„Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 08:02 Eric Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam og fjölskyldumál. AP Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. Franskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánum samstarfsmönnum Zemmour en reiknað er með að Zemmour muni tilkynna formlega um framboðið síðar í dag. Skoðanakannanir benda til þess að hann njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Hinn 63 ár Zemmour hefur ekki áður greint með skýrum hætti frá því að hann ætli sér að bjóða sig fram til forseta, en hann hefur þó gefið vísbendingar um slíkt. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann meira fylgis en Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, sem atti kappi við Macron í síðari umferð forsetakosninganna árið 2017. Hefur Zemmour mælst með stuðning um 17 prósent kjósenda. Innflytjendamál, hefðbundin fjölskyldugildi og pólitísk rétthyggja Zemmour hefur sagt að forsetaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum árið 2016 hafi veitt honum mikinn innblástur og sagt þá Trump vera skoðanabræður þegar kemur að málum eins og innflytjendamálum, orkumálum og pólitískri rétthyggju. Hann hefur sömuleiðis sagst mikill aðdáandi Napóleons og Charles de Gaulle. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. „Íslamskt lýðveldi“ Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam. Hefur hann sagt að Frakkland sé á leiðinni að „deyja“ og að landið verði brátt „íslamskt lýðveldi“. Þá hefur hann sagt franska karlmenn vera í djúpri tilvistarkreppu og að konur vilji í raun láta stjórna sér af sterkum karlmönnum. Hann hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Sonur innflytjenda Foreldrar Zemmour komu á sínum tíma til Frakklands frá Alsír og fæddist Eric Zemmour í París. Hann segir að börn innflytjenda verði að ákveða sig hverjum þeir vilji tilheyra. „Vandamálið er að Frakkland, og leiðtogar landsins, eru of miklir heiglar til að krefjast þess að slík ákvörðun sé tekin,“ er haft eftir Zemmour. Hann hefur sömuleiðis lagt til bann við að frönsk börn geti ekki fengið nafn sem ekki teljast vera „frönsk. „Enginn Frakki á að geta nefnt barnið sitt Mohammed,“ er sömuleiðis haft eftir Zemmour. Zemmour hefur áður hlotið dóm fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sinna um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Franskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánum samstarfsmönnum Zemmour en reiknað er með að Zemmour muni tilkynna formlega um framboðið síðar í dag. Skoðanakannanir benda til þess að hann njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Hinn 63 ár Zemmour hefur ekki áður greint með skýrum hætti frá því að hann ætli sér að bjóða sig fram til forseta, en hann hefur þó gefið vísbendingar um slíkt. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann meira fylgis en Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, sem atti kappi við Macron í síðari umferð forsetakosninganna árið 2017. Hefur Zemmour mælst með stuðning um 17 prósent kjósenda. Innflytjendamál, hefðbundin fjölskyldugildi og pólitísk rétthyggja Zemmour hefur sagt að forsetaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum árið 2016 hafi veitt honum mikinn innblástur og sagt þá Trump vera skoðanabræður þegar kemur að málum eins og innflytjendamálum, orkumálum og pólitískri rétthyggju. Hann hefur sömuleiðis sagst mikill aðdáandi Napóleons og Charles de Gaulle. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. „Íslamskt lýðveldi“ Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam. Hefur hann sagt að Frakkland sé á leiðinni að „deyja“ og að landið verði brátt „íslamskt lýðveldi“. Þá hefur hann sagt franska karlmenn vera í djúpri tilvistarkreppu og að konur vilji í raun láta stjórna sér af sterkum karlmönnum. Hann hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Sonur innflytjenda Foreldrar Zemmour komu á sínum tíma til Frakklands frá Alsír og fæddist Eric Zemmour í París. Hann segir að börn innflytjenda verði að ákveða sig hverjum þeir vilji tilheyra. „Vandamálið er að Frakkland, og leiðtogar landsins, eru of miklir heiglar til að krefjast þess að slík ákvörðun sé tekin,“ er haft eftir Zemmour. Hann hefur sömuleiðis lagt til bann við að frönsk börn geti ekki fengið nafn sem ekki teljast vera „frönsk. „Enginn Frakki á að geta nefnt barnið sitt Mohammed,“ er sömuleiðis haft eftir Zemmour. Zemmour hefur áður hlotið dóm fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sinna um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira