Tiger Woods setti þá inn myndband á samfélagsmiðla af sjálfum sér vera að slá nokkra bolta á golfvelli.
Þegar voru fyrstu „opinberu“ höggin hans eftir að Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar síðastliðnum.
Tiger hafði ekki sett neitt inn á samfélagsmiðla síðan í apríl og það var því ánægjulegt fyrir aðdáendur hans að fá einhverjar fréttir hvað þá svona jákvæðar.
Making progress pic.twitter.com/sVQkxEHJmq
— Tiger Woods (@TigerWoods) November 21, 2021
„Skref í rétta átt,“ skrifaði Tiger Woods við þetta þriggja sekúndna myndband.
Hinn 45 ára gamli Woods er í sérstökum þrýstisokk á hægri fætinum sem var einmitt sá fótur sem fór verst út úr slysinu. Sokknum er ætlað að auka blóðflæðið í fætinum hans.
Hinn frábæri kylfingur Justin Thomas er góður vinur Woods og hann fagnaði myndbandinu af Tiger. Thomas hefur talað um það í viðtölum að hann viti af því að Tiger ætli sér að reyna að endurkomu.
Tiger hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum en keppti síðast á golfmóti á Mastersmótinu í nóvember 2020.
Fimmti Masterssigur og fimmtándi risamótsstigu Woods var á Mastersmótinu 2019 en hann vann það mót eftir að hafa farið í stóra bakaðgerð í apríl 2017.
Fóturinn hans fór illa út úr bílslysinu og það ríkir því takmörkuð bjartsýni meðal golfáhugafólks að það muni sjá Tiger keppa á ný. Það þykir flestum ljóst að hann muni ekki koma til baka nema að hann sjá geta keppt við þá bestu en ekki aðeins til að vera með.