Fótbolti

Sout­hgate stýrir enska lands­liðinu til 2024

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gareth Southgate stýrir enska landsliðinu þangað til eftir Evrópumótið 2024.
Gareth Southgate stýrir enska landsliðinu þangað til eftir Evrópumótið 2024. Pool/Getty Images/Frank Augstein

Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur skrifað undir nýjan samning við enska knattspyrnusambandið. Hann mun stýra enska karlalandsliðinu í knattspyrnu til desember 2024 hið minnsta.

Southgate stýrði Englandi í sinn fyrsta úrslitaleik frá því að liðið varð heimsmeistari 1966 er liðið fór í úrslit Evrópumótsins í sumar. Þar mátti England þola tap gegn Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni.

Southgate var ráðinn þjálfari enska landsliðsins eftir afhroðið gegn Íslandi á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Hann gerði upphaflega sex ára samning við enska knattspyrnusambandið, sá samningur rennur út að HM í Katar 2022 loknu.

Nú þjálfarinn hins vegar skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum og mun því fá tækifæri til að koma liðinu á EM 2024. Steve Holland, aðstoðarmaður Southgate, fékk einnig framlengingu á samningi sínum.

Undir þeirra stjórn hefur England komist í undanúrslit HM og úrslit EM.

„Það eru mikil forréttindi að fá að stýra þessu liði. Það eru mikil tækifæri framundan og ég er viss um að stuðningsfólk liðsins er spennt fyrir því sem þessi leikmannahópur getur áorkað í framtíðinni,“ sagði Southgate við undirritunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×