Tíska og hönnun

Virgil Abloh látinn 41 árs að aldri

Árni Sæberg skrifar
Virgil Abloh lést úr krabbameini.
Virgil Abloh lést úr krabbameini. Christian Vierig/Getty Images

Fatahönnuðurinn Virgil Abloh er látinn eftir þriggja ára baráttu við krabbamein.

Virgil Ablo greindist með sjaldgæft hjartakrabbamein, hjarta æðasarkmein árið 2019, það hefur nú dregið hann til dauða einungis 41 árs að aldri. Hann ákvað að heyja baráttu sína fjarri sviðsljósinu.

Abloh er var einn þekktasti hönnuður sinnar kynslóðar en hann var stofnandi og eigandi tískuhússins Off-White. Þá var hann listrænn stjórnandi karlatísku hjá Louis Vuitton frá 2018, fyrstur svartra manna.

Fjölskylda Ablohs tilkynnti um andlát hans á Instagramsíðu hans í dag. Þar segir að fjölskylda hans og vinir séu harmi slegin eftir andlát heittelskaðs föður, eiginmanns, sonar, bróður og vinar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×