Innlent

Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis

Samúel Karl Ólason skrifar
Birgir Ármannsson hefur setið á þingi frá 2003.
Birgir Ármannsson hefur setið á þingi frá 2003. Vísir/Vilhelm

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag.

Bjarni sagði stjórnarflokkana hafa samið um að Sjálfstæðisflokkurinn ætti rétt á því að tilnefnda forseta Alþingis og að þingflokkur flokksins hefði samþykkt að tilnefnda Birgi.

Síðan yrði Birgir þá kosinn í embætti af öllum þingmönnum.

Birgir Ármannsson hefur setið á þingi frá 2003 og hefur verið formaður þingflokks Sjálfstæðismanna síðan 2017.


Tengdar fréttir

Svandís og Guðmundur fara í nýja ráðherrastóla

Eins og búist var við verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Bein útsending: Ný ríkisstjórn kynnt til leiks

Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×