira en þeir eru að gera. Þá ertu strax tekinn fyrir. Þú talar ekki tungumálið og þeir sitja bara í klefanum, benda á þig, hlæja að þér og segja eitthvað sín á milli. Sem er auðvitað fáránlegt. Fullorðnir karlmenn,“ sagði Garðar. Skemmtilegt spjall fyrir þá sem hafa áhuga.. opnaði mig um hlut sem ég held ég hafi aldrei rætt um áður.. https://t.co/4KPctbYWe3— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) November 21, 2021 Garðar lék með uppeldisfélagi sínu ÍA og Val hér á landi en einnig sem atvinnumaður í Skotlandi, Svíþjóð, Austurríki, Þýskalandi og Búlgaríu. Síðustu tvö sumur hefur hann leikið með Kára á Akranesi í 2. deild. „Opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur“ Snærós spurði Garðar hvort að eineltið hefði breytt hans sýn á samskipti í íþróttaliðum: „Þetta var rosalega skrýtin upplifun. Ég hef alltaf, í öllum þeim liðum og löndum sem ég hef verið í, komist strax inn í fínan félagsskap. Í Búlgaríu reyndar urðum ég og fyrirliðinn, og varafyrirliðinn, bestu vinir en þeir voru eldri karlar og tóku ekkert þátt í þessari umræðu hjá hinum. Þeir voru heldur ekkert að stoppa þá, einmitt kannski af ótta við að verða útskúfað. Þetta opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur. Ég hafði aldrei lent í þessu sjálfur, hvorki sem krakki né fullorðinn, að vera lagður í einelti. Maður fór þá líka í að skoða sína hegðun. Maður var vissulega krakki en kannski kom maður illa fram við aðra krakka og svo framvegis. Maður á stanslaust að vera að skoða sjálfan sig,“ sagði Garðar. Fótbolti Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Sjá meira
Garðar opnaði sig um þetta í þættinum Kynstrin öll, á RÚV, þar sem hann ræddi við Snærós Sindradóttur meðal annars um „klefakúltúrinn“ í fótboltanum, sem talsvert hefur verið til umræðu síðustu mánuði, í tengslum við umræðu um kynbundið ofbeldi. Garðar segir að þó að karlaklefarnir séu frábærir á margan hátt, og hafi að sínu viti eflaust bjargað mörgum mannslífum sem öruggur staður fyrir karlmenn til að tala saman, þá skapist þar einnig stundum skaðleg umræða í garð hins kynsins. „Sérstaklega í Austur-Evrópu þá er þetta miklu verra en nokkru sinni hérna heima,“ sagði Garðar. Hann var á mála hjá CSKA Sofiu og bjó ásamt þáverandi konu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, í höfuðborg Búlgaríu frá ágúst 2008 og fram í ársbyrjun 2010. Segir búlgarska karlmenn rosalega gamaldags í hugsun „Ég lenti sjálfur í einelti þar, í klefanum, og hef svo sem ekki opnað mig neitt um það út á við. Búlgarar, sérstaklega karlmenn, eru með rosalega gamaldags hugsun hvað varðar kvenmenn og rasisma. Minnihlutahópar eiga þar mjög erfitt, sérstaklega ef þú ert útlendingur og þeir vita að þú ert að þéna meira en þeir eru að gera. Þá ertu strax tekinn fyrir. Þú talar ekki tungumálið og þeir sitja bara í klefanum, benda á þig, hlæja að þér og segja eitthvað sín á milli. Sem er auðvitað fáránlegt. Fullorðnir karlmenn,“ sagði Garðar. Skemmtilegt spjall fyrir þá sem hafa áhuga.. opnaði mig um hlut sem ég held ég hafi aldrei rætt um áður.. https://t.co/4KPctbYWe3— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) November 21, 2021 Garðar lék með uppeldisfélagi sínu ÍA og Val hér á landi en einnig sem atvinnumaður í Skotlandi, Svíþjóð, Austurríki, Þýskalandi og Búlgaríu. Síðustu tvö sumur hefur hann leikið með Kára á Akranesi í 2. deild. „Opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur“ Snærós spurði Garðar hvort að eineltið hefði breytt hans sýn á samskipti í íþróttaliðum: „Þetta var rosalega skrýtin upplifun. Ég hef alltaf, í öllum þeim liðum og löndum sem ég hef verið í, komist strax inn í fínan félagsskap. Í Búlgaríu reyndar urðum ég og fyrirliðinn, og varafyrirliðinn, bestu vinir en þeir voru eldri karlar og tóku ekkert þátt í þessari umræðu hjá hinum. Þeir voru heldur ekkert að stoppa þá, einmitt kannski af ótta við að verða útskúfað. Þetta opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur. Ég hafði aldrei lent í þessu sjálfur, hvorki sem krakki né fullorðinn, að vera lagður í einelti. Maður fór þá líka í að skoða sína hegðun. Maður var vissulega krakki en kannski kom maður illa fram við aðra krakka og svo framvegis. Maður á stanslaust að vera að skoða sjálfan sig,“ sagði Garðar.
Fótbolti Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Sjá meira