Hafi verið látin dúsa í viku í kaldri kolakompu og hýdd með belti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 19:31 Margrét H. Kristinsdóttir var ellefu eða tólf ára gömul þegar hún segir að barnaverndarnefnd Akureyrar hafi neytt sig í vist á Hjalteyri. Vísir/Egill Kona sem var sem barn neydd til að dvelja á barnaheimilinu á Hjalteyri segir að hún hafi dögum saman og ítrekað verið lokuð inni, án matar og drykkjar, í kaldri kolakompu. Hún hafi verið misnotuð og beitt harkalegu líkamlegu ofbeldi. Margrét bjó til ellefu tólf ára aldurs við ágætar aðstæður hjá útivinnandi móður sinni á Akureyri þegar hún segir að barnaverndarnefnd bæjarins og félagsmálayfirvöld hafi komið og neytt hana til að fara á barnaheimilið á Hjalteyri án allra útskýringa. Móður sinni hafi verið hótað að færi hún ekki til Hjalteyrar myndi dóttir hennar vera tekin af henni. Margrét segist því hafa neyðst til að fara með hjónunum Einari og Beverly til Hjalteyrar og stóð þá í þeirri trú að hún yrði hjá þeim um sumarið. Þá hafi barnaverndarnefndin sagt að þau hjón væru mikil sæmdarhjón og að hjá þeim væri gott að vera. „Mér var strax illa við þau. Á leiðinni í bílnum sögðu þau mér að það giltu strangar reglur á heimilinu, ég mætti til dæmis ekki fara lengra en út að hliði. Mig langaði helst að snúa við en það var ekkert í boði,“ segir Margrét. Drullið ykkur á fætur Margrét segir að hjónin hafi staðið yfir sér þegar hún tók upp úr töskunni og fjarlægt bækur og dót sem móðir hennar hafði látið hana fá. Það hafi verið erfitt að vakna fyrsta morguninn. „Þá gekk Einar á allar hurðir í húsinu og bankaði og öskraði morgunmatur drullið ykkur á fætur. Mér var óglatt og var sein fyrir og vildi ekki borða morgunmat. Þau hjónin tóku mig þá og hentu mér niður í litla kolakompu á neðri hæðinni. Þetta var köld kompa, án ljóss og þar var ég látin dúsa í tvo til þrjá sólahringa án matar eða drykkjar, sængur eða teppis. Ég fékk fötu til að gera þarfir mínar í. Þetta var hræðileg vist og ég með mikla innilokunarkennd en þegar ég hrópaði á hjónin kom Einar niður, þreif í öxlina á mér og henti mér niður á gólf,“ segir Margrét. Hún átti oft eftir að dúsa í kolakompunni þau tvö ár sem hún var neydd til að dvelja á barnaheimilinu. Lengstu dvölina þar segir hún hafa verið heila viku en það var eftir að hún reyndi að strjúka af heimilinu. Þá hafi Beverly komið með mat og djúsglas á fjórða degi en það hafi verið það eina sem hún fékk í það skiptið. Kynferðislegt ofbeldi og rassskellingar með belti Hún segir að líkamlegar refsingar hafi líka verið miklar. „Þau stunduðu það bæði að taka niður mann buxurnar og snúa mann yfir sig og rassskella með belti. Beverly var ekkert skárri en karlinn með það. Hún braut beltið á sérstakan hátt svo það yrði nú nógu sárt að fá höggin á sig. Þetta var hræilega sárt og oft gat ég ekki setið eða legið dögum saman eftir slíkar barsmíðar,“ segir Margrét. Margrét segir að hafi henni orðið á að blóta hafi þau tekið hana og sápað á henni munninn. Einar hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. „Þá var ég háttuð upp í rúm þega hann skreið allt í einu upp í til mín og fór að strjúka mig og strauk mér um klofið. Ég fraus og þorði ekki að gera neitt,“ segir Margrét. Hrikalegt andlegt ofbeldi Margrét lýsir líka miklu andlegu ofbeldi. „Mamma hringdi stundum og þá stóðu þau hjónin til skiptis yfir manni til að passa að maður segði ekki neitt. Þau leyfðu ættingjum mínum aldrei að koma í heimsókn. Einu sinni kom mamma og fleira fólk og ég var að klæða mig þegar Einar kemur upp og segist hafa sent þau í burtu. Ég fékk ekki að fara í heimsóknir til mömmu meðan ég var þarna. Einu sinni átti ég að fá það en var svikin um það á síðustu stundu. Ég þurfti að vera þarna allar hátíðar. Einu sinni hringdi mamma og sagðist hafa keypt jólakjól og jólagjöf handa mér en ég fékk það aldrei. Þau Einar og Beverly tóku það af mér,“ segir Margrét. Margrét var send í skóla á Hjalteyri og segist lítið sem ekkert hafa lært þar. Þegar hún slapp loks frá hjónunum og komst til móður sinnar hafi hún verið búin að missa mikið úr skólanum. Þá hafi hún verið algjörlega niðurbrotin eftir allan hryllinginn. Hún segir líka að hjónin hafi verið flink í að leika fyrirmyndarpar þegar einhver kom í heimsókn og þá hafi krakkarnir fengið að vera nokkuð frjálsir. Það hafi því allt litið nokkuð vel út á yfirborðinu en undir niðri hafi helvíti kraumað. Ákvað að skila skömminni Margrét segir að það hafi verið hrikalega erfitt að rifja upp dvölina á Hjalteyri en þegar hún heyrði í fólkinu sem dvaldi þar í fréttaauka á Stöð 2 hafi hún ákveðið að stíga fram og segja opinberlega frá sinni reynslu. Það þurfi að skila skömminni. „Mér finnst svo ótrúlegt að þetta fólk hafi svo fengið að vera áfram með börn eftir þetta allt saman í Garðabæ. Það hefði aldrei átt að koma nálægt börnum. Ég var lengi í meðferð hjá sálfræðingum til að reyna að vinna úr þessari hræðilegu reynslu það situr samt alltaf eitthvað eftir,“ segir Margrét að lokum. Barnaheimilið á Hjalteyri Félagsmál Kynferðisofbeldi Hörgársveit Akureyri Garðabær Tengdar fréttir „Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 23. nóvember 2021 15:32 Telur rétt að endurvekja vistheimilisnefnd vegna ásakana um illa meðferð á börnum Umsjónamaður sanngirnisbóta segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilinefndar. Málin hafi ekki verið kláruð á sínum tíma. Hann hefur áránna rás fengið kvartanir um Hjalteyrarheimilið. 23. nóvember 2021 13:00 Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 22. nóvember 2021 21:30 Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40 Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Margrét bjó til ellefu tólf ára aldurs við ágætar aðstæður hjá útivinnandi móður sinni á Akureyri þegar hún segir að barnaverndarnefnd bæjarins og félagsmálayfirvöld hafi komið og neytt hana til að fara á barnaheimilið á Hjalteyri án allra útskýringa. Móður sinni hafi verið hótað að færi hún ekki til Hjalteyrar myndi dóttir hennar vera tekin af henni. Margrét segist því hafa neyðst til að fara með hjónunum Einari og Beverly til Hjalteyrar og stóð þá í þeirri trú að hún yrði hjá þeim um sumarið. Þá hafi barnaverndarnefndin sagt að þau hjón væru mikil sæmdarhjón og að hjá þeim væri gott að vera. „Mér var strax illa við þau. Á leiðinni í bílnum sögðu þau mér að það giltu strangar reglur á heimilinu, ég mætti til dæmis ekki fara lengra en út að hliði. Mig langaði helst að snúa við en það var ekkert í boði,“ segir Margrét. Drullið ykkur á fætur Margrét segir að hjónin hafi staðið yfir sér þegar hún tók upp úr töskunni og fjarlægt bækur og dót sem móðir hennar hafði látið hana fá. Það hafi verið erfitt að vakna fyrsta morguninn. „Þá gekk Einar á allar hurðir í húsinu og bankaði og öskraði morgunmatur drullið ykkur á fætur. Mér var óglatt og var sein fyrir og vildi ekki borða morgunmat. Þau hjónin tóku mig þá og hentu mér niður í litla kolakompu á neðri hæðinni. Þetta var köld kompa, án ljóss og þar var ég látin dúsa í tvo til þrjá sólahringa án matar eða drykkjar, sængur eða teppis. Ég fékk fötu til að gera þarfir mínar í. Þetta var hræðileg vist og ég með mikla innilokunarkennd en þegar ég hrópaði á hjónin kom Einar niður, þreif í öxlina á mér og henti mér niður á gólf,“ segir Margrét. Hún átti oft eftir að dúsa í kolakompunni þau tvö ár sem hún var neydd til að dvelja á barnaheimilinu. Lengstu dvölina þar segir hún hafa verið heila viku en það var eftir að hún reyndi að strjúka af heimilinu. Þá hafi Beverly komið með mat og djúsglas á fjórða degi en það hafi verið það eina sem hún fékk í það skiptið. Kynferðislegt ofbeldi og