Hækka barnabætur á næsta ári fyrir tekjulægri Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 11:12 Skerðingamörkunum er breytt til að bregðast við launahækkunum sem hafa leitt til aukinna skerðinga. Vísir/Vilhelm Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. Felur það í sér hjá einstæðu foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð verður engin skerðing á barnabótum upp að 394.878 krónum í mánaðarlaun. Fjárhæðir barnabóta verða hækkaðar á næsta ári um 5,5% til 5,8% en efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Ekki er hækkun á heildarfjárheimild ríkissjóðs vegna barnabóta milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022. Fyrir einstæða foreldra hækka barnabætur með fyrsta barni á næsta ári um 22.300 krónur og verða 413.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 20.200 krónur og verða 423.000 krónur. Fyrir fólk í sambúð hækka barnabætur með fyrsta barni um 13.500 krónur og verða 248.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 15.800 krónur og verða 295.000 krónur. Barnabætur sem greiddar eru með börnum yngri en sjö ára hækka um 8.000 krónur og verða 148.000 krónur. Hækka neðri skerðingamörk Fyrir aðila í sambúð hækka neðri skerðingarmörk úr 702.000 krónum í 758.167 á mánuði. Miðað við áðurnefndar forsendur munu barnabætur ekki skerðast fyrir sambúðaraðila upp að 789.757 krónum í samanlögð mánaðarlaun. Efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Þegar efri skerðingarmörkum er náð eykst skerðingarhlutfall barnabóta um 1,5%. Dæmi um breytingu á barnabótum fyrir fjölskyldu með tveimur börnum. Stjórnarráðið Fyrir einstæða foreldra hækka efri skerðingarmörkin úr 5,50 milljónum króna á ársgrundvelli í 6,16 milljónir króna eða úr 458.333 krónum á mánuði í 513.333 krónum á mánuði. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 534.722 krónum á mánuði. Fyrir sambúðaraðila hækka efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta úr 11,00 milljónum króna á ársgrundvelli í 12,32 milljónir króna eða úr 916.667 krónum á mánuði í 1.026.667 krónur. Það þýðir fyrir sambúðaraðila sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 1.069.444 krónum á mánuði. Auka framlög til fæðingarorlofssjóðs Fjárheimildir til fæðingarorlofsmála verða auknar um 1.517 milljónir króna á næsta ári frá síðustu fjárlögum. Þar af koma 1.100 milljónir til vegna lengingar fæðingarorlofsins í tólf mánuði í samræmi við samþykkt lög þess efnis. Þá er fjárheimild málaflokksins aukin um 420 milljónir króna vegna hækkunar mánaðarlegrar hámarksgreiðslu í 600 þúsund krónur. Fjárlagafrumvarp 2022 Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Felur það í sér hjá einstæðu foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð verður engin skerðing á barnabótum upp að 394.878 krónum í mánaðarlaun. Fjárhæðir barnabóta verða hækkaðar á næsta ári um 5,5% til 5,8% en efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Ekki er hækkun á heildarfjárheimild ríkissjóðs vegna barnabóta milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022. Fyrir einstæða foreldra hækka barnabætur með fyrsta barni á næsta ári um 22.300 krónur og verða 413.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 20.200 krónur og verða 423.000 krónur. Fyrir fólk í sambúð hækka barnabætur með fyrsta barni um 13.500 krónur og verða 248.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 15.800 krónur og verða 295.000 krónur. Barnabætur sem greiddar eru með börnum yngri en sjö ára hækka um 8.000 krónur og verða 148.000 krónur. Hækka neðri skerðingamörk Fyrir aðila í sambúð hækka neðri skerðingarmörk úr 702.000 krónum í 758.167 á mánuði. Miðað við áðurnefndar forsendur munu barnabætur ekki skerðast fyrir sambúðaraðila upp að 789.757 krónum í samanlögð mánaðarlaun. Efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Þegar efri skerðingarmörkum er náð eykst skerðingarhlutfall barnabóta um 1,5%. Dæmi um breytingu á barnabótum fyrir fjölskyldu með tveimur börnum. Stjórnarráðið Fyrir einstæða foreldra hækka efri skerðingarmörkin úr 5,50 milljónum króna á ársgrundvelli í 6,16 milljónir króna eða úr 458.333 krónum á mánuði í 513.333 krónum á mánuði. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 534.722 krónum á mánuði. Fyrir sambúðaraðila hækka efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta úr 11,00 milljónum króna á ársgrundvelli í 12,32 milljónir króna eða úr 916.667 krónum á mánuði í 1.026.667 krónur. Það þýðir fyrir sambúðaraðila sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 1.069.444 krónum á mánuði. Auka framlög til fæðingarorlofssjóðs Fjárheimildir til fæðingarorlofsmála verða auknar um 1.517 milljónir króna á næsta ári frá síðustu fjárlögum. Þar af koma 1.100 milljónir til vegna lengingar fæðingarorlofsins í tólf mánuði í samræmi við samþykkt lög þess efnis. Þá er fjárheimild málaflokksins aukin um 420 milljónir króna vegna hækkunar mánaðarlegrar hámarksgreiðslu í 600 þúsund krónur.
Fjárlagafrumvarp 2022 Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira