Innlent

431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skemmtanalífið hefur verið takmarkað í kórónuveirufaraldrinum en nokkrir staðir virðast hafa freistað þess að halda því gangandi lengur en reglur gerðu ráð fyrir og verið skráðir brotlegir hjá lögreglu.
Skemmtanalífið hefur verið takmarkað í kórónuveirufaraldrinum en nokkrir staðir virðast hafa freistað þess að halda því gangandi lengur en reglur gerðu ráð fyrir og verið skráðir brotlegir hjá lögreglu. Vísir/Vilhelm

475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða.

Þetta kemur fram í svörum Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Í frétt blaðsins segir að í 46 prósent tilvika hafi lögregla ekki talin ástæða til að beita sektum.

Hæsta sektin sem gefin hefur verið út nam 350 þúsund krónum en algengasta sektarupphæðin eru 50 þúsund krónur. 7,5 milljónir hafa þegar verið greiddar í sektir en um 9 milljónir eru í vinnslu eða innheimtumeðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×