Forvirkar rannsóknarheimildir, afglæpavæðing neysluskammta og sorgarleyfi Eiður Þór Árnason skrifar 2. desember 2021 17:00 Ný ríkisstjórn að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Vísir/Vilhelm Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, afglæpavæðing neysluskammta fíkniefna og sorgarleyfi foreldra er meðal margra mála sem ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vill sjá koma til framkvæmda á nýhöfnu þingi. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var birt í gær og verður hér stiklað á stóru um áherslumál ráðherranna tólf. Mörg mál síðustu ríkisstjórnar fengu ekki framgang á síðasta þingi og er því hluti frumvarpanna lagður fram í annað sinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst meðal annars leggja fram breytingu á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að lögin kveði á um meginregluna um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar – ekki eingöngu óháð kynþætti og þjóðernisuppruna líkt og gildandi lög heldur jafnframt óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Einnig mælir Katrín fyrir heimild stjórnvalda til að meta og taka afstöðu til fjárfestinga erlendra aðila í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi með tilliti til sjónarmiða um þjóðaröryggi. Afbrotavarnir og ný nafnskírteini Jón Gunnarsson innanríkisráðherra ætlar að leggja fram breytingu á lögreglulögum sem skýri heimildir lögreglu til að „grípa til ráðstafana í þágu afbrotavarna að gættum stjórnarskrárvörðum grundvallarréttindum borgaranna.“ Umræða um forvirkar heimildir lögreglu, sem gera henni kleift að hefja rannsókn áður en glæpur hefur verið framinn, hafa verið reglulega til umræðu á Alþingi á síðustu árum en ekki enn hlotið brautargengi. „Heimildirnar varða sérstaklega afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borgaranna og ríkisins, svo og afbrot sem felast í skipulagðri brotastarfsemi, dreifingu á stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum, netbrotum og/eða árásum, þar á meðal gegn æðstu stjórn ríkisins og hryðjuverkum,“ segir í skýringum í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm Sömuleiðis hyggst innanríkisráðherra leggja fram breytingar á lögum um meðferð sakamála til að takast á við rannsókn mála sem varða skipulagða brotastarfsemi. Snúa tillögurnar til að mynda að lengd gæsluvarðhalds og aðgang að gögnum. Einnig stendur til að leggja fram breytingar á málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd til að auka skilvirkni og stytta málsmeðferðartíma. Í hyggst Jón svo leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um útgáfu og notkun nafnskírteina. Með breytingunum á að heimila Þjóðskrá Íslands að gefa út ný nafnskírteini fyrir einstaklinga sem væru jafnframt ferðaskilríki á Schengen-svæðinu. Vilja auka frelsi á leigubílamarkaði Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, ætlar meðal annars að leggja fram frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum með það í huga að breyta fyrirkomulagi á sjóðakerfi kvikmyndagerðar. Meginefni frumvarpsins er að kveða skýrt á um heimild Kvikmyndasjóðs til að veita styrki í anda Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Einnig stendur til að lögfesta tvö ný ákvæði til bráðabirgða við lög um skráningu raunverulega eigenda til að ljúka aðgerðum á sviði varna gegn peningaþvætti á fjármögnun hryðjuverka. Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.Visir/Vilhelm Í janúar hyggst Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggja fram frumvarp til laga um leigubílaakstur. Frumvarpið er nú lagt fram í annað sinn en það felur sér í nýja heildarlöggjöf um leigubifreiðakstur. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að auka frelsi á leigubílamarkaðnum og tryggja örugga og góða þjónustu. Frumvarpið er viðbragð við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem hefur úrskurðað að núgildandi löggjöf um leigubíla brjóti gegn EES-reglum. Í janúar tók ESA fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þar sem íslenskum stjórnvöldum var send formleg áminning. Í nóvember var því fylgt eftir með rökstuddu áliti sem var sent íslenskum stjórnvöldum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.vísir/vilhelm Núverandi löggjöf takmarkar úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigubílaakstur á ákveðnum svæðum. Að sögn ESA gerir það nýjum rekstraraðilum erfitt eða jafnvel ómögulegt að komast inn á leigubílamarkaðinn. Innviðaráðherra hyggst einnig mæla fyrir breytingum á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga vegna tilfærslu á innheimtu meðlagskrafna frá sveitarfélögum til ríkisins. Vilja koma á fót sorgarleyfi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hyggst meðal annars fela Fjölmenningarsetri víðtækara hlutverk vegna móttöku einstaklinga með alþjóðlega vernd. Um er að ræða endurflutt frumvarp frá síðasta löggjafarþingi. Þá leggur hann fram frumvarp til starfskjaralaga sem er ætlað að fylgja eftir tillögum sem fram koma í skýrslu samstarfshóps félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, sem hópurinn skilaði ráðherra í janúar 2019. Jafnframt er frumvarpinu ætlað að hrinda í framkvæmd aðgerðum ríkisstjórnarinnar til stuðnings lífskjarasamningum sem falla undir málefnasvið ráðuneytisins og lúta að vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr félags- og vinnumarkaðsráðherra.Vísir/Vilhelm Jafnframt hyggst ráðherra leggja fram breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Þar er kveðið á um tilfærslu á sjálfstæðum rétti foreldris til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks til hins foreldrisins í þeim tilvikum þegar annað foreldrið sætir nálgunarbanni gagnvart barni sínu, gagnvart hinu foreldrinu og/eða brottvísun af heimili eða þegar foreldri afplánar refsivist vegna brota gegn framangreindum aðilum á því tímabili sem foreldrar geta nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks. Þá verður lagt fram frumvarp til laga um sorgarleyfi sem er ætlað að tryggja foreldrum á vinnumarkaði sem verða fyrir barnsmissi, sorgarleyfi í allt að sex mánuði sem og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á umræddu tímabili við fjarveru frá vinnumarkaði. Lögleiðing neysluskammta Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggur meðal annars fram breytingu á lögum um tekjuskatt til að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA varðandi samsköttun félaga, og breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem snúa meðal annars að netverslun. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun endurflytja frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér að heimila vörslu ávana- og fíkniefna sem teljast til eigin nota. Frumvarpið var lagt fram á síðasta löggjafarþingi og verður nú endurflutt með breytingum. Einnig mun Willum leggja fram breytingar á lögum um réttindi sjúklinga. Með frumvarpinu er lagt til að lagarammi verði settur um það verklag sem viðhaft er á heilbrigðisstofnunum hér á landi, sem felur í sér þvinganir, valdbeitingu eða annars konar inngrip í sjálfsákvörðunarrétt, frelsi og friðhelgi einkalífs sjúklinga. Felur það meðal annars í sér ný ákvæði um skilgreiningu nauðungar og fjarvöktunar og skilyrði fyrir beitingu slíkra úrræða. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelm Samþætta þjónustu í þágu barna Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, mælir í mars fyrir breytingum á ýmsum lögum á málefnasviði menntamála í tengslum við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með lögunum er stefnt að því að búa til löggjöf um heildstæða þjónustu við börn, meðal annars með því að kveða á um stigskipt þjónustukerfi og samspil milli þjónustukerfa á málefnasviði einstakra ráðherra. Lögin kalla á breytingar á ýmissi löggjöf en fleiri ráðherrar leggja sömuleiðis fram frumvörp í tengslum við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Einnig mun Ásmundur leggja fram frumvarp um endurskoðun á lögum um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. „Markmið þeirrar vinnu er aukinn fyrirsjáanleiki, bætt þjónusta og að starfsemi stofnunarinnar verði lýst eins og hún hefur þróast frá setningu laganna. Í frumvarpinu er mælt fyrir um inntak táknmálstúlkaþjónustu og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að njóta hennar,“ segir í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir, matvæla-, sjávar- og landbúnaðarráðherra.Vísir/Vilhelm Breyta bótaákvæðum vegna riðuveiki Svandís Svavarsdóttir, matvæla-, sjávar- og landbúnaðarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á bótaákvæðum vegna varna gegn búfjársjúkdómum á borð við riðuveiki í sauðfé og geitfé. Þá mun Svandís leggja fram lagabreytingar annars vegar til að styrkja eftirlit með fiskveiðum og hins vegar til að ýta undir nýtingu heimilda Íslands til veiða á túnfiski. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- og loftslagsráðherra.Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- og loftslagsráðherra, mun leggja fram breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til að skerpa á ákvæðum um námskeið og hæfnipróf sundkennara og laugarvarða, meðal annars varðandi endurmenntun þeirra. Frumvarpið var fyrst lagt fram á síðasta löggjafarþingi. Í frumvarpinu er lagt til að í lögin verði sett ákvæði til að kveða skýrar á um eftirlitsskyldu og umfang þess eftirlits með starfsemi og athöfnum sem valdið geta mengun eða ógnað hollustuháttum og kveða skýrar á um hvaða stjórnvald gefi út tiltekin starfsleyfi. Þá mun Guðlaugur leggja til endurskoðun á lögum um menningarminjar, helst þeim hluta sem varðar friðun fornminja, húsa og mannvirkja sem eru 100 ára og eldri. Friðun verður líklega frekar bundin við tiltekið fast ártal í staðinn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.Vísir/Vilhelm Villauka áfallaþol fjarskiptaneta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mun meðal annars leggja fram breytingu á ýmsum lögum vegna fríverslunarsamnings og annarra við Bretland, og tillögu til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu árið 2022. Einnig mun ráðherra leggja fram breytingar á lögum um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða og Fjarskiptastofu. Breytingarnar varða eftirlitsstjórnvöld, vatnsveitur, veitendur stafrænnar þjónustu og netöryggiskerfi fyrir upplýsinga- og samskiptatæki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra,Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, leggur meðal annars fram breytingar á lögum sem miða að því að tryggja áfallaþol fjarskiptaþjónustu og fjarskiptaneta. Breytingarnar ná til laga um fjarskipti, laga um Fjarskiptastofu og laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Sömuleiðis ætlar Áslaug að lögfesta nýjan Menntarannsóknarsjóð með áherslu á hagnýtar rannsóknir á skóla- og frístundastarfi. Heildarframlag til sjóðsins nemur 80 milljónum króna samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021. Ráðgert er að úthluta að minnsta kosti 60 milljónum króna árlega úr sjóðnum. Þingmálaskráin í heild sinni. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Lögreglan Tengdar fréttir Stór verkefni fyrir höndum og mörg ófyrirséð Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir nýja ríkisstjórn hennar ganga fulla að bjartsýni til verka. Mörg verkefni þurfi að fara í á kjörtímabilinu, bæði stór og smá, og mörg þeirra sagði Katrín vera ófyrirséð. 1. desember 2021 19:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var birt í gær og verður hér stiklað á stóru um áherslumál ráðherranna tólf. Mörg mál síðustu ríkisstjórnar fengu ekki framgang á síðasta þingi og er því hluti frumvarpanna lagður fram í annað sinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst meðal annars leggja fram breytingu á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að lögin kveði á um meginregluna um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar – ekki eingöngu óháð kynþætti og þjóðernisuppruna líkt og gildandi lög heldur jafnframt óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Einnig mælir Katrín fyrir heimild stjórnvalda til að meta og taka afstöðu til fjárfestinga erlendra aðila í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi með tilliti til sjónarmiða um þjóðaröryggi. Afbrotavarnir og ný nafnskírteini Jón Gunnarsson innanríkisráðherra ætlar að leggja fram breytingu á lögreglulögum sem skýri heimildir lögreglu til að „grípa til ráðstafana í þágu afbrotavarna að gættum stjórnarskrárvörðum grundvallarréttindum borgaranna.“ Umræða um forvirkar heimildir lögreglu, sem gera henni kleift að hefja rannsókn áður en glæpur hefur verið framinn, hafa verið reglulega til umræðu á Alþingi á síðustu árum en ekki enn hlotið brautargengi. „Heimildirnar varða sérstaklega afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borgaranna og ríkisins, svo og afbrot sem felast í skipulagðri brotastarfsemi, dreifingu á stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum, netbrotum og/eða árásum, þar á meðal gegn æðstu stjórn ríkisins og hryðjuverkum,“ segir í skýringum í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm Sömuleiðis hyggst innanríkisráðherra leggja fram breytingar á lögum um meðferð sakamála til að takast á við rannsókn mála sem varða skipulagða brotastarfsemi. Snúa tillögurnar til að mynda að lengd gæsluvarðhalds og aðgang að gögnum. Einnig stendur til að leggja fram breytingar á málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd til að auka skilvirkni og stytta málsmeðferðartíma. Í hyggst Jón svo leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um útgáfu og notkun nafnskírteina. Með breytingunum á að heimila Þjóðskrá Íslands að gefa út ný nafnskírteini fyrir einstaklinga sem væru jafnframt ferðaskilríki á Schengen-svæðinu. Vilja auka frelsi á leigubílamarkaði Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, ætlar meðal annars að leggja fram frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum með það í huga að breyta fyrirkomulagi á sjóðakerfi kvikmyndagerðar. Meginefni frumvarpsins er að kveða skýrt á um heimild Kvikmyndasjóðs til að veita styrki í anda Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Einnig stendur til að lögfesta tvö ný ákvæði til bráðabirgða við lög um skráningu raunverulega eigenda til að ljúka aðgerðum á sviði varna gegn peningaþvætti á fjármögnun hryðjuverka. Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.Visir/Vilhelm Í janúar hyggst Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggja fram frumvarp til laga um leigubílaakstur. Frumvarpið er nú lagt fram í annað sinn en það felur sér í nýja heildarlöggjöf um leigubifreiðakstur. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að auka frelsi á leigubílamarkaðnum og tryggja örugga og góða þjónustu. Frumvarpið er viðbragð við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem hefur úrskurðað að núgildandi löggjöf um leigubíla brjóti gegn EES-reglum. Í janúar tók ESA fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þar sem íslenskum stjórnvöldum var send formleg áminning. Í nóvember var því fylgt eftir með rökstuddu áliti sem var sent íslenskum stjórnvöldum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.vísir/vilhelm Núverandi löggjöf takmarkar úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigubílaakstur á ákveðnum svæðum. Að sögn ESA gerir það nýjum rekstraraðilum erfitt eða jafnvel ómögulegt að komast inn á leigubílamarkaðinn. Innviðaráðherra hyggst einnig mæla fyrir breytingum á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga vegna tilfærslu á innheimtu meðlagskrafna frá sveitarfélögum til ríkisins. Vilja koma á fót sorgarleyfi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hyggst meðal annars fela Fjölmenningarsetri víðtækara hlutverk vegna móttöku einstaklinga með alþjóðlega vernd. Um er að ræða endurflutt frumvarp frá síðasta löggjafarþingi. Þá leggur hann fram frumvarp til starfskjaralaga sem er ætlað að fylgja eftir tillögum sem fram koma í skýrslu samstarfshóps félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, sem hópurinn skilaði ráðherra í janúar 2019. Jafnframt er frumvarpinu ætlað að hrinda í framkvæmd aðgerðum ríkisstjórnarinnar til stuðnings lífskjarasamningum sem falla undir málefnasvið ráðuneytisins og lúta að vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr félags- og vinnumarkaðsráðherra.Vísir/Vilhelm Jafnframt hyggst ráðherra leggja fram breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Þar er kveðið á um tilfærslu á sjálfstæðum rétti foreldris til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks til hins foreldrisins í þeim tilvikum þegar annað foreldrið sætir nálgunarbanni gagnvart barni sínu, gagnvart hinu foreldrinu og/eða brottvísun af heimili eða þegar foreldri afplánar refsivist vegna brota gegn framangreindum aðilum á því tímabili sem foreldrar geta nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks. Þá verður lagt fram frumvarp til laga um sorgarleyfi sem er ætlað að tryggja foreldrum á vinnumarkaði sem verða fyrir barnsmissi, sorgarleyfi í allt að sex mánuði sem og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á umræddu tímabili við fjarveru frá vinnumarkaði. Lögleiðing neysluskammta Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggur meðal annars fram breytingu á lögum um tekjuskatt til að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA varðandi samsköttun félaga, og breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem snúa meðal annars að netverslun. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun endurflytja frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér að heimila vörslu ávana- og fíkniefna sem teljast til eigin nota. Frumvarpið var lagt fram á síðasta löggjafarþingi og verður nú endurflutt með breytingum. Einnig mun Willum leggja fram breytingar á lögum um réttindi sjúklinga. Með frumvarpinu er lagt til að lagarammi verði settur um það verklag sem viðhaft er á heilbrigðisstofnunum hér á landi, sem felur í sér þvinganir, valdbeitingu eða annars konar inngrip í sjálfsákvörðunarrétt, frelsi og friðhelgi einkalífs sjúklinga. Felur það meðal annars í sér ný ákvæði um skilgreiningu nauðungar og fjarvöktunar og skilyrði fyrir beitingu slíkra úrræða. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelm Samþætta þjónustu í þágu barna Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, mælir í mars fyrir breytingum á ýmsum lögum á málefnasviði menntamála í tengslum við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með lögunum er stefnt að því að búa til löggjöf um heildstæða þjónustu við börn, meðal annars með því að kveða á um stigskipt þjónustukerfi og samspil milli þjónustukerfa á málefnasviði einstakra ráðherra. Lögin kalla á breytingar á ýmissi löggjöf en fleiri ráðherrar leggja sömuleiðis fram frumvörp í tengslum við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Einnig mun Ásmundur leggja fram frumvarp um endurskoðun á lögum um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. „Markmið þeirrar vinnu er aukinn fyrirsjáanleiki, bætt þjónusta og að starfsemi stofnunarinnar verði lýst eins og hún hefur þróast frá setningu laganna. Í frumvarpinu er mælt fyrir um inntak táknmálstúlkaþjónustu og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að njóta hennar,“ segir í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir, matvæla-, sjávar- og landbúnaðarráðherra.Vísir/Vilhelm Breyta bótaákvæðum vegna riðuveiki Svandís Svavarsdóttir, matvæla-, sjávar- og landbúnaðarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á bótaákvæðum vegna varna gegn búfjársjúkdómum á borð við riðuveiki í sauðfé og geitfé. Þá mun Svandís leggja fram lagabreytingar annars vegar til að styrkja eftirlit með fiskveiðum og hins vegar til að ýta undir nýtingu heimilda Íslands til veiða á túnfiski. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- og loftslagsráðherra.Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- og loftslagsráðherra, mun leggja fram breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til að skerpa á ákvæðum um námskeið og hæfnipróf sundkennara og laugarvarða, meðal annars varðandi endurmenntun þeirra. Frumvarpið var fyrst lagt fram á síðasta löggjafarþingi. Í frumvarpinu er lagt til að í lögin verði sett ákvæði til að kveða skýrar á um eftirlitsskyldu og umfang þess eftirlits með starfsemi og athöfnum sem valdið geta mengun eða ógnað hollustuháttum og kveða skýrar á um hvaða stjórnvald gefi út tiltekin starfsleyfi. Þá mun Guðlaugur leggja til endurskoðun á lögum um menningarminjar, helst þeim hluta sem varðar friðun fornminja, húsa og mannvirkja sem eru 100 ára og eldri. Friðun verður líklega frekar bundin við tiltekið fast ártal í staðinn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.Vísir/Vilhelm Villauka áfallaþol fjarskiptaneta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mun meðal annars leggja fram breytingu á ýmsum lögum vegna fríverslunarsamnings og annarra við Bretland, og tillögu til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu árið 2022. Einnig mun ráðherra leggja fram breytingar á lögum um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða og Fjarskiptastofu. Breytingarnar varða eftirlitsstjórnvöld, vatnsveitur, veitendur stafrænnar þjónustu og netöryggiskerfi fyrir upplýsinga- og samskiptatæki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra,Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, leggur meðal annars fram breytingar á lögum sem miða að því að tryggja áfallaþol fjarskiptaþjónustu og fjarskiptaneta. Breytingarnar ná til laga um fjarskipti, laga um Fjarskiptastofu og laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Sömuleiðis ætlar Áslaug að lögfesta nýjan Menntarannsóknarsjóð með áherslu á hagnýtar rannsóknir á skóla- og frístundastarfi. Heildarframlag til sjóðsins nemur 80 milljónum króna samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021. Ráðgert er að úthluta að minnsta kosti 60 milljónum króna árlega úr sjóðnum. Þingmálaskráin í heild sinni.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Lögreglan Tengdar fréttir Stór verkefni fyrir höndum og mörg ófyrirséð Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir nýja ríkisstjórn hennar ganga fulla að bjartsýni til verka. Mörg verkefni þurfi að fara í á kjörtímabilinu, bæði stór og smá, og mörg þeirra sagði Katrín vera ófyrirséð. 1. desember 2021 19:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Stór verkefni fyrir höndum og mörg ófyrirséð Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir nýja ríkisstjórn hennar ganga fulla að bjartsýni til verka. Mörg verkefni þurfi að fara í á kjörtímabilinu, bæði stór og smá, og mörg þeirra sagði Katrín vera ófyrirséð. 1. desember 2021 19:52