Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2021 13:15 Börn sem fara veginn daglega með skólabíl eru oft veik þegar þau koma í skólann á Hvammstanga og þurfa þar góðan tíma til að jafna sig áður en þau geta farið að læra. Eins og sést á myndinni er ástand vegarins hrikalegt. Aðsend Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. Síðustu ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Þá hefur orðin mikil aukning á umferð ferðamanna um veginn og slys á veginum of tíð. Skólabíll far um veginn daglega með börn í grunnskólann á Hvammstanga. „Vatnsvegurinn, þetta er 70 kílómetra vegur, sem er um Vatnsnesið. Þetta er mjög slæmur malarvegur eins og við höfum reyndar oft fjallað um og fáum aldrei leið á að tala um. Vegurinn er núna búin að vera í verulega slæmu ástandi í haust og er núna í mjög slæmu ástandi. Ég get tekið sem dæmi að við erum að keyra skólakrakka þessa leið daglega og það hefur farið allt upp í tvo tíma og tuttugu mínútur, sem þau hafa þurft að sitja í bíl, sem ætti að vera innan við klukkutíma akstur. Börnin koma mörg hver lasinn í skólann og þurfa að jafna sig í fyrsta tíma eftir að hafa verið í skólabílnum,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra hvetur sem flesta til að styrkja fjármögnun verkefnisins um Vatnsveg.Aðsend Ragnheiður Jóna segir að vegurinn sé kominn inn á samgönguáætlun en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, eða á árunum 2030-2034, sem er algjörlega óásættanlegt fyrir íbúa Húnaþings vestra. Því sé hafin hópfjármögnunum á Karolinafund þar sem ætlunin er að safna 100 milljónum króna upp í veginn, sem er hins vegar bara brot af kostnaði við veginn en yrði til þess að hægt væri að hefja hönnun vegarins strax. Ertu bjartsýn á að þið náið að safna 100 milljónum? „Já, ég er bjartsýn á það,“ segir Ragnheiður Jóna. Hægt er að styðja við verkefnið hér Húnaþing vestra Grunnskólar Skóla - og menntamál Vegagerð Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Síðustu ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Þá hefur orðin mikil aukning á umferð ferðamanna um veginn og slys á veginum of tíð. Skólabíll far um veginn daglega með börn í grunnskólann á Hvammstanga. „Vatnsvegurinn, þetta er 70 kílómetra vegur, sem er um Vatnsnesið. Þetta er mjög slæmur malarvegur eins og við höfum reyndar oft fjallað um og fáum aldrei leið á að tala um. Vegurinn er núna búin að vera í verulega slæmu ástandi í haust og er núna í mjög slæmu ástandi. Ég get tekið sem dæmi að við erum að keyra skólakrakka þessa leið daglega og það hefur farið allt upp í tvo tíma og tuttugu mínútur, sem þau hafa þurft að sitja í bíl, sem ætti að vera innan við klukkutíma akstur. Börnin koma mörg hver lasinn í skólann og þurfa að jafna sig í fyrsta tíma eftir að hafa verið í skólabílnum,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra hvetur sem flesta til að styrkja fjármögnun verkefnisins um Vatnsveg.Aðsend Ragnheiður Jóna segir að vegurinn sé kominn inn á samgönguáætlun en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, eða á árunum 2030-2034, sem er algjörlega óásættanlegt fyrir íbúa Húnaþings vestra. Því sé hafin hópfjármögnunum á Karolinafund þar sem ætlunin er að safna 100 milljónum króna upp í veginn, sem er hins vegar bara brot af kostnaði við veginn en yrði til þess að hægt væri að hefja hönnun vegarins strax. Ertu bjartsýn á að þið náið að safna 100 milljónum? „Já, ég er bjartsýn á það,“ segir Ragnheiður Jóna. Hægt er að styðja við verkefnið hér
Húnaþing vestra Grunnskólar Skóla - og menntamál Vegagerð Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira