Innlent

Ekkert reyndist að óttast í Leifsstöð

Árni Sæberg skrifar
Sérsveitin mun ganga úr skugga um að engin hætta sé á ferð.
Sérsveitin mun ganga úr skugga um að engin hætta sé á ferð. Vísir/Vilhelm

Nokkur viðbúnaður lögreglu var við Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í kvöld þar sem ferðataska hafði verið skilin eftir.

Sigurbergur Theodórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi komið á vettvang og gengið úr skugga um að ekkert væri að óttast.

Það hafi eingöngu verið viðvörunarráðstöfun og að hefðbundnu verklagi hafi verið fylgt.

„Það er bara verið að tryggja að taskan sé í lagi og skapi enga hættu þarna,“ sagði hann fyrr í kvöld.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×