Fær engar bætur eftir að fimm lítrar af ólífuolíu skemmdu flugfarangurinn Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2021 07:57 Flugfarþeginn flutti fimm lítra af olífuolíu í töskunni. Getty Samgöngustofa hefur hafnað kröfum manns um skaðabætur úr hendi flugfélagsins Wizz Air vegna tjóns sem varð á innrituðum farangri hans í flugi eftir að ílát, sem geymdi fimm lítra af ólífuolíu, sprakk og olli tjóni á fatnaði, raftækjum og fleiru í töskunni. Farþeginn var á leið frá Katowice í Póllandi til Keflavíkur í ágúst 2020 þegar atvikið varð. Tilkynnti hann Wizz Air og atvikið tveimur dögum síðar. Kvartandi sendi með kvörtuninni myndir af þeim verðmætum sem urðu fyrir tjóni í flutninginum. Fór hann fram á skaðabætur vegna tjóns á farangri á grundvelli laga um loftferðir, samanber reglugerð um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Engin ábyrgð ef um vökva er að ræða Í svari Wizz Air til Samgöngustofu var vísað í skilmála þar sem tekið er fram að flugfélagið beri ekki ábyrgð á skemmdum sem kunni að verða á farangri ef hann inniheldur „vökva“. Ekki bárust svo frekari svör frá kvartanda. Mat Samgöngustofu er að það í þeirri ráðstöfun að pakka fimm lítrum af olíu í innritaðan farangur „hafi verið fólgin talsverð áhætta þannig að umrætt tjón megi rekja til ástands farangurs“, samanber 104. grein loftferðalaga. Sjálfur valdur „Þess til viðbótar ber að geta þess að í 107. gr. loftferðalaga nr. 60/1998 er heimild til að lækka skaðabætur eða fella þær niður ef sá sem fyrir tjóninu varð hafi sjálfur verið valdur eða samvaldur af því. Það er því einnig mat SGS að kvartandi verði að bera ábyrgð á tjóni sínu sjálfur þar sem háttsemi hans að pakka umræddri olíu hafi valdið tjóninu. Kröfu kvartenda um skaðabætur úr hendi WA vegna tjóns á innrituðum farangri kvartanda er því hafnað,“ segir í ákvörðun Samgöngustofu. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
Farþeginn var á leið frá Katowice í Póllandi til Keflavíkur í ágúst 2020 þegar atvikið varð. Tilkynnti hann Wizz Air og atvikið tveimur dögum síðar. Kvartandi sendi með kvörtuninni myndir af þeim verðmætum sem urðu fyrir tjóni í flutninginum. Fór hann fram á skaðabætur vegna tjóns á farangri á grundvelli laga um loftferðir, samanber reglugerð um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Engin ábyrgð ef um vökva er að ræða Í svari Wizz Air til Samgöngustofu var vísað í skilmála þar sem tekið er fram að flugfélagið beri ekki ábyrgð á skemmdum sem kunni að verða á farangri ef hann inniheldur „vökva“. Ekki bárust svo frekari svör frá kvartanda. Mat Samgöngustofu er að það í þeirri ráðstöfun að pakka fimm lítrum af olíu í innritaðan farangur „hafi verið fólgin talsverð áhætta þannig að umrætt tjón megi rekja til ástands farangurs“, samanber 104. grein loftferðalaga. Sjálfur valdur „Þess til viðbótar ber að geta þess að í 107. gr. loftferðalaga nr. 60/1998 er heimild til að lækka skaðabætur eða fella þær niður ef sá sem fyrir tjóninu varð hafi sjálfur verið valdur eða samvaldur af því. Það er því einnig mat SGS að kvartandi verði að bera ábyrgð á tjóni sínu sjálfur þar sem háttsemi hans að pakka umræddri olíu hafi valdið tjóninu. Kröfu kvartenda um skaðabætur úr hendi WA vegna tjóns á innrituðum farangri kvartanda er því hafnað,“ segir í ákvörðun Samgöngustofu.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira