Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Flokkur fólksins mynda meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 11:47 Langur fundur var í undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í gær sem skilar af sér greinargerð og mati á ágöllum kosninganna í Norvesturkjördæmi í dag. Vísir/Vilhelm Búist er við að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins myndi meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd um að leggja til að niðurstaða seinni talningar í kosningunum í Norðvesturkjördæmi verði látin gilda. Stjórnarflokkarnir verða því ekki samferða í málinu. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. Setning Alþingis hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en að henni lokinni mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setja þingið. Síðast liðinn laugardag voru átta vikur liðnar frá kosningum en þing skal koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Hins vegar eru tæpar 19 vikur frá því þing kom síðast saman hinn 6. júlí og hefur ekki liðið svo langur tími milli þingfunda í um þrjátíu ár. Starfsaldursforseti Alþingis stýrir fyrsta fundi sem að þessu sinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Eina verkefni fundarins er að kjósa fulltrúa í hina formlegu kjörbréfanefnd sem tekur við greinargerð og ef til vill ólíkum álitum undirbúningskjöbréfanefndarinnar sem lýkur störfum í dag. Að því loknu verður þingfundi frestað. Þverpólitískur klofningur í nefndinni Samkvæmt heimildum fréttastofu fundar kjörbréfanefndin strax að loknum þingfundi og verður greinarerð undirbúningskjörbréfanefndarinnar með málsatvikalýsingu og mati á göllum við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi birt að loknum fyrsta fundi nefndarinnar. Reiknað er með að flestir ef ekki allir nefndarmenn skrifi undir greinargerðina. Fulltrúar undirbúingskjörbréfanefndar fóru í tvígang til að kanna kjörgögn Norðvesturkjördæmis í Borgarnesi. Hér sjást þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson fylgjast með starfsmönnum Sýslumannsins á Vesturlandi og Alþingis fara yfir kjörgögn.Stöð 2/Arnar Hins vegar herma heimildir að búast megi við að minnsta kosti tveimur álitum frá annars vegar meirihuta nefndarinnar og hins vegar minnihluta og jafnvel fleiri en einu minnihlutaáliti. Þá verði meirihlutinn myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem leggi til að kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni seinni talningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þar með yrði Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna viðskila við fulltrúa hinna stjórnarflokkanna í nefndinni. Álit hennar og annarra skýrist væntanlega síðar í dag. Búist er við að kjörbréfanefnd ljúki störfum á fimmtudag og þá fari fram atkvæðagreiðsla um ólíkar tillögur eða álit. Ekki er víst samkvæmt heimildum fréttastofu að hreinar flokkslínur birtist í atkvæðagreiðslunni þannig að í raun er ómögulegt að spá fyrir um hver endanleg niðurstaða verður fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52 Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. Setning Alþingis hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en að henni lokinni mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setja þingið. Síðast liðinn laugardag voru átta vikur liðnar frá kosningum en þing skal koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Hins vegar eru tæpar 19 vikur frá því þing kom síðast saman hinn 6. júlí og hefur ekki liðið svo langur tími milli þingfunda í um þrjátíu ár. Starfsaldursforseti Alþingis stýrir fyrsta fundi sem að þessu sinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Eina verkefni fundarins er að kjósa fulltrúa í hina formlegu kjörbréfanefnd sem tekur við greinargerð og ef til vill ólíkum álitum undirbúningskjöbréfanefndarinnar sem lýkur störfum í dag. Að því loknu verður þingfundi frestað. Þverpólitískur klofningur í nefndinni Samkvæmt heimildum fréttastofu fundar kjörbréfanefndin strax að loknum þingfundi og verður greinarerð undirbúningskjörbréfanefndarinnar með málsatvikalýsingu og mati á göllum við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi birt að loknum fyrsta fundi nefndarinnar. Reiknað er með að flestir ef ekki allir nefndarmenn skrifi undir greinargerðina. Fulltrúar undirbúingskjörbréfanefndar fóru í tvígang til að kanna kjörgögn Norðvesturkjördæmis í Borgarnesi. Hér sjást þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson fylgjast með starfsmönnum Sýslumannsins á Vesturlandi og Alþingis fara yfir kjörgögn.Stöð 2/Arnar Hins vegar herma heimildir að búast megi við að minnsta kosti tveimur álitum frá annars vegar meirihuta nefndarinnar og hins vegar minnihluta og jafnvel fleiri en einu minnihlutaáliti. Þá verði meirihlutinn myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem leggi til að kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni seinni talningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þar með yrði Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna viðskila við fulltrúa hinna stjórnarflokkanna í nefndinni. Álit hennar og annarra skýrist væntanlega síðar í dag. Búist er við að kjörbréfanefnd ljúki störfum á fimmtudag og þá fari fram atkvæðagreiðsla um ólíkar tillögur eða álit. Ekki er víst samkvæmt heimildum fréttastofu að hreinar flokkslínur birtist í atkvæðagreiðslunni þannig að í raun er ómögulegt að spá fyrir um hver endanleg niðurstaða verður fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52 Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52
Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22