Halda hátíðina í miðju landsliðsverkefni kvenna: „Veit ekki hver f-i þessu upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 12:31 Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg var fyrsta konan til að fá Gullhnöttinn og hátíðin var stór stund fyrir hana. Getty/Aurelien Meunier Á mánudaginn kemur mun Gullhnötturinn vera afhentur til besta knattspyrnufólks heims. Karlarnir áttu þetta svið lengi einir en síðustu ár hafa konurnar fengið hinn svokallaða Ballon d’Or líka. Það sem vekur athygli með verðlaunahátíðina að þessu sinni er að hún er haldin á versta tíma fyrir knattspyrnukonurnar. Jú hátíðin er haldin á tíma þegar það er nokkuð ljóst að engin af knattspyrnukonunum verður í salnum. Nilla Fischer och Magdalena Eriksson kritiska att de missar galan https://t.co/7M21LuQYel— Sportbladet (@sportbladet) November 23, 2021 Á mánudaginn eru þær sem koma til greina nefnilega flestar uppteknar í landsliðsverkefnum enda landsleikjagluggi kvennaliðanna í gangi. Sænska landsliðskonan Nilla Fischer var mjög ósátt með þetta í viðtali við Sportbladet. „Ég veit ekki hver f-i þessu upp en þetta er viðburður sem við allar eigum að geta mætt á,“ sagði Nilla Fischer. Magdalena Eriksson er fyrirliði Chelsea og ein þeirra tuttugu knattspyrnukvenna sem er tilnefnd til verðlaunanna. Athöfnin fer fram á mánudaginn í París en kvöldið eftir er hún að spila með sænska landsliðinu á móti Slóvakíu í undankeppni HM. „Mér finnst það mjög óheppilegt að þeim hafi ekki tekist að finna tímapunkt fyrir hátíðina sem hentar dagatali beggja kynja. Sú sem vinnur Gullhnöttinn fær ekki tækifæri til að vera á staðnum og taka á móti honum. Það er mjög leiðinlegt því þetta er stór stund á ferli hvers leikmanns,“ sagði Magdalena Eriksson. Þetta er í þriðja sinn sem konurnar fá Gullhnöttinn frá France Football. „Auðvitað er ég þreytt á því að hlutirnir séu alltaf svona og það er engin vafi á því að þeir ættu að finna stað og stund svo að konurnar geti mætt líka, sagði Nilla Fischer en sænska landsliðkonan vill samt horfa jákvætt fram á veginn. Hún hefur verið lengi í fremstu röð og hefur á þeim tíma orðið vitni af miklum breytingum. „Þetta verður örugglega betra í framtíðinni. Stundum förum við tvö skref fram á við en þurfum síðan að taka eitt skref til baka. Allar breytingar taka tíma. Við erum samt á góðri leið og það má sjá á þeim breytingum sem hafa orðið hjá félögunum í Evrópu og á síðustu stórmótum sem hafa öll verið frábær. Við erum því á leið í rétt átt,“ sagði Fischer. Fótbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Það sem vekur athygli með verðlaunahátíðina að þessu sinni er að hún er haldin á versta tíma fyrir knattspyrnukonurnar. Jú hátíðin er haldin á tíma þegar það er nokkuð ljóst að engin af knattspyrnukonunum verður í salnum. Nilla Fischer och Magdalena Eriksson kritiska att de missar galan https://t.co/7M21LuQYel— Sportbladet (@sportbladet) November 23, 2021 Á mánudaginn eru þær sem koma til greina nefnilega flestar uppteknar í landsliðsverkefnum enda landsleikjagluggi kvennaliðanna í gangi. Sænska landsliðskonan Nilla Fischer var mjög ósátt með þetta í viðtali við Sportbladet. „Ég veit ekki hver f-i þessu upp en þetta er viðburður sem við allar eigum að geta mætt á,“ sagði Nilla Fischer. Magdalena Eriksson er fyrirliði Chelsea og ein þeirra tuttugu knattspyrnukvenna sem er tilnefnd til verðlaunanna. Athöfnin fer fram á mánudaginn í París en kvöldið eftir er hún að spila með sænska landsliðinu á móti Slóvakíu í undankeppni HM. „Mér finnst það mjög óheppilegt að þeim hafi ekki tekist að finna tímapunkt fyrir hátíðina sem hentar dagatali beggja kynja. Sú sem vinnur Gullhnöttinn fær ekki tækifæri til að vera á staðnum og taka á móti honum. Það er mjög leiðinlegt því þetta er stór stund á ferli hvers leikmanns,“ sagði Magdalena Eriksson. Þetta er í þriðja sinn sem konurnar fá Gullhnöttinn frá France Football. „Auðvitað er ég þreytt á því að hlutirnir séu alltaf svona og það er engin vafi á því að þeir ættu að finna stað og stund svo að konurnar geti mætt líka, sagði Nilla Fischer en sænska landsliðkonan vill samt horfa jákvætt fram á veginn. Hún hefur verið lengi í fremstu röð og hefur á þeim tíma orðið vitni af miklum breytingum. „Þetta verður örugglega betra í framtíðinni. Stundum förum við tvö skref fram á við en þurfum síðan að taka eitt skref til baka. Allar breytingar taka tíma. Við erum samt á góðri leið og það má sjá á þeim breytingum sem hafa orðið hjá félögunum í Evrópu og á síðustu stórmótum sem hafa öll verið frábær. Við erum því á leið í rétt átt,“ sagði Fischer.
Fótbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira