Meintur mannréttindabrjótur kjörinn forseti Interpol Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 12:50 Ahmed Naser al-Raisi verður forseti Interpol næstu fjögur árin. AP/Francisco Seco Undirhershöfðingi við innanríkisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem er sakaður um pyntingar og gerræðislegar handtökur í heimalandinu var kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol. Hann hefur verið kærður í fimm löndum. Ahmed Naser al-Raisi hefur átt sæti í framkvæmdastjórn Interpol. Tæplega 69 prósent aðildarríkja stofnunarinnar greiddu honum atkvæði eftir þrjár umferðir en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að ná kjöri. Raisi gegnir embættinu næstu fjögur árin. Kjörið er umdeilt enda hafa mannréttindasamtök sakað Raisi um aðild að pyntingum og handahófskenndum handtökum í furstadæmunum þar sem hann er innri endurskoðandi innanríkisráðuneytisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Raisi hefur verið kærður fyrir pyntingar í fimm löndum, þar á meðal í Frakklandi þar sem höfuðstöðvar Interpol eru og í Tyrklandi þar sem forsetakjörið fór fram á aðalfundi Interpol. Atkvæðagreiðslan um forseta Interpol er leynileg en Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, staðfestir við Vísi að Ísland hafi greitt Sörku Havrakovu, tékkneskum ofursta, atkvæði sitt. Fulltrúar embættisins hafi talað hana mun frambærilegri frambjóðanda. Reyna að draga Raisi fyrir dómstóla hvar sem hann ferðast AP segir að Raisi hafi lagt mikið upp úr kosningabaráttu sinni. Hann ferðaðist víða um heim og hitti þingmenn og ráðamenn í ýmsum löndum. Í skoðanagrein í ríkisfjölmiðli í Abú Dabí sagðist hann vilja nútímavæða Interpol og fullyrti að furstadæmin legðu áherslu á að verja mannréttindi innanlands og erlendis. Tveir Bretar sem kærðu Raisi fordæmdu kjör hans. Matthew Hodges er breskur doktorsnemi sem sat í fangelsi í furstadæmunum sakaður um njósnir í tæpa sjö mánuði árið 2018. Ali Issa Ahmad, knattspyrnuaðdáandi, segir að hann hafi verið pyntaður af öryggissveitum furstadæmisins þegar hann var handtekinn á Asíumótinu þar árið 2019. Lögmaður þeirra segir að þeir muni reyna að draga Raisi fyrir dómstóla í þeim löndum sem hann ferðast til sem forseti Interpol. Misnota alþjóðlegar handtökuskipanir til að ná til andstæðinga Forseti Interpol hefur umsjón með störfum stofnunarinnar og mótar stefnu hennar. Hann stýrir aðalfundum og fundum framkvæmdastjórnar. Aðalframkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri Interpol en Þjóðverjinn Jörgen Stock gegnir embættinu um þessar mundir. Kjör forseta Interpol vakti sérstaklega mikla athygli að þessu sinni í ljósi þess að Meng Hongwei, fyrsti Kínverjinn til að gegna embættinu, hvarf skyndilega á miðju kjörtímabilinu sínu þegar hann heimsótti heimalandið árið 2018. Síðar kom í ljós að hann hefði verið handtekinn og sakaður um mútur og fleiri glæpi. Vestræn ríki hafa gagnrýnt að einræðis- og valdboðsríki eins og Rússland og fleiri misnoti handtökuskipanir Interpol til þess að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum og andófsfólki erlendis. Forsetakjörið í ár er sagt endurspegla spennu á milli lýðræðisríkja og harðstjórna sem eiga aðild að stofnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um hvernig Ísland greiddi atkvæði. Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Interpol dæmdur í þrettán ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt Meng Hongwei í fangelsi og sektargreiðslu fyrir mútuþægni. 21. janúar 2020 08:33 Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. 19. nóvember 2018 10:31 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Ahmed Naser al-Raisi hefur átt sæti í framkvæmdastjórn Interpol. Tæplega 69 prósent aðildarríkja stofnunarinnar greiddu honum atkvæði eftir þrjár umferðir en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að ná kjöri. Raisi gegnir embættinu næstu fjögur árin. Kjörið er umdeilt enda hafa mannréttindasamtök sakað Raisi um aðild að pyntingum og handahófskenndum handtökum í furstadæmunum þar sem hann er innri endurskoðandi innanríkisráðuneytisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Raisi hefur verið kærður fyrir pyntingar í fimm löndum, þar á meðal í Frakklandi þar sem höfuðstöðvar Interpol eru og í Tyrklandi þar sem forsetakjörið fór fram á aðalfundi Interpol. Atkvæðagreiðslan um forseta Interpol er leynileg en Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, staðfestir við Vísi að Ísland hafi greitt Sörku Havrakovu, tékkneskum ofursta, atkvæði sitt. Fulltrúar embættisins hafi talað hana mun frambærilegri frambjóðanda. Reyna að draga Raisi fyrir dómstóla hvar sem hann ferðast AP segir að Raisi hafi lagt mikið upp úr kosningabaráttu sinni. Hann ferðaðist víða um heim og hitti þingmenn og ráðamenn í ýmsum löndum. Í skoðanagrein í ríkisfjölmiðli í Abú Dabí sagðist hann vilja nútímavæða Interpol og fullyrti að furstadæmin legðu áherslu á að verja mannréttindi innanlands og erlendis. Tveir Bretar sem kærðu Raisi fordæmdu kjör hans. Matthew Hodges er breskur doktorsnemi sem sat í fangelsi í furstadæmunum sakaður um njósnir í tæpa sjö mánuði árið 2018. Ali Issa Ahmad, knattspyrnuaðdáandi, segir að hann hafi verið pyntaður af öryggissveitum furstadæmisins þegar hann var handtekinn á Asíumótinu þar árið 2019. Lögmaður þeirra segir að þeir muni reyna að draga Raisi fyrir dómstóla í þeim löndum sem hann ferðast til sem forseti Interpol. Misnota alþjóðlegar handtökuskipanir til að ná til andstæðinga Forseti Interpol hefur umsjón með störfum stofnunarinnar og mótar stefnu hennar. Hann stýrir aðalfundum og fundum framkvæmdastjórnar. Aðalframkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri Interpol en Þjóðverjinn Jörgen Stock gegnir embættinu um þessar mundir. Kjör forseta Interpol vakti sérstaklega mikla athygli að þessu sinni í ljósi þess að Meng Hongwei, fyrsti Kínverjinn til að gegna embættinu, hvarf skyndilega á miðju kjörtímabilinu sínu þegar hann heimsótti heimalandið árið 2018. Síðar kom í ljós að hann hefði verið handtekinn og sakaður um mútur og fleiri glæpi. Vestræn ríki hafa gagnrýnt að einræðis- og valdboðsríki eins og Rússland og fleiri misnoti handtökuskipanir Interpol til þess að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum og andófsfólki erlendis. Forsetakjörið í ár er sagt endurspegla spennu á milli lýðræðisríkja og harðstjórna sem eiga aðild að stofnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um hvernig Ísland greiddi atkvæði.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Interpol dæmdur í þrettán ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt Meng Hongwei í fangelsi og sektargreiðslu fyrir mútuþægni. 21. janúar 2020 08:33 Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. 19. nóvember 2018 10:31 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Fyrrverandi forseti Interpol dæmdur í þrettán ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt Meng Hongwei í fangelsi og sektargreiðslu fyrir mútuþægni. 21. janúar 2020 08:33
Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. 19. nóvember 2018 10:31