rassskellingar með belti Hún segir að líkamlegar refsingar hafi líka verið miklar. „Þau stunduðu það bæði að taka niður mann buxurnar og snúa mann yfir sig og rassskella með belti. Beverly var ekkert skárri en karlinn með það. Hún braut beltið á sérstakan hátt svo það yrði nú nógu sárt að fá höggin á sig. Þetta var hræilega sárt og oft gat ég ekki setið eða legið dögum saman eftir slíkar barsmíðar,“ segir Margrét. Margrét segir að hafi henni orðið á að blóta hafi þau tekið hana og sápað á henni munninn. Einar hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. „Þá var ég háttuð upp í rúm þega hann skreið allt í einu upp í til mín og fór að strjúka mig og strauk mér um klofið. Ég fraus og þorði ekki að gera neitt,“ segir Margrét. Hrikalegt andlegt ofbeldi Margrét lýsir líka miklu andlegu ofbeldi. „Mamma hringdi stundum og þá stóðu þau hjónin til skiptis yfir manni til að passa að maður segði ekki neitt. Þau leyfðu ættingjum mínum aldrei að koma í heimsókn. Einu sinni kom mamma og fleira fólk og ég var að klæða mig þegar Einar kemur upp og segist hafa sent þau í burtu. Ég fékk ekki að fara í heimsóknir til mömmu meðan ég var þarna. Einu sinni átti ég að fá það en var svikin um það á síðustu stundu. Ég þurfti að vera þarna allar hátíðar. Einu sinni hringdi mamma og sagðist hafa keypt jólakjól og jólagjöf handa mér en ég fékk það aldrei. Þau Einar og Beverly tóku það af mér,“ segir Margrét. Margrét var send í skóla á Hjalteyri og segist lítið sem ekkert hafa lært þar. Þegar hún slapp loks frá hjónunum og komst til móður sinnar hafi hún verið búin að missa mikið úr skólanum. Þá hafi hún verið algjörlega niðurbrotin eftir allan hryllinginn. Hún segir líka að hjónin hafi verið flink í að leika fyrirmyndarpar þegar einhver kom í heimsókn og þá hafi krakkarnir fengið að vera nokkuð frjálsir. Það hafi því allt litið nokkuð vel út á yfirborðinu en undir niðri hafi helvíti kraumað. Ákvað að skila skömminni Margrét segir að það hafi verið hrikalega erfitt að rifja upp dvölina á Hjalteyri en þegar hún heyrði í fólkinu sem dvaldi þar í fréttaauka á Stöð 2 hafi hún ákveðið að stíga fram og segja opinberlega frá sinni reynslu. Það þurfi að skila skömminni. „Mér finnst svo ótrúlegt að þetta fólk hafi svo fengið að vera áfram með börn eftir þetta allt saman í Garðabæ. Það hefði aldrei átt að koma nálægt börnum. Ég var lengi í meðferð hjá sálfræðingum til að reyna að vinna úr þessari hræðilegu reynslu það situr samt alltaf eitthvað eftir,“ segir Margrét að lokum.
Barnaheimilið á Hjalteyri Félagsmál Kynferðisofbeldi Hörgársveit Akureyri Garðabær Tengdar fréttir „Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 23. nóvember 2021 15:32 Telur rétt að endurvekja vistheimilisnefnd vegna ásakana um illa meðferð á börnum Umsjónamaður sanngirnisbóta segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilinefndar. Málin hafi ekki verið kláruð á sínum tíma. Hann hefur áránna rás fengið kvartanir um Hjalteyrarheimilið. 23. nóvember 2021 13:00 Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 22. nóvember 2021 21:30 Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40 Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
„Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 23. nóvember 2021 15:32
Telur rétt að endurvekja vistheimilisnefnd vegna ásakana um illa meðferð á börnum Umsjónamaður sanngirnisbóta segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilinefndar. Málin hafi ekki verið kláruð á sínum tíma. Hann hefur áránna rás fengið kvartanir um Hjalteyrarheimilið. 23. nóvember 2021 13:00
Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 22. nóvember 2021 21:30
Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40
Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23
„Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56