Halda hátíðina í miðju landsliðsverkefni kvenna: „Veit ekki hver f-i þessu upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 12:31 Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg var fyrsta konan til að fá Gullhnöttinn og hátíðin var stór stund fyrir hana. Getty/Aurelien Meunier Á mánudaginn kemur mun Gullhnötturinn vera afhentur til besta knattspyrnufólks heims. Karlarnir áttu þetta svið lengi einir en síðustu ár hafa konurnar fengið hinn svokallaða Ballon d’Or líka. Það sem vekur athygli með verðlaunahátíðina að þessu sinni er að hún er haldin á versta tíma fyrir knattspyrnukonurnar. Jú hátíðin er haldin á tíma þegar það er nokkuð ljóst að engin af knattspyrnukonunum verður í salnum. Nilla Fischer och Magdalena Eriksson kritiska att de missar galan https://t.co/7M21LuQYel— Sportbladet (@sportbladet) November 23, 2021 Á mánudaginn eru þær sem koma til greina nefnilega flestar uppteknar í landsliðsverkefnum enda landsleikjagluggi kvennaliðanna í gangi. Sænska landsliðskonan Nilla Fischer var mjög ósátt með þetta í viðtali við Sportbladet. „Ég veit ekki hver f-i þessu upp en þetta er viðburður sem við allar eigum að geta mætt á,“ sagði Nilla Fischer. Magdalena Eriksson er fyrirliði Chelsea og ein þeirra tuttugu knattspyrnukvenna sem er tilnefnd til verðlaunanna. Athöfnin fer fram á mánudaginn í París en kvöldið eftir er hún að spila með sænska landsliðinu á móti Slóvakíu í undankeppni HM. „Mér finnst það mjög óheppilegt að þeim hafi ekki tekist að finna tímapunkt fyrir hátíðina sem hentar dagatali beggja kynja. Sú sem vinnur Gullhnöttinn fær ekki tækifæri til að vera á staðnum og taka á móti honum. Það er mjög leiðinlegt því þetta er stór stund á ferli hvers leikmanns,“ sagði Magdalena Eriksson. Þetta er í þriðja sinn sem konurnar fá Gullhnöttinn frá France Football. „Auðvitað er ég þreytt á því að hlutirnir séu alltaf svona og það er engin vafi á því að þeir ættu að finna stað og stund svo að konurnar geti mætt líka, sagði Nilla Fischer en sænska landsliðkonan vill samt horfa jákvætt fram á veginn. Hún hefur verið lengi í fremstu röð og hefur á þeim tíma orðið vitni af miklum breytingum. „Þetta verður örugglega betra í framtíðinni. Stundum förum við tvö skref fram á við en þurfum síðan að taka eitt skref til baka. Allar breytingar taka tíma. Við erum samt á góðri leið og það má sjá á þeim breytingum sem hafa orðið hjá félögunum í Evrópu og á síðustu stórmótum sem hafa öll verið frábær. Við erum því á leið í rétt átt,“ sagði Fischer. Fótbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Það sem vekur athygli með verðlaunahátíðina að þessu sinni er að hún er haldin á versta tíma fyrir knattspyrnukonurnar. Jú hátíðin er haldin á tíma þegar það er nokkuð ljóst að engin af knattspyrnukonunum verður í salnum. Nilla Fischer och Magdalena Eriksson kritiska att de missar galan https://t.co/7M21LuQYel— Sportbladet (@sportbladet) November 23, 2021 Á mánudaginn eru þær sem koma til greina nefnilega flestar uppteknar í landsliðsverkefnum enda landsleikjagluggi kvennaliðanna í gangi. Sænska landsliðskonan Nilla Fischer var mjög ósátt með þetta í viðtali við Sportbladet. „Ég veit ekki hver f-i þessu upp en þetta er viðburður sem við allar eigum að geta mætt á,“ sagði Nilla Fischer. Magdalena Eriksson er fyrirliði Chelsea og ein þeirra tuttugu knattspyrnukvenna sem er tilnefnd til verðlaunanna. Athöfnin fer fram á mánudaginn í París en kvöldið eftir er hún að spila með sænska landsliðinu á móti Slóvakíu í undankeppni HM. „Mér finnst það mjög óheppilegt að þeim hafi ekki tekist að finna tímapunkt fyrir hátíðina sem hentar dagatali beggja kynja. Sú sem vinnur Gullhnöttinn fær ekki tækifæri til að vera á staðnum og taka á móti honum. Það er mjög leiðinlegt því þetta er stór stund á ferli hvers leikmanns,“ sagði Magdalena Eriksson. Þetta er í þriðja sinn sem konurnar fá Gullhnöttinn frá France Football. „Auðvitað er ég þreytt á því að hlutirnir séu alltaf svona og það er engin vafi á því að þeir ættu að finna stað og stund svo að konurnar geti mætt líka, sagði Nilla Fischer en sænska landsliðkonan vill samt horfa jákvætt fram á veginn. Hún hefur verið lengi í fremstu röð og hefur á þeim tíma orðið vitni af miklum breytingum. „Þetta verður örugglega betra í framtíðinni. Stundum förum við tvö skref fram á við en þurfum síðan að taka eitt skref til baka. Allar breytingar taka tíma. Við erum samt á góðri leið og það má sjá á þeim breytingum sem hafa orðið hjá félögunum í Evrópu og á síðustu stórmótum sem hafa öll verið frábær. Við erum því á leið í rétt átt,“ sagði Fischer.
Fótbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira