Halldór Jóhann: Það eru ekki mörg lið sem vinna Gróttu með níu mörkum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 21:20 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur með 9 marka sigur á Gróttu í frestuðum leik Olís-deildar karla. Selfyssingar voru með forskotið nánast allan leikinn og sigruðu örugglega, 32-23. „Það var bara ansi margt sem ég er ánægður með. Við vorum frábærir varnarlega allan leikinn. Það er ekki auðvelt að spila á móti Gróttu. Þeir spila mikið 7 á 6 og við vorum þolinmóðir og vorum með góðan hóp til að vinna í því. Við gerðum nánast allt sem við ætluðum okkur að gera og það skilaði okkur frábærum níu marka sigri. Það eru ekki mörg lið sem vinna Gróttu með níu mörkum, þeir eru með mjög agað lið og við vorum bara klárir í dag.“ Aðspurður hvort þetta hafi verið það sem lagt var upp með fyrir leikinn sagði Halldór þetta: „Við fórum aðeins í gegnum okkar mál eftir ÍBV leikinn og síðustu vikur. Við ætluðum að spila góða vörn og það var aðalatriðið í dag. Að fá hraða í leikinn og hlaupa, við gerðum það. Við spiluðum frábæra vörn og hlupum upp völlinn. Mér fannst heildarbragurinn á liðinu frábær í dag og því er ég ótrúlega ánægður.“ Ertu sáttur með hvar þið standið í deildinni? „Við erum ekki sáttir hvar við stöndum í deildinni. Við vissum að það yrði bras fram eftir líka. Við erum að fá marga leikmenn inn og það tekur tíma fyrir þá að koma sér í stand. Við höfum verið undir pari og ætlum okkur ekki það. Við eigum töluvert inni og við ætlum að vinna eitthvað.“ Næsti leikur Selfyssinga er á móti KA og vill Halldór sjá strákana eiga svipaðan leik eins og í kvöld. „Við höldum bara áfram. Sýnum þessa vinnusemi sem við sýndum í dag. Við vorum á staðnum allan tímann og héldum fókus. Það voru ekki þessar sveiflur í leik okkar sem hafa einkennt liðið í vetur. Við þurfum að halda því, það verður erfitt að fá KA hérna í heimsókn og við þurfum að spila góðan leik til þess að vinna.“ UMF Selfoss Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 32-23 | Selfyssingar sigruðu í frestuðum leik Selfyssingar tóku á móti Gróttu í frestuðum leik frá 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Jafnræði með liðunum til að byrja með. Selfyssingar tóku svo forskotið og létu það ekki af hendi. Lokatölur 32-23. 25. nóvember 2021 18:45 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Sjá meira
„Það var bara ansi margt sem ég er ánægður með. Við vorum frábærir varnarlega allan leikinn. Það er ekki auðvelt að spila á móti Gróttu. Þeir spila mikið 7 á 6 og við vorum þolinmóðir og vorum með góðan hóp til að vinna í því. Við gerðum nánast allt sem við ætluðum okkur að gera og það skilaði okkur frábærum níu marka sigri. Það eru ekki mörg lið sem vinna Gróttu með níu mörkum, þeir eru með mjög agað lið og við vorum bara klárir í dag.“ Aðspurður hvort þetta hafi verið það sem lagt var upp með fyrir leikinn sagði Halldór þetta: „Við fórum aðeins í gegnum okkar mál eftir ÍBV leikinn og síðustu vikur. Við ætluðum að spila góða vörn og það var aðalatriðið í dag. Að fá hraða í leikinn og hlaupa, við gerðum það. Við spiluðum frábæra vörn og hlupum upp völlinn. Mér fannst heildarbragurinn á liðinu frábær í dag og því er ég ótrúlega ánægður.“ Ertu sáttur með hvar þið standið í deildinni? „Við erum ekki sáttir hvar við stöndum í deildinni. Við vissum að það yrði bras fram eftir líka. Við erum að fá marga leikmenn inn og það tekur tíma fyrir þá að koma sér í stand. Við höfum verið undir pari og ætlum okkur ekki það. Við eigum töluvert inni og við ætlum að vinna eitthvað.“ Næsti leikur Selfyssinga er á móti KA og vill Halldór sjá strákana eiga svipaðan leik eins og í kvöld. „Við höldum bara áfram. Sýnum þessa vinnusemi sem við sýndum í dag. Við vorum á staðnum allan tímann og héldum fókus. Það voru ekki þessar sveiflur í leik okkar sem hafa einkennt liðið í vetur. Við þurfum að halda því, það verður erfitt að fá KA hérna í heimsókn og við þurfum að spila góðan leik til þess að vinna.“
UMF Selfoss Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 32-23 | Selfyssingar sigruðu í frestuðum leik Selfyssingar tóku á móti Gróttu í frestuðum leik frá 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Jafnræði með liðunum til að byrja með. Selfyssingar tóku svo forskotið og létu það ekki af hendi. Lokatölur 32-23. 25. nóvember 2021 18:45 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Grótta 32-23 | Selfyssingar sigruðu í frestuðum leik Selfyssingar tóku á móti Gróttu í frestuðum leik frá 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Jafnræði með liðunum til að byrja með. Selfyssingar tóku svo forskotið og létu það ekki af hendi. Lokatölur 32-23. 25. nóvember 2021 18:45