Eigendur Liverpool vilja kaupa annað íþróttafélag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 10:00 John Henry og eignkona hans Linda Pizzuti Henry eftir Meistaradeildarsigur Liverpool liðsins árið 2019. Getty/John Powell Eigendur Liverpool hafa ekki verið tilbúnir að eyða mikið í nýja leikmenn síðustu árin en þeir vilja aftur á móti eignast annað íþróttafélag. Fenway Sports Group eignarhaldsfélagið er nú sagt komið langt með það að kaupa bandaríska íshokkífélagið Pittsburgh Penguins og kaupverðið er sagt vera meira 112 milljarðar íslenskra króna. NEW: Fenway Sports Group is in advanced talks to purchase the Pittsburgh Penguins. The group, principally owned by John Henry, owns the Boston Red Sox and Liverpool FC and is part owner of the Roush Fenway Keselowski Racing NASCAR team. #awlive [wall street journal] pic.twitter.com/gluvBk52KU— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 16, 2021 John W. Henry stofnaði eignarhaldsfélagið fyrir tveimur áratugum og þeir keyptu fyrst bandaríska hafnarboltafélagið Boston Red Sox árið 2002. Það er nú orðið eitt verðmætasta hafnarboltafélag heims. Seinna keypti Fenway Sports Group enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool og helminginn í NASCAR félaginu Roush Fenway Racing. Félögin þrjú eru nú átta milljarða Bandaríkjadala virði. Nýjasta félagið í hópnum gæti verið lið sem er líklegt til afreka. Pittsburgh Penguins er eitt af stóru félögunum í bandaríska íshokkíinu og hefur unnið Stanley bikarinn tvisvar á síðustu fimm árum. Ron Burkle og fyrrum leikmaðurinn Mario Lemieux eignuðust Penguins félagið árið 1999 þegar það var við það að vera gjaldþrota. Lemieux var þá leikmaður þess sem félagið skuldaði meira en fjörutíu milljónir dollara í laun. Hann samþykkti að eignast hlut í félaginu í stað skuldarinnar. Why Liverpool owners FSG are making £600m move for new team.@_DavePowell with the latest #LFC https://t.co/0PbRt0kpxV— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 17, 2021 Nú lítur út fyrir að John W Henry og félagar ætti að borga 855 milljónir Bandaríkjadala fyrir bandaríska NHL-félagið samkvæmt frétt Wall Street Journal. Eigendurnir ætluðu sér ekki að selja félagið en tilboðið frá eigendum Liverpool virðist vera það gott að þeir séu til. Það hjálpar líka örugglega að allir yfirmenn munu halda sínum störfum og nú verðandi fyrrum eigandi, Lemieux, fær að vera áfram stjórnarformaður. Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Fenway Sports Group eignarhaldsfélagið er nú sagt komið langt með það að kaupa bandaríska íshokkífélagið Pittsburgh Penguins og kaupverðið er sagt vera meira 112 milljarðar íslenskra króna. NEW: Fenway Sports Group is in advanced talks to purchase the Pittsburgh Penguins. The group, principally owned by John Henry, owns the Boston Red Sox and Liverpool FC and is part owner of the Roush Fenway Keselowski Racing NASCAR team. #awlive [wall street journal] pic.twitter.com/gluvBk52KU— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 16, 2021 John W. Henry stofnaði eignarhaldsfélagið fyrir tveimur áratugum og þeir keyptu fyrst bandaríska hafnarboltafélagið Boston Red Sox árið 2002. Það er nú orðið eitt verðmætasta hafnarboltafélag heims. Seinna keypti Fenway Sports Group enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool og helminginn í NASCAR félaginu Roush Fenway Racing. Félögin þrjú eru nú átta milljarða Bandaríkjadala virði. Nýjasta félagið í hópnum gæti verið lið sem er líklegt til afreka. Pittsburgh Penguins er eitt af stóru félögunum í bandaríska íshokkíinu og hefur unnið Stanley bikarinn tvisvar á síðustu fimm árum. Ron Burkle og fyrrum leikmaðurinn Mario Lemieux eignuðust Penguins félagið árið 1999 þegar það var við það að vera gjaldþrota. Lemieux var þá leikmaður þess sem félagið skuldaði meira en fjörutíu milljónir dollara í laun. Hann samþykkti að eignast hlut í félaginu í stað skuldarinnar. Why Liverpool owners FSG are making £600m move for new team.@_DavePowell with the latest #LFC https://t.co/0PbRt0kpxV— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 17, 2021 Nú lítur út fyrir að John W Henry og félagar ætti að borga 855 milljónir Bandaríkjadala fyrir bandaríska NHL-félagið samkvæmt frétt Wall Street Journal. Eigendurnir ætluðu sér ekki að selja félagið en tilboðið frá eigendum Liverpool virðist vera það gott að þeir séu til. Það hjálpar líka örugglega að allir yfirmenn munu halda sínum störfum og nú verðandi fyrrum eigandi, Lemieux, fær að vera áfram stjórnarformaður.
Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira