Squid Game smyglari dæmdur til dauða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 10:13 Maðurinn hefur verið dæmdur til dauða og verður hann tekinn af lífi af aftökusveit. Nokkrir gagnfræðiskólakrakkar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa horft á þættina. Getty/Feature China Karlmaður, sem smyglaði afritum af vinsælu Netflix-þáttunum Squid Game til Norður-Kóreu, hefur verið dæmdur til dauða. Upp komst um manninn eftir að stjórnvöld gómuðu gagnfræðiskólanema við að horfa á þættina. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar Radio Free Asia, RFA, hafði maðurinn smyglað þáttunum á USB-kubbum frá Kína. Aftökusveit mun taka manninn af lífi. Þá hafa nokkrir nemendanna, sem voru gómaðir við að horfa á þættina, verið dæmdir í tengslum við málið. Nemandinn sem keypti þættina hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi og sex aðrir sem horfðu á þættina hafa verið dæmdir til fimm ára þrælkunarvinnu. Kennarar og skólastjórar í skólanum hafa þá verið reknir og verða örlög þeirra þau að vinna þrælkunarvinnu í námum úti í óbyggðum Norður-Kóreu. Það er ólöglegt í Norður-Kóreu að neyta nokkurs menningarefnis, sérstaklega því sem kemur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Norðurkóreumenn mega til að mynda ekki lesa bækur, hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir, þætti eða nokkuð annað sem kemur frá útlöndum. Greint var frá því fyrr á þessu ári að karlmaður hafi verið tekinn af lífi á almannafæri fyrir að hafa hlustað á geisladisk með suðurkóresku efni. Suðurkóresku þættirnir Squid Game hafa notið gríðarlegra vinsælda síðan þeir komu út á Netflix í haust. Þættirnir fjalla um skuldsett fólk sem boðið er að taka þátt í fjölda barnaleikja. Eina er að tapi fólkið leiknum er það tekið af lífi. Norðurkóresk stjórnvöld fögnuðu þáttunum þegar þeir komu út og sögðu þá endurspegla „ógeðfelt samfélag Suður-Kóreu.“ Norður-Kórea Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 28. október 2021 15:14 Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. 27. október 2021 13:01 Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofunnar Radio Free Asia, RFA, hafði maðurinn smyglað þáttunum á USB-kubbum frá Kína. Aftökusveit mun taka manninn af lífi. Þá hafa nokkrir nemendanna, sem voru gómaðir við að horfa á þættina, verið dæmdir í tengslum við málið. Nemandinn sem keypti þættina hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi og sex aðrir sem horfðu á þættina hafa verið dæmdir til fimm ára þrælkunarvinnu. Kennarar og skólastjórar í skólanum hafa þá verið reknir og verða örlög þeirra þau að vinna þrælkunarvinnu í námum úti í óbyggðum Norður-Kóreu. Það er ólöglegt í Norður-Kóreu að neyta nokkurs menningarefnis, sérstaklega því sem kemur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Norðurkóreumenn mega til að mynda ekki lesa bækur, hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir, þætti eða nokkuð annað sem kemur frá útlöndum. Greint var frá því fyrr á þessu ári að karlmaður hafi verið tekinn af lífi á almannafæri fyrir að hafa hlustað á geisladisk með suðurkóresku efni. Suðurkóresku þættirnir Squid Game hafa notið gríðarlegra vinsælda síðan þeir komu út á Netflix í haust. Þættirnir fjalla um skuldsett fólk sem boðið er að taka þátt í fjölda barnaleikja. Eina er að tapi fólkið leiknum er það tekið af lífi. Norðurkóresk stjórnvöld fögnuðu þáttunum þegar þeir komu út og sögðu þá endurspegla „ógeðfelt samfélag Suður-Kóreu.“
Norður-Kórea Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 28. október 2021 15:14 Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. 27. október 2021 13:01 Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 28. október 2021 15:14
Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. 27. október 2021 13:01
Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10